3 dagar - Guy Fletcher

Eins og fram hefur komið mun ég setja Svartan Sand á netið á laugardaginn. Ég ætla að reyna að vera með daglega pistla meðan ég geri hana tilbúna.

Tónlist er mikilvægur hluti kvikmyndarinnar. Hún setur tóninn, byggir upp spennu og hjálpar til við að búa til rétta andrúmsloftið. Tónlist sem passar myndinni getur lyft henni á hærra plan og er Jaws Guy Fletcher lengst til vinstrisennilega þekktasta dæmið. Fólk var hrætt við stefið, enda sást hákarlinn varla í myndinni. Slæm tónlist eða tónlist sem ekki passar getur skemmt annars ágæta mynd. Ég sá einhverja mynd um daginn þar sem tónlistin passaði engan veginn. Þetta var ágætis mynd en tónlistin var svo úr takt að ég var feginn þegar myndin var búin. Ég man ekki hvaða mynd þetta var. Það var því augljóst frá upphafi að tónlistin yrði að passa og vera góð.

Þau sem hafa skoðað Oktober Films síðuna hafa sennilega séð tónleikaupptökurnar af hollensku hljómsveitinni Nits. Upphaflega var ætlunin að söngvai og gítarleikari þeirrar hljómsveitar semdi tónlistina, en þegar til kom var enginn timi. Ég sneri mér því að næsta manni...

Guy Fletcher gekk til liðs við Dire Straits árið 1984. Hann spilar því hljómborð á Brothers in Arms og öllum plötum Mark Knopfler síðan. Ég hafði séð Knopfler á hljómleikum árið 2005 og þeim gamla tókst að gera mið að aðdáenda. Ég las, skoðaði, horfði á auka DVD-inn sem kom með Shangri-La og komst fljótt að því að Guy Fletcher var heilinn á bak við flestar plötur Marks. Ég ákvað að reyna, þó að líkurnar væru auðvitað engar...

Guy Fletcher er kunnugur kvikmyndatónlist. Hann hefur unnið við margar kvikmyndir með Mark Knopfler, en einnig samið tónlistina við 3-4 myndir sjálfur. Hann var því rétti maðurinn, en var mín mynd og skilmálar eitthvað fyrir hann? 

Mér til mikillar undrunar sló hann til. Vikurnar kring um áramótin 2006-2007 voru spennandi. Guy var að vinna við hljómleikaplötu Mark Knopfler og Emmilou Harris. Í jólafríinu samdi hann tónlistina og við vorum í sambandi. Allt þurfti að vera tilbúið sem fyrst, því Mark vildi taka upp nýja plötu.

Fólk sem séð hefur myndina er sammála um að tónlistin er góð, falleg, passi við, undirstriki samband persónanna. Það er allt gott og blessað og ég er í skýjunum yfir að hafa frumsamda tónlist í myndinni. Það er gott til þess að vita að sumir af stærri tónlistarmönnum samtímans eru að semja og spila vegna þess að þeir hafa gaman af því. Í stað þess að taka því rólega yfir hátíðirnar, samdi og spilaði Guy Fletcher tónlistina fyrir Svarta Sandinn.

Guy Fletcher er nú að vinna við sólóplötu en fer í hljómleikaferðalag með Mark Knopfler eftir áramót.

Fyrri færslur um Svartan Sand:
4 dagar - Anna Brynja Baldursdóttir
5 dagar - Jóel Sæmundsson
6 dagar - um gerð Svarta Sandsins
Oft ég Svarta Sandinn leit...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott að hafa alla sögu myndarinnar hér á blogginu

Gullvagninn (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 13:50

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Frábært að fá svona mann. Já allt getur staðið eða fallið með tónlistinni.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 28.11.2007 kl. 22:11

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Þetta er ótrúlega spennandi.
Ég er búinn að lesa og heyra svo mikið um myndina að get varla beðið þangað til 1 desember

Gunnar Helgi Eysteinsson, 29.11.2007 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband