Neyðarlög II

Tortola Þetta fer langt í að borga upp skuldirnar sem hrunið olli, ef ég er ekki að fara með þvælu. Er ekki kominn tími á Neyðarlög II sem gera allar eignir í skattaskjólum ólöglegar og þar með eign ríkisins? Þannig getum við minnkað skuldir hvers íslendings og horft til bjartari framtíðar.
mbl.is Fé í skattaskjólum fimmtíufaldaðist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þór Ludwig Stiefel TORA

Það eru margar ríkisstjórnir að rannsaka eignamyndun auðmanna í dag og ganga harðar til verks en áður vegna þeirrar auknu óbíræfni sem gráðugir haga sýnt undanfarið. Því miður eru íslensk stjórnvöld allt of lin og getulaus í þeim efnum, væntanlega vegna styrks auðmanna hér og tengsla þeirra inn í stjórnkerfið. Jafnvel kaninn er að gera alvöru slurk í því að ná til glæpamannanna; ég leyfi mér að líma hér inn frétt af ruv.is:

"Bandaríkjastjórn stefndi í gær svissneska UBS-bankanum fyrir rétt á Flórída og krefst þess að bankinn upplýsi um nöfn og innstæður á leynireikningum 52 þúsund bandarískra viðskiptavina hans.

Bankinn féllst í fyrradag á að greiða 780 miljónir dollara í bætur fyrir aðstoð við skattsvik og að upplýsa um nöfn ákveðinna bandarískra viðskiptamanna hans. Bankinn lét yfirvöld svo fá um 250 nöfn.

New York Times hefur eftir heimildarmanni að sumir þeirra séu þekktir einstaklingar. Reiknað er með að ákærur fyrir skattsvik verði gefnar út á næstu vikum.

Bandarísk stjórnvöld krefjast þess nú að þau fái upplýsingar um nöfn og innistæður mun fleiri bandarískra viðskiptavina bankans en áður var vitað um. Reiknað er með að dómstóllinn fallist á kröfuna eftir 3-6 mánuði. Neiti UBS-bankinn þá að gefa upp nöfnin mega hann og æðstu stjórnendur hans búast við ákærum. Það gæti reynst bankanum afar dýrt."

Þór Ludwig Stiefel TORA, 20.2.2009 kl. 10:44

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Kaninn er ekkert að tvínóna við hlutina en við á skerinu þurfum örugglega að spjalla við alla lögfræðingahjörðina í áratug áður en við getum svo mikið sem farið að ræða þessa þetta.

Finnur Bárðarson, 20.2.2009 kl. 15:48

3 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Ekki gleyma hagfræðingabullukollunum..........

Guðmundur Óli Scheving, 20.2.2009 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband