Var á svæðinu og sá...

Ég er á landinu í þrjá daga. Fer aftur í fyrramálið. Hafði það þó af að láta draga mig á Örkina í gærkvöldi að sjá Megas spila. Þetta var svo yndislega íslenskt. Heyrðu, Megas er að spila í Hveragerði. Eigum við ekki að skella okkur? Jú, endilega. Svo var brunað af stað.

Hann var bara flottur eins og búast mátti við. Hljómsveitin var frábær, Lóa á sínum stað, Paradísarfuglinn hló og Heimspekilegar vangaveltur um þjóðfélagsstöðu fóru fram.

Skemmtilegt kvöld. Gaman að koma heim. Nenni ekki að fara út aftur. Það er svo mikið að gera, margt fólk að sjá. Ég verð lengur næst.


mbl.is Blómstrandi dagar í Hveragerði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnhildur Ólafsdóttir

Velkominn á skerið og góða för aftur út. Já lífið er ekki flókið hér á Fróni - hér það þarf ekki að undirbúa allar ákvarðanir með margra daga fyrirvara.

Gunnhildur Ólafsdóttir, 16.8.2008 kl. 19:48

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Takk fyrir það. Já, stundum saknar maður lífsins á fróni. Það hefði verið gaman að hitta fólk. Kannski næst...

Villi Asgeirsson, 16.8.2008 kl. 20:06

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég hefði viljað ná tali af þér. Hvenær kemurðu aftur?

Lára Hanna Einarsdóttir, 16.8.2008 kl. 20:19

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Búinn að hafa samband við þig. Verð vonandi aftur á landinu fyrir áramót.

Villi Asgeirsson, 18.8.2008 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband