99 krónur á mann...

Þegar þjóðin stendur saman gerast kraftaverk. Í þetta skiptið var það Júróvisjón og 69.000 manns gerðu það að verkum að Síminn (eða einhver) græddi sjö milljónir. Auðvitað fylgdust miklu fleiri með útsendingunni, en rúm 20% þjóðarinnar borguðu 100 kall til að skipta máli.

Hvað er hægt að gera við 100 kall ef 20% þjóðarinnar tekur þátt? Það er hægt að gera bíómynd fyrir sjö milljónir, eins og ég hef skrifað um áður. Ef þetta er gert að áskrift, má framleiða og markaðssetja 5-10 myndir á ári. Það er hægt að gera fimm bíómyndir og senda áskrifendum á DVD. Það er hægt að framleiða framhaldsþætti, ótal stuttmyndir og aðra list. Það er hægt að borga rithöfundum til að þeir geti einbeitt sér að skrifum. Það má þýða íslenskar skáldsögur og annað yfir á útlensku. Fyrir 100 kall á mann.

Möguleikarnir eru óteljandi. Nú þegar fólk skilur að maður þarf ekki milljón til að koma sér fram úr, að það megi gera góða hluti fyrir lítið fé, mun íslensk menning kannski blómstra sem aldrei fyrr. 


mbl.is 69 þúsund atkvæði greidd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband