Æi, verið ekki með þetta endalausa pot.

Fyrst vil ég leiðrétta Moggann. Hún sagði víst "strategic partner". Það er ekki hernaðarlegt mikilvægi, heldur hefur það meira með stefnu ESB að gera. Hver er þessi stefna? Ekki er hún að borga skuldirnar sem við eigum víst að taka á okkur. Væri það málið, þá hefði ESB ekki verið svona í mun að klína þeim á okkur.

Stelpan

Þetta endalausa pot að utan sýnir að ESB getur ekki beðið eftir að við göngum þeim á hönd. Hvað höfum við sem ESB vill? Við höfum fiskimiðin sem við megum stjórna sjálf í einhvern tíma - hugsanlega - en munum svo væntanlega þurfa að afhenda Brussel. Við eigum við orku sem á að teljast hrein, þó svo sé ekki með núverandi stóriðjustefnu. ESB vill sennilega það sem eftir er af henni. Ef ESB ræður ekki yfir allri orku innan bandalagsins, verður því sjálfsagt kippt í liðinn í framtíðar uppfærslu.

Ef ég er ekki að misskilja stelpuna, virðist hún vilja éta fiskinn okkar og virkja árnar okkar. Og kannski hjálpa eitthvað við að borga skuldina sem við erum að taka á okkur af því að ESB krafðist þess þótt það virðist ekki vera lagastoð fyrir henni. ESB er að fá allt fyrir ekkert.

Eða er ég að misskilja hana? 


mbl.is Vill Ísland í Evrópusambandið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Ef við hefðum olíu, þá værum engum öðrum háðir.

Áfram Ísland.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 17.2.2009 kl. 21:44

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ef við hefðum olíu, væri ESB ekki að tala í kring um hlutina.

Villi Asgeirsson, 17.2.2009 kl. 21:53

3 Smámynd: Sigurjón

Nei, það myndi sjálfsagt innlima okkur með húð og hári.  No questions asked!

Sigurjón, 18.2.2009 kl. 02:40

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

ESB skiptir sér ekki af orkumálum? Hvað ef orka verður dýrari? Hvað er rússar skrúfa fyrir hana eins og þeir gerðu með gasið? Hvað ef miðausturlönd fara í fýlu? Heldurðu að ESB yrði ekki fljótt að hósta upp einhverri reglugerð sem samnýtir auðlindir? Fllvötnin okkar yrðu föl, olían líka. Fimm evrópuþingmennirnir okkar hefðu lítið í hina 747 (miðað við að þeir verði 750).

Við erum nefninlega ekki bara að ganga í ESB eins og það er núna, heldur erum við að skrifa upp á hvað sem Brussel dettur í hug í framtíðinni. Treystum við þeim fyrir okkar landi og öllu sem það gefur af sér?

Villi Asgeirsson, 18.2.2009 kl. 13:13

5 Smámynd: Villi Asgeirsson

745 átti þetta að vera. Og fallvötn.

Villi Asgeirsson, 18.2.2009 kl. 13:14

6 Smámynd: Sigurjón

Það er illt að treysta íslenzkum stjórnmálamönnum, en sýnu verra að treysta Evrópusambandsstjórnmálamönnum.

Sigurjón, 18.2.2009 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband