Færsluflokkur: Kvikmyndir
11.4.2008 | 21:19
Að fórna sér fyrir börnin
Þegar sú ákvörðun að eignast barn er tekin, veit maður að það þarf að fórna ýmislegu á meðan það er að vaxa úr grasi. Þetta á sennilega sérstaklega við um fyrstu árin. Það hefur margt farið öðruvísi en ætlað var á síðustu tveimur árum. Ég hef ætlað að gera margt en ekki farið í það vegna tímaskorts. Ég byrjaði til dæmis að skrifa handrit í fullri lengd fyrir um ári síðan, en ég hef aldrei komist í að klára það því alltaf er nóg að gera í kring um barnið. Þó hef ég reynt að vinna sem mest í kvikmyndagerðinni til að halda dæminu gangandi. Mest hafa þetta verið verkefni fyrir aðra. Hún hefur þó þurft að taka þriðja sætið, á eftir barnauppeldi og launaðri vinnu.
Í dag varð ég að gefa frá mér skemmtilegt verkefni. Mér var boðið að ferðast um Evrópu í þrjár vikur og kvikmynda merkilega staði. Þetta átti svo að nota í kynningarmyndbönd. Mér voru boðin góð laun með fullu uppihaldi. Hefði barnið ekki verið til staðar væri ég farinn.
Mats er auðvitað þess virði og ég hika ekki við að setja hann í fyrsta sæti, en þetta hefði verið skemmtilegt ævintýri. Við förum bara saman í Evrópuferð þegar hann hefur vit á því.
28.3.2008 | 09:34
Gott mál, eða hvað?
Ég var of fljótur á mér, skrifaði færslu um torrent mál í gær. Ég þykist hafa eitthvað vit á þessu þar sem ég gerði tilraun með dreifingu á netinu í desember.
Færslan frá í gær þar sem ég lýsi yfir vonbrigðum með Víkingaflóa er hér.
Færsla sem ég skrifaði í febrúar þar sem ég kom með niðurstöðu tilraunarinnar er hér.
Máli gegn Istorrent vísað frá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 09:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2008 | 10:43
Að rolast í útlandinu...
Skemmtileg frétt, frábært framtak. Alveg hefði ég verið til í að vera heima og kvikmynda verknaðinn. Það er annars oft sem ég sé hluti gerast á Íslandi sem fá mig til að velta því fyrir mér hvað ég sé að rolast hér í Hollandi. Það er svo margt að gerast heima. Kannski ég þurfi bara að horfa betur í kring um mig hér, en maður er alltaf meira heima í föðurlandinu, hversu lengi sem maður býr erlendis.
Allavega, flott framtak. Til hamingju, Góðverkasamtök.
Máluðu yfir veggjakrot í miðborginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.3.2008 | 10:38
Spennandi verkefni
Sjálfstætt Fólk eftir Halldór Laxness yrði án efa stórkostleg mynd í réttum höndum. Anthony Minghella hefði eflaust gert stórmynd úr þessu. Ég vona að Pegasus nái að framleiða myndina. Ef ég get eitthvað gert er ég til...
Minghella vildi gera Sjálfstætt fólk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.3.2008 | 17:18
Torrent ævintýrið dáið?
Fyrr í dag sá ég frétt á MBL.is þar sem Vodafone var að kvarta yfir því að merki þess væri sjáanlegt á thevikingbay.org.
Eins og lesendur þessa bloggs vita hef ég áhuga á netinu og niðurhali. Stuttmyndin Svartur Sandur var sett á netið í desember í kjölfar málsins í kring um Torrent.is. Ég skráði mig inn sem notandi á Viking Bay fyrir nokkru síðan til að skoða hvað væri í gangi. Ég er ekki svo viss um að þessir hlutir séu á góðri leið.
Það varð frægt þegar Páll Óskar bað Torrent.is um að fjarlægja nýju plötuna sína. Það var gert, vegna þess að hann bað um það án þess að vera með leiðindi. Nýja síðan, Viking Bay, sem spratt upp eftir að Torrent.is var lokað fjarlægir ekki efni þótt beðið sé um það. Skráaskipti eru komin til að vera og það er lítið sem við, framleiðendur kvikmynda og tónlistar, getum gert í því, nema að reyna að notfæra okkur þessa nýlegu tækni. Þó að Torrent.is hafi farið fyrir brjóstið á sumum, hikuðu þau ekki við að fjarlægja íslenskt efni, enda erum við svo fá og markaðurinn lítill. Það munar um hvern seldan disk. Því miður virðist sami skilningur ekki vera fyrir hendi á Víkingaflóa.
Hér á eftir má lesa bréfaskrif sem ég fann á "Hótanir" hluta Viking Bay. Það er leiðinlegt ef þetta er viðhorfið.
Ef einhver vill ekki að ég sé að birta þetta má láta mig vita.
Þessu bréfi var svarað af stjórnendum TVB vegna þess að Unnar var í útlöndum er það var sent
Póstur #1 frá Zolberg
Sæll kæri viðtakandi
Ég heiti Ragnar Sólberg og er söngvari hljómsveitarinnar Sign auk
þess að reka útgáfufyrirtækið R&R músik
Ég hef komist að því að platan okkar "The Hope" er til niðurhals á
thevikingbay og í gær voru 150 manns búnir að downloada henni.
Við höfum marg rætt þetta á milli okkar og við viljum ekki að platan
sé á síðunni ykkar (eða annari) í heilt ár eftir að hún kemur út.
Ég vil því biðja ykkur/þig fallega um að fjarlægja plötuna sem fyrst
og vona að ég þurfi ekki að beita öðrum aðferðum til að koma því í gegn.
kv. Ragnar
Svar #1 frá Stjórnanda
Sæll, Ragnar, afsakaðu hvað ég svara seint.
Plötuni ykkar hefur þegar í stað verið eytt útaf.
Ástæða eyðingar,
Þar sem póstur þinn hljómar vinalegur þá gerum við það að eyða þessu eintaki útaf.
Póstur #2 frá Zolberg
Ok cool
Takk kærlega fyrir það
Stjórnandi sem var með völd á sínum tíma gerði þetta í leyfisleysi. Þetta var leiðrétt:
Leiðrétting frá Stjórnanda
Sæll Ragnar, Ég (************) skrifa fyrir hönd TheVikingBay núna, og vill segja þér að
einhver misskilningur hefur verið á milli stjórnenda, þar sem við eyðum engu efni útaf vefsíðunni okkar.
Sá stjórnandi gerði það í leyfisleysi, og munum við sjá til þess að þetta gerist ekki aftur.
Ef einhver notandi sendir inn eitthvað efni með Sign inn, munum við ekki eyða því aftur að ósk þinni eða einhverra annara,
því það er ekki stefna okkar.
Við munum ræða þetta við þann stjórnanda sem eyddi efninu út.
Ég afsaka þennan misskilning, þetta mun ekki koma fyrir aftur og mun efni þitt haldast inni á vefsíðunni okkar.
Í von um gott samstarf, og í von að þetta eyðileggi ekki traustið á milli okkar, TheVikingBay.
Póstur #3 frá Zolberg
******** ********
Ef þú vilt fara erfiðari leiðina þá er það í lagi mín vegna, ég er alveg viss um að þú átt ekki eftir að vinna þá baráttu
Annað hvort með lögum og reglugerð eða blóði og barsmíðum : )
Heyri í þér fljótlega
og já þú ert afsakaður
kveðja Ragnar
Leiðrétting #2 frá Stjórnanda
stfu
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 17:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
19.2.2008 | 22:18
Næsta mynd um tunglið?
Ég tók upp almyrkvann fyrir ári síðan. Hugmyndin var að gera mynd með fallegri tónlist, en ég hef ekki haft tíma til að koma þessu í verk. Vonandi kemst ég í þetta á næstu vikum. Trixið við þessa mynd verður að vera tónlistin. Sjáum til.
Annars notaði Hergé tunglmyrkvasöguna í bókinni Fangar Sólhofsins, þar sem Kolbeinn kom í veg fyrir að Tinni og felagar yrðu brenndir á báli. Þar var að vísu um sólmyrkva að ræða, en er þetta ekki sama sagan?
Almyrkvi á tungli annað kvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.2.2008 | 09:31
Eru allir þjófar?
Stutta svarið er nei. Langa svarið er aðeins lengra.
Eins og báðir fastagestir þessa bloggs vita gerði ég tilraun í desember. Þá var SMÁÍS mikið í fréttum og blogguðu margir um fasískar aðfarir þeirra gegn torrentsíðum á Íslandi. Allir voru stimplaðir þjófar, var sagt. Væri verði stillt í hóf og milliliðir fjarlægðir myndi fólk borga fyrir tónlist, kvikmyndir og tölvuforrit. Það vildi þannig til að ég var með tilbúna stuttmynd og ákvað ég að prófa hvort þetta væri rétt.
Stuttmyndin var sótt vel yfir 1000 sinnum á mína síðu. Hún var komin inn á nýja torrent síðu innan örfárra daga. Ég veit ekki hversu oft hún var sótt þangað, en ég geri ráð fyrir að heildarniðurhal sé ekki undir 1500. Það má því segja að myndin hafi slegið í gegn, þannig lagað, miðað við að hún var bara kynnt hér og í lítilli frétt á MBL.is. Þetta er allt gott og blessað, en ég lifi ekki á niðurhali annara. Það kostar mig reyndar, þar sem ég þarf að halda úti vefsvæði sem ræður við niðurhal upp á einhver gígabæt á mánuði. Hvernig yrði þetta fjármagnað?
Ég bauð fólki að sækja myndina og borga hvað sem það vildi. 100 kall, þúsundkall, milljón. Skiptir ekki máli, hugmyndin var að sem flestir borguðu eitthvað. Að vísu bauðst ég til að senda diskinn þeim sem borguðu 1100kr eða meira. Ég vildi sanna að fólk myndi styrkja þau verkefni sem væru boðin á skikkanlegu verði án milliliða. Ég gerði myndina og fólk gat ákveðið verðið sjálft. Það er hægt að gera ráð fyrir að fólk sem sækir myndina hafi áhuga á henni og ættu greiðslur að vera í einhverju samhengi. Það var þó ekki þannig. 15 manns hafa greitt fyrir myndina, eitt prósent hefur greitt fyrir niðurhalið. Það verður því miður að segjast að flestir vilja allt fyrir ekkert. Ég tek auðvitað ekki fyrir það að 99% hafi hreinlega fundist myndin leiðinleg og ekki þess virði að styrkja. Það get ég ekki dæmt um.
Í gær tók ég myndina af netinu. Sala verður að gerast með öðrum hætti. Það er ennþá hægt að kaupa diskinn með því að leggja inn á PayPal reikninginn eða reikning minn í Kaupþingi og hafi fólk áhuga er það vel þegið. Auðveldast er þá að leggja inn á reikning 39 á Selfossi, kt. 100569-3939. Boðið stendur enn, 1100 kall eða meira og ég sendi DVD.
Ég er ennþá sannfærður um að dreifing á netinu er framtíðin, en það þarf sennilega að skikka fólk til að borga fyrst og horfa svo.
Sjóræningjar herja á Nintendo | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 21:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
18.2.2008 | 08:50
Blu-Ray is dead!
Þannig lagað. Auðvitað eiga eftir að seljast myndir á blágeisla diskum, en ég held að framtíðin sé niðurhal. AppleTV er að gera sniðuga hluti. Þetta er lítill kassi sem tengdur er við sjónvarpið í einn endann og netið í hinn. Hægt er að ná í youTube efni beint. Það sem betra er, fyrir HD áhugafólk er að hægt er að ná sér í HD myndir á iTunes á örfáa dollara. Minnir að það hafi verið 4-5 dalir, myndin. Maður situr sem sagt á sófanum með fjarstýringu í hendi, velur sér mynd, poppar og þegar poppið er tilbúið horfir maður á HD myndina. Einfalt og auðvelt. Sparar líka hillupláss.
Hvítt flagg hjá HD-DVD? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 08:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.2.2008 | 08:42
Ha? Hvað áttu við? Pillur?
Nú verð ég að viðurkenna að ellin er farin að segja til sín. Ég les fyrirsögn sem virkar spennandi því ég er að reyna að rembast við að selja mynd. Þar sem ég á ekki búð er um póstverslun að ræða. Svo ég les.
Ég les um pillur. Ég er engu nær. Ég hefði sennilega þurft að vita meira um málið áður en ég las þessa frétt. Kannski er þetta framhald gamallar fréttar sem ég las ekki. Alla vega fannst mér skrítið að lesa fyrirsögnina "Liðkað fyrir póstverslun" og sjá svo að fréttin var um pillur, þó án þess að segja hvaða pillur eða hvað þær hafa með póstverslun að gera. Kannski fyrirsögnin hefði átta að vera "Pillur II: Póstverslun!" með tilvísun í gömlu fréttina.
Ekki vil ég setja út á fréttina. Ég skil hana ekki, svo ég get ekki dæmt um hana. Það er sennilega bara farið að rykfalla milli eyrnanna á mér.
Hvað um það, í tilefni þess að í dag er Sunnudagurinn 17. febrúar 2008, og að pillur koma fyrir í handritinu sem ég að vinna í vil ég endilega endursýna sýnishornið úr hinni margrómuðu stuttmynd Svartur Sandur.
Liðkað fyrir póstverslun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 08:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.2.2008 | 09:35
Óttinn er ekki svo slæmur
Fyrir rúmu ári stóð ég uppi á þaki fjölbýlishúss og horfði niður. Það var ekkert öryggisnet, en ég ákvað samt að stökkva. Ég er ennþá í fallinu og veit ekki hvort ég muni lenda á fótunum. Það verður að koma í ljós.
Líf okkar er ekki svo langt. Klisja, en það er bara svoleiðis. Flest látum við eins og við höfum ótakmarkaðan tíma. Það kemur þó að því að lokastundin nálgast og þá getur verið erfitt að horfa til baka. Hvað gerði ég? Var líf mitt einhvers virði? Skil ég eitthvað eftir mig? Skiptir það einhvern einhverju máli hvort ég hafi lifað eða ekki? Börnin manns eru yfirleitt fegin að við höfum verið til og þar með gert þeim mögulegt að vera til, en lífið gengur ekki bara út á að vera útungunarvélar.
Það er gott að geta skapað, hvort sem það er í frístundum eða ekki. Það er örugglega gaman að hafa skapað merkilega hluti og sjá börn manns komast á aldur og uppgötva hvað "sá gamli/gamla" gerði. Það hlýtur að vera frábær tilfinning að gramsa í gamla dótinu uppi á háalofti og uppgötva óútgefna bók eftir afa sinn, eða kannski bara vel skrifuð bréf eða greinar. Þetta gat hann þá, hugsar maður og veltir fyrir sér því sem maður vissi ekki um gamla manninn. Maður fer aftur í tímann og kynnist fólki sem er farið.
Þegar ég kláraði Svarta Sandinn um daginn, hugsaði ég með mér, ef ég dey á morgun mun Mats ekki þekkja mig. Hann mun ekki muna eftir pabba sínum. Allt sem hann hefur eru ljósmyndir og það sem aðrir hafa sagt honum. Kannski hann myndi kynnast mér betur ef hann fyndi eintak af myndinni uppi á hálofti eftir 20 ár. En ég er ekkert að spá í að hrökkva alveg strax.
Það er gaman að lesa um framtak Ólafar. Ég vona að sem flestir finni þetta eitthvað sem gerir líf þeirra pínulítið meira virði með því að stökkva fram að brúninni, hvort sem það er gert með öryggisneti eða ekki.
Markmiðið að stíga inn í óttann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |