Færsluflokkur: Kvikmyndir

Missi af...

Ég missi af þessu eins og svo mörgu sem gerist heima því ég erAnnaBrynja3small að rolast um í útlandinu sem margir íslendingar vildu vera í. Það er nefninlega þannig með marga að þeir vilja ekkert meira en að komast í burtu. Þegar þeir svo fara vilja þeir ekkert meira en að komast heim aftur. Svona er gangur lífsins, grasið er alltaf grænna hinumegin. Jafnvel þótt allt sé á bólakafi í snjó.

Annars hefði ég ekki tekið eftir neinu í dag. Ég var að vinna við að endurskrifa handritið Undir Svörtum Sandi, sem mun verða kvikmynd í fullri lengd um þau skötuhjú Emilíu og Pétur. Ef allt gengur eftir. Þetta verður allt öðruvísi. Sama sagan en séð frá allt öðru sjónarhorni. Sjáum hvað setur. 


mbl.is Kveikt á friðarsúlunni í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Diskurinn til Winnipeg?

Það er alltaf gaman að sjá hvað hópur vestur-íslendinga heldur í ræturnar. Það hefur verið ætlunin í mörg ár að fara til Kanada og skoða sig um í Winnipeg og annars staðar.

Kannski er það byrjun að ég sendi Svarta Sandinn á kvikmyndahátíðina sem fer þar fram í sumar. Nú er bara að bíða og sjá hvort tekið verði við henni. Ætli hún eigi meiri möguleika en annars staðar, eða eru áhrif Íslands kannski minni en maður heldur? Annars verður fólki auðvitað að líka myndin, annars gerist ekkert.

Diskurinn var þó ekki bara sendur til Kanada. Allir sem pöntuðu hann mega eiga von á honum á næstu dögum. Allir sem hjálpuðu til við gerð myndarinnar fá líka diskinn, því gamla útgáfan er úrelt. En hvað er á þessum diski?

Það eru fjórir matseðlar (athugasemd með íslenskri þýðingu á menu er vel þegin) í boði. Sá fyrsti býður upp á Black Sand (myndina með íslensku tali, enskum titlum og texta), Svartan Sand (allt á íslensku, þó ein mistök, því enskur texti britist (sem hægt er að slökkva á með Subtitles takkanum á fjarstýringunni)), Subtitles og Extras.

Sé Subtitles valmyndin valin fær áhorfandi að velja um að horfa á myndina með enskum, íslenskum, hollenskum eða sænskum texta.

Extras valmyndin er full að dóti sem ég henti inn, fólki til tímaeyðslu. Þar er hægt að velja Black Sand Theme. Þetta er nýja sýnishornið með nýju tónlistinni og útlitinu, sem ég setti í færslu fyrir um viku síðan. Einnig er Black Sand Trailer. Þetta er gamla sýnishornið og sýnir hve mikill munur er á endanlegu útgáfu myndarinna og þeirri fyrri. Black Sand Preview er fyrsta sýnishornið sem ég setti á netið haustið 2006, sýnishornið þar sem Emilíu er að dreyma. Þetta var reyndar atriði sem ég ætlaði að vinna úr, en það fór ekki lengra. Því næst er smábúturinn On the Set. Þar er hægt að sjá hvað okkur fannst leiðinlegt að gera myndina og hvað við vorum leiðinleg við hvort annað.

Previewið var ekki eina atriðið sem klippt var úr myndinni. Pétur, aðalpersónan, dó á söguöld í sínum torfkofa og Emilía, konan hans var heimsótt af látinni ömmu sinni. Þetta var ekki að virka eins og ég hefði viljað, svo ég klippti út bæði atriðin. Þriðja atriðið sem klippt var er það sem kallast Dance of Death í valmyndinni. Þar dansa aðalpersónurnar tvær meðan Emilía unga fylgist með, þar til allt er um seinan og dauðinn einn er framundan. Þetta var góð hugmynd í handritinu, en virkaði ekki í myndinni.

Síðasta valmyndin heitir einfaldlega Extra Extras og þar er hægt að sjá hluti sem ég hef gert en hafa ekkert með Svartan Sand að gera. Fyrst er sýnishorn úr gömlu myndinni, The Small Hours. Þetta var stuttmynd sem ég samdi og leikstýrði meðan ég var í námi. Við höfðum lítinn tíma og mig minnir að ferlið hafi verið tvær vikur, frá hugmynd til myndar. Hún var tekin upp á þremur nóttum, við vorum að frá kvöldmat til þrjú, fjögur, fimm að morgni og svo var farið í vinnu.

Síðan eru tvö myndbönd. Marike Jager syngur Focus. Þetta var reyndar sýnt á blogginu fyrir einhverjum mánuðum, en hér er þetta í DVD gæðum. Einnig er hægt að sjá Pispaal in de Wind eftir Rick Treffers. Þetta er eitt "myndbandanna" sem hann sýnir á risaskjá meðan hann spilar á tónleikum. Ekki myndband sem slíkt, svo ekki vil ég heyra folk vælandi yfir að það gerist svo lítið.

Þetta er sem sagt diskurinn sem fólk ætti að vera að fá í póst. Ég vona að ykkur líki og að þið látið vita hér að neðan. Þeir sem ekki hafa pantað diskinn geta gert það hér, eða með því að leggja inn á reikning 0325-26-000039, KT. 100569-3939. Öll framlög eru vel þegin, hvort sem það er hundraðkall eða hundraðþúsundkall. Greiði fólk meira en 1100 kr. eða 12 evrur mun ég senda disk. Ef ég næ að greiða upp kostnað með framlögum og öðru, mun ég skipta "gróðanum" með fólkinu sem hjálpaði til við gerð myndarinna, því allir unnu frítt.

Ég vona að ykkur líki. Takk fyrir stuðninginn! 


mbl.is Aldrei fleiri á þorrablóti í Ottawa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óskalög Sjómanna

Allir sem komnir eru yfir áttrætt muna sennilega eftir óskalögum sjómanna þar sem Gylfi Ægisson og aðrir áttu heima. Fyrirvinnan var að heiman svo dögum skipti og þá var ekkert annað að gera en að senda hvoru öðru óskalög. Stundum voru smellir líðandi stundar spilaðir, en yfirleitt voru þetta sjóaravísur.

Það er spurning hvort þetta lag Mark Knopfler hefði ekki verið vinsælt. Það heitir The Trawlerman Song (Lag Togarasjómannsins). Það er ekki bara textinn sem hefði passað við óskalagaþáttinn, heldur finnst mér lagið og spilamennskan svipuð því sem var í gangi. Kannski Lónlí Blú Bojs eða Lúdó hefði vippað þessu yfir á íslensku og gert megasmell úr því.



Það er svo auðvitað gaman að segja þeim sem ekki vita að hljómborðsleikarinn í þessu lagi samdi tónlistina við myndina sem ég var að senda fullt af fólki. Heimurinn er svo lítill ef maður heldur kíkinum öfugum.

Ég vonast til að hafa tíma til að blogga almennilega um DVD diskinn á mánudaginn. Á morgun þarf ég að taka upp hljómleika.

Góða helgi. 


Svartur Sandur í póst

Loksins er komið að því. Stuttmyndin Svartur Sandur er komin á DVD og fer í póst á morgun, fimmtudaginn 21. janúar 2008. Voða gaman, en af hverju hefur þetta tekið svona langan tíma?

Tökur fóru fram í ágúst 2006, en hugmyndin er mikið eldri. Ég held þetta sé í fyrsta (og sennilega síðasta) sinn sem ég segi frá því hvernig hugmyndin varð til. Ég var að keyra Hellisheiðina tvo tíma eftir miðnætti, sumarið 1988. Ég er að fara upp brekkuna fyrir ofan skíðaskálann. Efst í brekkunni sé ég stelpu standa við veginn. Hún var klædd í hvítt, eins og hjúkrunarkona, hélt ég. Ég sá hana of seint til að stoppa, en steig á bremsuna því ég vildi athuga hvort hún þyrfti far. Ég gat ekki ímyndað mér að einhver stæði við veginn uppi á heiði um nótt af gamni sínu. Þegar ég leit í baksýnisspegilinn var enginn þarna. Ég er viss um þetta því skyggni var mjög gott og bremsuljósin lýstu upp nóttina. Ég hélt áfram. Morguninn eftir var ég á Bitru og sagði afa frá þessu og hann sagði mér að á þessum stað hefði stelpa frá Selfossi dáið einhverjum árum fyrr. 18 árum seinna var þetta neistinn sem setti Svarta Sandinn af stað.

Ég skrifaði söguna í byrjun árs 2006. Um páskana var handritið tilbúið, með hjálp William Kowalski. Hann er þekktur sem höfundur bókarinnar Eddie's Bastard. Ég óskaði eftir  leikurum á netinu og fann Jóel og Önnu Brynju. Þau fundu mig, öllu heldur. Tökur fóru fram í ágúst á Eiríksstöðum í Haukadal, í Reynisfjöru við Vík í Mýrdal, Á Skógasafni og í Reykjavík. Við tókum upp eitt atriði á veitingastaðnum Pravda, en það var seinna klippt út.

Eftirvinna tók töluverðan tíma, enda unnu allir endurgjaldslaust þegar þau höfðu tíma. Ég byrjaði á að klippa myndina í áhorfanlegt form í september. Þessi útgáfa var 45 mínútur. Fljótlega var ég búinn að stytta hana í 35 mínútur. Johan Kriegelstein, sem hafði komið til Íslands til að hjálpa við tökur, tók við verkefninu og fínklippti.

Ég hafði verið í sambandi við Guy Fletcher, hljómborðsleikara Dire Straits, og hann samþykkti að semja tónlist fyrir mig. Með tónlistina í myndinni og klippinguna fínpússaða, tók ég við verkefninu vorið 2007. Mér fannst hún þyrfti að vera styttri. Ég klippti út þrjú atriði og lagaði til litina. Í ágúst 2007 var myndin tilbúin. Í desember var lesendum bloggsins boðið að sjá hana og um 1000 manns þáðu boðið.

Í janúar sendi Guy Fletcher mér nýja útgáfu af Black Sand Theme og bauð mér að nota það í myndinni. Ég fann góðan stað, en þar sem ég var farinn að grúska, ákvað ég að laga meira til. Litirnir voru ekki eins og ég vildi hafa þá, svo ég endurlitaði myndina eins og hún lagði sig. Ég breytti líka stafagerðinni til að gefa verkinu betri heildarmynd. Að lokum bjó ég til sýnishorn þar sem nýja útgáfan af Black Sand Theme var notuð.

Ég hafði hannað DVD disk, en hann var nú úreltur. Matseðlarnir litu allt öðruvísi út og höfðu lítið sameiginlegt með myndinni. Ég hannaði því diskinn upp á nýtt. Þetta endaði svo á að ég lagaði DVD hulstrið.

Hugmyndin er að þetta sé endanleg útgáfa og að ég geri ekkert meira við hana, nema kannski að bæta við erlendu textana.

Eins og kom fram í desember er hægt að sækja myndina endurgjaldslaust. Nýja útgáfan er mikið fallegri og ég veit ekki hvort ég vilji láta fólk sjá þá gömlu, en hún er enn á netinu fyrir áhugasama. Fólki er svo velkomið að greiða fyrir áhorfið, það gjald sem það telur vera sanngjarnt. Öll innkoma er notuð til að greiða upp kostnað, og náist það, borga þeim sem hjálpuðu til.

Hægt er að leggja inn á PayPal reikning minn á sömu síðu og myndin er sótt. Einnig er hægt að leggja inn á íslenska bankareikninginn 0325-26-000039, reikning 39 í Kaupþingi á Selfossi. Kennitala er 100569-3969. Allar upphæðir eru velkomnar, en borgi fólk 1100 krónur (12 evrur) eða meira, mun ég senda þeim DVD disk. Þetta er hvorki lágmarks- né hámarksupphæð. Ég vil bara sýna þeim auka þakklæti sem borga nóg til að standa undir framleiðslu- og sendingarkostnaði. Ég er auðvitað óendanlega þakklátur öllum sem hjálpa til.

Ég vona að fólki líki myndin. Endilega skrifið dóma þegar þið eruð búin að sjá hana.


Vel heppnað grín?

Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki séð þáttinn, þar sem ég er að rolast um í Hollandi. Það er þó deginum ljósara að ef Spaugstofan er þetta mikið í umræðunni eru þeir að gera eitthvað rétt. Var það ekki David Bowie sjálfur sem sagði að það væri ekkert til sem héti slæmt umtal? Meðan fólk er að tala um mann er allt í góðu. Ekkert er verra en að vera gleymdur í skemmtanabransanum. Stjórnmálamenn verða auðvitað að gera ráð fyrir að gert sé grín af þeim, sérstaklega ef þeim gengur vel og tekst að næla sér í lykilstöður.

Þetta er auðvitað smámál miðað við það sem er að gerast hér í Hollandi. Maður að nafni Gert Wilders, sem er svolítið líkur Ólafi, hefur verið mikið í fréttum síðustu árin. Hann er töluvert til hægri og hefur eytt miklum tíma í að tala á móti Islam. Hann er nú að vinna við kvikmynd um trú Múhameðs og hans áhangendur og er andrúmsloftið svo lævi blandið að honum hefur verið ráðlegt að fara úr landi. það sé bara tímaspursmál hvenær hann hljóti sömu örlög og Pim Vertuin og Theo van Gogh, sem voru báðir myrtir af öfgamönnum. Ég tók reyndar á móti honum um daginn þar sem hann var að koma inn á Schiphol og það biðu tveir svartir BMWar, sennilega skotheldir, eftir honum við útganginn. Hann fór ekki gegn um flugstöðina.

Það er svo af mér að frétta að ég er gleymdur. Allavega miðað við suma. Stuttmyndin Svartur Sandur er endanlega tilbúin, diskarnir eru tilbúnir og fara í póst á morgun eða hinn og ég er að senda hana á kvikmyndahátíðir. Mér datt í hug að senda hana á Winnipeg International Film Festival sem fer fram í maí og júní. Spurning hvað vestur-íslendingunum finnst um hana. Ég er með fleiri hátíðir í sigtinu, en meira um það seinna. Allavega, þeir sem pöntuðu myndina í desember ættu að fá hana inn um lúguna eftir helgi.

BlackSandStill01Svo er það málið með íslenska bankareikninginn. Hann er tilbúinn, ég hef fengið aðgang að gamla Búnaðarbankareikningnum mínum á Selfossi. Þeir sem vilja myndina á DVD eða vilja einfaldlega styrkja íslenska, sjálfstæða stuttmyndagerð er bent á að leggja hvað það sem aflögu er fært inn á reikning:

0325-26-000039

Á íslensku er þetta reikningur 39 í Kaupþing banka á Selfossi. Sé fólk að leggja inn, vinsamlega látið mig vita. Emilinn er að finna efst á þessari síðu. Vilji fólk sjá sýnishorn, bendi ég á færsluna að neðan.

Ég vonast svo til að sjá dóma hér á blogginu þegar diskurinn er kominn í hús! 


mbl.is Ekki yfir strikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýtt myndband við nýja tónlist með nýjum litum og stöfum

Fyrirsögnin segir allt. Þá er ekkert annað að gera en endurtaka sig.

Guy Fletcher sendi mér nýja útgáfu af Black Sand Theme, lokalaginu af nýja diskinum hans. Ég setti það inn í myndina, en þar sem ég var að fikta hvort eð var, fór ég að fikta meira. Ég lék mér með liti og gerði myndina eitthvað dramatískari með því að breyta þeim. Svo var ég ekki sáttur við stafagerðina og breytti henni. Að lokum gerði ég trailer, sýnishorn, myndband, eitthvað við nýju tónlistina. Gæðin eru auðvitað frekar hallærisleg, enda er þetta tekið að youTube. Þetta gefur þó hugmynd um hvernig hlutirnir líta út í endanlegu útgáfunni.

Svo er um að gera að fylgjast með blogginu í vikunni. Ég mun henda inn reikningsnúmeri fyrir 61% lesenda sem vilja borga en ekki með korti. Kannski að ég setji líka myndbandið að neðan á netið í HD gæðum. Hver veit?

Þar sem myndin er tilbúin, sænski textinn kominn í hús og Svarts Sands Þemað tilbúið og myndin tilbúin fyrir DVD, en líka meira en líklegt að diskarnir fari í póst í vikunni.

Takk fyrir að fylgjast með!

 


Getur það verið?

Ég er ekkert hissa. Mér hefur sjálfum verið meinilla við þá frá því ég man eftir mér. Amma Mats (barnsins Krustyvor) keypti risastóran trúð handa honum en varð að skila honur, selja, gefa... allavega koma honum í burtu. Mamma Mats var ekki á því að kvikyndið kæmi hér inn fyrir dyr.David Bowie

Trúðar eru líka oftast sýndir sem illir og kvikyndislegir eða sem misheppnaðir karlar i kvikmyndum. Frægustu trúðarnir eru sennilega Krusty úr Simpsons, the It úr bók og mynd eftir Stephen King og Ronald McDonald, sem ég hafði aldrei gaman af.

Svo klæddi David Bowie sig upp sem trúð á plötunni Scary Monsters (and Super Creeps). Nafnið segir allt.

Það verður þó að gefa þeim að í sirkus, þar sem þeir eiga heima, eru þeir ekki svo slæmir. Trúður þarf að kunna allt. Ég held að besta fimleikafólk í heimi séu trúðar. En út fyrir sirkusinn eiga þeir ekkert erindi.

---

Það er svo af myndinni að frétta að ég verð kominn með íslenskan bankareikning á næstu dögum. Ég er búinn að fá nýju útgáfuna af Black Sand Theme. Hún sómir sér vel í myndinni. Þar sem ég var að fikta hvort eð er, fór ég í að laga til litina. Ég held að þó ég hafi ekkert klippt, verði þetta allt önnur mynd. Þetta var dropinn, neistinn "the something" sem hún þurfti. Hún ætti að vera tilbúin í vikunni. Ég vonast til að geta sett diskana í póst í næstu viku. 


mbl.is Börn eru hrædd við trúða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tónlist Svarta Sandsins gefin út!

Gleðilegt ár, lesandi góður.

Ég var að heyra frá Guy Fletcher, þeim sem samdi tónlistina við stuttmyndina. Hann hefur verið að vinna við upptökur á sólóplötu undanfarið. Það mætti halda að Mark Knopfler héldi honum ekki við efnið, en það er Guy Fletcher - Inamorataalls ekki málið. Þeir hafa verið að spila á "prómótúr" undanfarið og fara á hljómleikaferð á næstu vikum, þar sem nýjasta plata Knopflers, Kill to get Crimson, verður kynnt. Maðurinn er bara ekkert annað en vinnualki, virðist vera.

Platan, Inamorata, kemur út 28. janúar. Lokalagið verður Black Sand Theme, eða Theme from Black Sand. Veit ekki. Allavega, titillagið úr stuttmyndinni verður lokalagið á diskinum. Hann sagði mér að það hefði verið tekið upp aftur, nú með fiðluleikara og flautu. Það á að hljóma mikið betur. Ég fæ lagið í vikunni og mun setja það inn í myndina. Fyrst maður er að opna verkefnið aftur, er alveg eins gott að sjá hvað hægt er að gera til að bæta myndina. Ég var að spá í að leika mér með litaval og gera myndina fallegri. Ég klippi hana ekki til, þetta hefur eingöngu með útlit að gera. Þeir sem pantað hafa diskinn fá hann þegar þessari vinnu er lokið. Svo er ég að bíða eftir sænska textanum.

Þeir sem hafa séð myndina, er eitthvað sem ykkur finnst að þurfi að bæta? Nú er síðasta tækifærið til að breyta einherju. Svo er auðvitað um að gera að kíkja á heimasíðu Guy Fletcher og panta sér disk.


Nýársvarp

Góðir íslendingar og aðrir,

Nú árið er liðið, að mestu. Þetta hefur sennilega verið hraðskreyðasta ár í mínu lífi. Ég man hvernig ég drakk mig ekki fullan í síðustu viku til að halda upp á hið nýja ár, 2007. Ég man hvernig Filma1ég pikkaði færslu þar sem ég sagði frá öllu því sem ég ætlaði að gera á árinu. Það varð auðvitað ekkert af neinu, nema að ég man eftir að hafa farið á klósettið einu sinni. Restin er eitt stórt blör, svört hola sem gleypti allt. Þannig lagað.

HerbergiÁ árinu 2007 var ég með svipað í tekjur og fyrstu tvo mánuði 2006. Ég sagði nebbla upp vinnunni og ákvað að gerast kvikyndagerðarmaður. Það hefur ekkert með pening að gera, virðist vera, því ég fór í hlutastarf og það er ennþá að borga reikningana... þannig lagað. En var 2007 gott ár? Sjáum til.

Í janúar fæddist unginn. Ég var varaður við að hann myndi umturna öllu og að áætlanir mínar myndu breytast hraðar en. Það var rétt. Hann er sætur og góður, en étur upp allan minn tíma, fyrir utan það þegar ég er að rembast við að nappa pening á Schiphol flugvelli. Kvikmyndagerð? Þetta er að breytast í tómstundagaman án tómstunda. Við komum í heimsókn til Íslands í apríl til að halda upp á afmæli afa. Sambúð vor var vígð í Skotlandi í júní. Kisan dó í haust og við fengum okkur nýja.

Ekki gerði ég heimildamynd um Rúmeníu. Stuttmyndin var ekki tilbúin fyrr en í ágúst. Kvikmyndin í fullu lengdinni er ekkert annað en hálfklárað handrit. Ég hjálpaði þó við gerð tveggja hljómleikamynda þar sem gamlir raggíguðir frá Jamæku komu fram í Hollandi, þeir Winston Francis og Alton Ellis. Einnig gerði ég tólf myndbönd fyrir hollendinginn Rick Treffers, sem eru sýnd meðan hann spilar lög af nýútkomnum diski sem enginn hefur heyrt. Við erum svo að fara út í að gera alvöru myndband við lag af diskinum fyrrnefnda.

2008? Veit ekki. Ég er hættur að rembast, í bili. Handritið er enn í vinnslu og ég er með slatta af hugmyndum, svo einn daginn verður myndin gerð. Svo hitti ég stelpu um daginn. Við fórum að tala og það fæddist hugmynd. Gæti verið stórskemmtilegt. Hvað gerir geimvera á jörðinni ef hún kemst ekki til baka? Þessi hugmynd varð til eftir að Svarti Sandurinn fór á netið. Við vildum sjá hvort hægt væri að taka það dæmi, dreifingu á netinu, lengra. Meira um það seinna, en ef þú veist hvað strönduð geimvera myndi gera meðal oss, láttu endilega vita. 

Sem sagt, 2007 skilur eftir blendnar tilfinningar og 2008 er óvissan ein. Sjáum til.

Vér óskum öllum óbrenndra áramóta og gleðilegs árs. 


mbl.is Ráðleggur hvernig efna megi nýársheitin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Criterion

Spines_ShortMovies

Fyrir nokkru síðan fékk ég þá flugu í höfuðið að íslenskar myndir þyrfti að varðveita. Það er þekkt mál að filma skemmist með tímanum, svo ekki er upphaflega formið gott til geymslu. Svo finnst mér líka að list sé lítils virði fái fólk ekki að njóta hennar.

366_box_128x180Eitt besta átak sem ég veit um er Criterion safnið. Merkilegum myndum er safnað saman, þær hreinsaðar og lagfærðar eins vel og nútímatækni leyfir. Myndin er svo sett á high-definition stafrænt form til geymslu. Að lokum er myndin svo gefin út á DVD í betri gæðum en áður hafa sést og með miklu aukaefni. Það skemmtilega við Criterion safnið er að um er að ræða myndir allstaðar að úr heiminum, hvort sem það er Hollywood, Bollywood, Japan eða Svíþjóð. Það minnst skemmtilega er að það sem þetta er bandarískt átak, eru myndirnar einungis fáanlegar á Region 1 NTSC diskum.

Ég fékk sem sagt þessa hugmynd. Hvernið væri að skanna inn bestu eða merkilegustu íslensku kvikmyndirnar, sjá til þess að þær varðveitist og gefa út á diskum sem eru þeim sæmandi.  Þetta þyrftu ekki bara að vera kvikmyndir, heldur mætti gefa út stuttmyndasöfn og fleira.

En ég á engan pening, svo það þarf einhver annar að taka þetta að sér. 


mbl.is Kvikmyndafortíðin varðveitt til framtíðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband