Hvað myndi ég gera við 65 milljónir?

Ef ég ynni 65 mijlljónir, myndi ég kaupa mér einfalda íbúð á Íslandi og flytja kvikmyndafyrirtækið, Oktober Films, norður undir heimskautsbaug. Ég myndi setja 20 milljónir inn í það og fara út í kvikmyndaframleiðslu. Ég myndi auðvitað vilja gera eigin myndir, en það væri gaman að sjá hvað grasrótin heima gæti gert. 20 milljónir eru kannski ekki stór upphæð, en ég hef áhuga á "low budget" kvikmyndagerð og myndi vilja prófa að gera íslenskar kvikmyndir sem stæðu undir sér. Einhvern tíma bloggaði ég um sjö milljóna myndir. Ég myndi henda þeirri hugmynd í framkvæmd.

En ég vann ekki 65 milljónir. 


mbl.is „Nauðsynlegt að róa sig niður"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei, það gerðir þú ekki....

núll (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 14:56

2 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

...og þá ekki ég...

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 18.8.2008 kl. 14:57

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Hvað myndi ég þá gera?

Villi Asgeirsson, 18.8.2008 kl. 15:30

4 Smámynd: Bragi Einarsson

...ég myndi örugglega EKKI eyða þeim hér á Íslandi. Frekar myndi ég flytja af skerinu og hafa það náðugt einhverstaðar í Evrópu.

Bragi Einarsson, 19.8.2008 kl. 09:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband