28.2.2009 | 13:46
Blaður
Við fórum á borgarafund í morgun. Borgarstjórar Haarlemmermeer, þar sem Schiphol er staðsettur og Haarlemmerliede, þar sem við búum, vildu fræða fólk um flugslysið og ræða málin. Við entumst ekki lengi, því þeir blöðruðu um ekkert. Þeir fundu til með okkur sem hér búum, skildu áhyggjur okkar af flugumferðinni yfir hausunum á okkur. Þeir væru ekki bara sýslumenn, heldur eins konar feður fólksins sem yrðu að skilja okkur og hjálpa á erfiðum tímum. Bla bla bla.
Ég hafði búist við stuttum og hnitmiðuðum ræðum um það hvað gerðist og hvað á að gera. Mun þetta breyta einhverju. Í staðinn stóðu þeir þarna og blöðruðu eins og háfleygir prestar á sunnudagsmorgni. Hefði ég áhuga á innihaldslausu tilfinningavæli, færi ég í kirkju. Þetta var klúður, finnst mér, og við entumst ekki lengi.
Annars eru hollenskir fjölmiðlar að spekulera fram og til baka um orsakir slyssins. Upphaflega var sagt að flugmaðurinn hafi verið í þjálfun og hefði misst hraða með þessum afleiðingum. Turkish irlines hafa borið þetta til baka, segja hann hafa lokið þjálfun á Boeing 737-800 árið 2004. Líklegra er talið að vélin hafi lent í sogi eftir 757 vél sem lenti innan við tveimur mínútum fyrr.
Sjáum hvernig þetta endar. Kemur í ljós.
![]() |
Fyrstu slysamyndirnar birtust á Twitter |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.2.2009 | 09:29
Splittessu
Sena virðist eiga megnið af íslenskri menningu. Flestum kvikmyndum er dreift af Senu. Megnið af íslenskri tónlist er í eigu Senu. Hver sá sem eignast fyrirtækið, eignast íslenska menningu.
Ég vona að það verði vel staðið að þessu. Best væri þó ef fyrirtækið yrði bútað niður svo að enginn gæti "átt" menninguna okkar. 90% markaðshlutdeild, eða hvað Sena er með, getur ekki verið holl.
![]() |
Sala Senu ófrágengin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.2.2009 | 13:10
Níu
Samkvæmt hollenskum fjölmiðlum eru a.m.k. níu manns látnir. Fimmtíu manns eru slasaðir, þar af 20-30 mikið. Bæði farþegar og áhöfn eru meðal slasaðra, en engar fréttir hafa borist af hinum látnu. Slasaðir hafa verið færðir á sjúkrahús í Amsterdam, Haarlem og Hoofddoorp.

Við vorum að versla í matinn þegar þetta gerðist. Sírenuvælið heyrist enn allt í kring og þyrlur fljúga yfir, enda búum við innan við tvo kílómetra frá slysstað. Lokað var fyrir allt flug um Schiphol í einhvern tíma. Ég á að vera mættur í vinnu þar eftir einn og hálfan tíma, svo ég hringdi og spurði hvernig ástandið væri? Flugbrautin þar sem vélin kom niður er lokuð og verður það um óákveðinn tíma, eins og eðlilegt er. Aðrar brautir hafa verið opnaðar fyrir takmarkaðri umferð. Það má því búast við töfum, en engu flugi easyJet (sem ég vinn fyrir í dag) hefur verið aflýst enn sem komið er.
Öllum hraðbrautum kring um Schiphol var lokað og einhverjar eru enn lokaðar. Fólki sem ekkert erindi á á flugvöllinn er beðið um að vera ekki á ferð, því allir vegir eru tepptir. Ég þarf sennilega að fara tímanlega af stað ef ég á að komast í vinnuna.
Það verður sennilega öðruvísi andrúmsloft á flugvellinum í dag og kvöld.
![]() |
Misvísandi fréttir um manntjón |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 13:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2009 | 12:39
Megum tíma missa?
Aldrei hef ég kallað mig lögfræðiprófessor. Væri ég það, myndi ég vita hvers vegna rjúfa þarf þing mánuði fyrir kosningar. Af hverju má það ekki starfa fram að kjördegi? Hvað gerist milli þingrofs og kosninga? Sérstaklega þegar staðan er eins og nú?
Má ekki demba einföldu frumvarpi gegn um þingið sem leyfir því að starfa til kosninga?
Eitt að lokum. Á vefnum Nýja Ísland (hlekkur hér til vinstri) verður hægt að skoða tengsl hinna ýmsu stjórnmálamanna við atvinnulífið. Þessi hluti síðunnar er kallaður Ættartréð. Endilega kíkið og hjálpið til við að búa þennan lista til svo hann verði nothæfur fyrir kosningar.
![]() |
Kosningar verða 25. apríl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.2.2009 | 09:08
Með dökkan blett...
Hverjar eru líkurnar á að þetta vandamál eigi eftir að versna í réttum hlutföllum við efnahagsþrengingarnar? Þegar mamma og pabbi eru á kúpunni pirrast þau yfir öllu í fari barnanna og nenna ekki að sinna þeim. Eða er þetta vandamál ríkidæmisins? Við erum svo rík og bisí við að spila golf og glápa á ædolið að við höfum ekki tíma fyrir börnin? Þá er ljótur kall sem vil ólmur sinna litlu stelpunum og sjá þeim fyrir smá kandí í staðinn.

Hvernig menn eru það sem notfæra sér 13 ára börn? Hver er það sem ekkert vill frekar en slefa á barnslíkamann og snerta þar sem ekki má? Hvaða týpa er þetta?
Hvernig foreldrar eru það sem láta þetta viðgangast? Ég er ekki viss um hvað ég myndi gera við slefberann sem snerti dóttur mína, ef ég ætti eina á þessum aldri. Efast um að ég tæki hann vettlingavöldum.
Einhvers staða las ég að fjórðungi kvenna er nauðgað eða eru misnotaðar kynferðislega. Hvers konar skepnur erum við? Hverjir eru þessir aumingjar sem gera þetta? Ef ein af hverjum fjórum lendir í hremmingum, hlýtur stór hluti okkar karlmanna að vera illa brenglaður.
![]() |
Þrettán ára selja sig fyrir fíkniefni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.2.2009 | 08:51
Neyðarlög II

![]() |
Fé í skattaskjólum fimmtíufaldaðist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 08:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.2.2009 | 21:42
Æi, verið ekki með þetta endalausa pot.
Fyrst vil ég leiðrétta Moggann. Hún sagði víst "strategic partner". Það er ekki hernaðarlegt mikilvægi, heldur hefur það meira með stefnu ESB að gera. Hver er þessi stefna? Ekki er hún að borga skuldirnar sem við eigum víst að taka á okkur. Væri það málið, þá hefði ESB ekki verið svona í mun að klína þeim á okkur.

Þetta endalausa pot að utan sýnir að ESB getur ekki beðið eftir að við göngum þeim á hönd. Hvað höfum við sem ESB vill? Við höfum fiskimiðin sem við megum stjórna sjálf í einhvern tíma - hugsanlega - en munum svo væntanlega þurfa að afhenda Brussel. Við eigum við orku sem á að teljast hrein, þó svo sé ekki með núverandi stóriðjustefnu. ESB vill sennilega það sem eftir er af henni. Ef ESB ræður ekki yfir allri orku innan bandalagsins, verður því sjálfsagt kippt í liðinn í framtíðar uppfærslu.
Ef ég er ekki að misskilja stelpuna, virðist hún vilja éta fiskinn okkar og virkja árnar okkar. Og kannski hjálpa eitthvað við að borga skuldina sem við erum að taka á okkur af því að ESB krafðist þess þótt það virðist ekki vera lagastoð fyrir henni. ESB er að fá allt fyrir ekkert.
Eða er ég að misskilja hana?
![]() |
Vill Ísland í Evrópusambandið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.2.2009 | 08:21
99 krónur á mann...
Þegar þjóðin stendur saman gerast kraftaverk. Í þetta skiptið var það Júróvisjón og 69.000 manns gerðu það að verkum að Síminn (eða einhver) græddi sjö milljónir. Auðvitað fylgdust miklu fleiri með útsendingunni, en rúm 20% þjóðarinnar borguðu 100 kall til að skipta máli.
Hvað er hægt að gera við 100 kall ef 20% þjóðarinnar tekur þátt? Það er hægt að gera bíómynd fyrir sjö milljónir, eins og ég hef skrifað um áður. Ef þetta er gert að áskrift, má framleiða og markaðssetja 5-10 myndir á ári. Það er hægt að gera fimm bíómyndir og senda áskrifendum á DVD. Það er hægt að framleiða framhaldsþætti, ótal stuttmyndir og aðra list. Það er hægt að borga rithöfundum til að þeir geti einbeitt sér að skrifum. Það má þýða íslenskar skáldsögur og annað yfir á útlensku. Fyrir 100 kall á mann.
Möguleikarnir eru óteljandi. Nú þegar fólk skilur að maður þarf ekki milljón til að koma sér fram úr, að það megi gera góða hluti fyrir lítið fé, mun íslensk menning kannski blómstra sem aldrei fyrr.
![]() |
69 þúsund atkvæði greidd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.2.2009 | 13:32
Hver erum við?

Ég hef oft spurt sjálfan mig þessarar spurningar. Hver erum við, íslendingar? Hvaðan komum við og hvert erum við að fara? Við lifðum af 1000 misharða vetur. Við komumst í gegn um endalaus áföll, náttúruhamfarir, farsóttir og almenna vesæld. Við létum okkur hafa afskipti misvitra konunga sem sá til þess að dauðarefsingum væri fullnægt þegar flestir íslenskir embættismenn vildu milda dóma.

Af þessu að dæma ætti Ísland að vera byggt fólki sem er sterk og styður hvort annað. Fólk sem er í snertingu við landið og hvert annað. Þó er verla hægt að segja það. Við skiptum okkur sem minnst af hvoru öðru, látum aðra um skítverkin, svíkjum hvort annað og sjáum ekki fegurðina í kring um okkur. Hljómar eins og alhæfing og þetta á ekki við um alla, en staðreyndin er sú að ástandið versnaði eftir því sem okkur fór að líða betur. Upp úr aldamótunum 1900 var haft eftir erlendum ferðalangi, sem kom í aðra heimsókn sína, að allt væri breytt. Þjóðin sem hann varð ástfanginn af 20-30 árum áður var breytt, gestrisnin horfin. Hvað hefði hann sagt í dag?
Við lifðum þessar aldir af með því að vinna saman. Þrátt fyrir allt, stóðum við saman og hjálpuðum hvoru öðru. Við vorum stoltir kotbændur. Hvað erum við í dag?
![]() |
Aldrei of blönk til að hugsa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.2.2009 | 19:35
Land með framtíð
Skemmtilegt að sjá þetta. Ísland getur orðið paradís ef við höldum vel á hlutunum og heimurinn fer ekki til hins rauða vegna græðisvæðingar. Á Íslandi er mikið hugvit og þjóð sem lifði af þúsund heimskautavetur og erlenda kónga með puttana í okkar málum.
Eftir hrunið er ekkert annað að gera en að byrja upp á nýtt. Nýja Ísland. Ísland 2.0. Hvað sem fólk vill kalla það. Við getum búið til fyrirmyndarsamfélag ef við stöndum saman.
Ég hef eytt vikunni í að endurhugsa og endurhanna síðuna Nýja Ísland. Endilega kíkið og sjáið hvort þið getið hjálpað.
![]() |
Íslensk framtíðarborg í Washington |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |