Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
8.12.2008 | 04:04
Hvað gerist nú?
Á undanförnum árum hefur íslenskum kvikmyndum fjölgað, en það sem meira máli skiptir, gæðunum hefur farið mikið fram. Íslenskar kvikmyndir eru ekki lengur einfaldar, ofleiknar blótsyrðakrukkur. Það er gaman að sjá Mýrina á þessum lista og Baltasar verða smám saman nafn úti í heimi. Köld Slóð var ekki síðri, nema kannski kameruvinnan í upphafi myndarinnar. Svo var Astrópía að fá viðurkenningu um daginn á fantasíuhátíð í Bandaríkjunum. En hvað gerist nú, þegar allir eru að fara á hausinn. Hvaða áhrif mun hrunið hafa á kvikmyndagerð á Íslandi?
Ég var að lesa reglur Kvikmyndamiðstöðvarinnar og komst að því að sú stofnun leggur til allt að 40% af heildarkostnaði myndarinnar en að sá kostnaður megi ekki vera innan við 50 milljónir. Þetta er sjálfsagt gert til að sía út þá sem er ekki alvara, en ég var samt ekki viss um að þetta væri rétta leiðin. Ísland er lítill markaður og mér finnst það skipta máli að myndir reyni að standa undir sér.
Einhvern tíma skrifaði ég um sjö milljóna kvikmyndir. Sú tala gæti verið breytt í dag vegna gengisfalls krónunnar, en hugmyndin ætti að vera skýr. Ég vildi stofna sjóð eða fyrirtæki sem framleiddi, eða aðstoðaði við framleiðslu kvikmynda í fullri lengd sem kostuðu ekki meira en sjö milljónir, fullkláraðar. 10 myndir yrðu framleiddar árlega. Þetta hljómar kannski eins og verksmiðja, en það er líka hægt að segja um Hollywood og ekki er allt slæmt sem þaðan kemur.
Hvað sem við erum nú, verðum við að sjá til þess að menning okkar íslendinga verði ekki fórnarlamb kreppunnar, því án menningar erum við ekkert.
Setti inn tvo hlekki á eldri færslur eftir að færslan var skrifuð:
26.08.07, Kvikmyndalandið Ísland
05.11.08, Hrunið - Kvikmynd um fall Íslands
![]() |
Mýrin ein af bestu myndum ársins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 11:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.12.2008 | 20:02
Nei! Hingað með spillingarliðið!
Klára fréttina strákar (eða stelpur). Hvað á bankinn að kosta? Af hverju á að selja núna? Er hann ekki í eigu ríkisins? Af hverju fáum við þá ekki að vita um leynireikningana á Caymaneyjum og peningana sem á að hafa verið stungið undan gegn um KaupLux? Eru það ekki okkar peningar sem ættu að fara í skuldir? Af hverju á að selja vinum fyrrverandi bankastjórnenda? Af hverju voru þeir með 67 millur á manuði ef þeir bera enga ábyrgð? Hverju er verið að leyna?
Spurningin er, hefur einhver áhuga á að koma þessu skeri til hjálpar eða á bara að láta pakkið (þjóðina) éta það sem úti frýs?
![]() |
Eignast líbýskur banki Kaupþing í Lúxemborg? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.12.2008 | 12:50
Merkilegt fólk

Lakota er falleg mynt, gefin út af fallegu fólki. Myntin er ekki bara útlitslega falleg, hugsunin á bak við hana er jafnvel enn fallegri. Því fleiri dollarar, krónur eða evrur sem prentaðar eru, því verðminni verða þær og það eiga þeir við þegar þeir segja að ríkisstjórnin sé að stela af þegnunum. Ef dollarinn fellur um 30% í gildi vegna offramboðs, á hver þegn 30% minni eignir. Það má kalla gengisfall þjófnað.

Þjóðflokkurinn var upphaflega kallaður Dakoda, en þeir breyttu um nafn þegar þeir voru hraktir frá sínum upphaflegu svæðum kring um stóru vötnin á landamærum USA og Kanada. Þeir börðust fyrir sjálfstæði en töpuðu orrustunni við Wounded Knee árið 1890. Áður höfðu þeir sigrað Custer í orrustunni við Little Big Horn, eins og frægt er.
Gull- og silfurpeningar eru kannski hugmynd sem fleiri geta skoðað, því á meðan góðmálmar halda sínu verðgildi, heldur myntin því líka.
Meira um þetta merkilega fólk má lesa hér.
![]() |
Lakóta þjóðin stofnar banka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 12:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
27.11.2008 | 21:52
Stýrivextir lækkaðir í 1%
Mér skilst að IMF hafi farið fram á 18% stýrivexti til að verja krónuna og landið fyrir meiriháttar fjármagnsflótta. Nú virðast snillingarnir hafa komist að sömu niðurstöðu og sauðirnir sem vissu alltaf að erlendir fjárfestar myndu panikka og stóru lánin okkar hverfa úr landi. Þá er bara að setja ný neyðarlög sem setja upp Berlínarmúr fyrir peninga.
En ef peningarnir eru fastir á Íslandi og engin hætta á flótta, þarf ekki svona stýrivexti. Þá má lækka stýrivexti niður í 1% eins og IMF vill að öll hin löndin geri.
Af hverju fæ ég á tilfinninguna að ráðafólk sé að impróvísera og hafi ekki hugmynd um hvað skal gera?
![]() |
Geta stöðvað gjaldeyrisflutninga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 21:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.11.2008 | 07:11
Burt Með Spillingarliðið!
"...Samson Properties sem á tugi fasteigna við Skúlagötu, Hverfisgötu, Laugaveg, Vitastíg og Frakkastíg..."
Ef þetta er sami Samson og setti okkur á hausinn á að taka þessa tugi fasteigna upp í skuldir. Það er óþolandi að á meðan almenningur er skuldsettur langt fram yfir það sem hægt er að borga, eru þessir "menn" að pæla í því hvað þeir eigi að gera við allt draslið sem þeir eru búnir að safna.
![]() |
Fáir að fara að byggja í miðbænum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.11.2008 | 05:42
Hvað eru 54 milljarðar? ... burt með spillingarliðið
Við erum endalaust mötuð á endalausum tölum. Hundrað milljarðar þarna, þúsund hér. Við munum þurfa að borga í áratugi eða við verðum orðin fín eftir tvö ár. Hvað sem okkur er sagt, þá er bara einn sannleikur í málinu. Íslendingar eru látnir borga skuldir sem þeir skrifuðu ekki einu sinni upp á. En hvað eru 54 milljarðar mikið?
Það væri hægt að gera 540 íslenskar bíómyndir fyrir 100 milljónir stykkið. Það þykir íslensk stórmynd.
Segjum að það taki rithöfund sex mánuði að skrifa skáldsögu og hann fái 300.000 á mánuði, væri hægt að fjármagna skrif 30.000 íslenskra bóka.
Hægt væri að kaupa 2700 íbúðir fyrir þetta, miðað við 20 milljónir stykkið.
Þetta nægir fyrir 36.000 fjölskyldubílum (1,5 milljón stykkið).
Þetta eru mánaðarlaun nýju bankastjóranna í 2250 ár, nóg til að borga öllum þremur tvær milljónir á mánuði í 750 ár.
Þetta nægir til að borga hjúkrunarfræðingi laun í 18.000 ár.
Ég er bara að tala um það sem við erum að borga fyrir Kaupþing í Þýskalandi, sem er ekki nema 308 milljónir evra. Icesave dæmið er margfalt stærra.
Þetta voru okkar peningar.
![]() |
Þjóðverjar lána Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 05:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
22.11.2008 | 19:04
Skittirikki, íslendingar borga ... burt með spillingarliðið
Þar sem ég keyrði heim út hljóðverinu þar sem Hípið er hljóðblandað heyrði ég stutta frétt í útvarpinu. Þjóðverjar hafa lánað íslendingum 300 milljónir evra til að greiða öllum sem áttu innitæður í Kaupthing Edge þar í landi.
Er það bara ég sem hélt að þar væri þýskt dótturfyrirtæki á ferð og því ekki á okkar ábyrgð?
Hvar endar þetta?
![]() |
Samdráttarskeið hafið í Þýskalandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.11.2008 | 11:37
Allir eru vondir við okkur
Nú eru það þjóðverjar. Hvar endum við? Í kring um 1932?
Ég átti mitt Árni-Darling moment í gær. Klukkan 10:33 að morgni fékk ég svar við tölvupósti sem ég sendi fyrir viku síðan. Í þeim pósti hafði ég spurt um síðustu óskir Júæja Híp áður en við förum í að taka upp hljómleikana á fimmtudag og föstudag. Ég lét eina litla spurningu fylgja með, hvort hljóðupptakan væri ekki í góðum höndum hjá þeim. Ég hafði nefninlega sagt frá upphafi að þeir þyrftu að sjá um það sjálfir, hljóðblanda og senda okkur svo hljóðrásina. Nei, hann sagði að það væri í okkar höndum. Merkilegt, því ég hafði ekki bara sagt það í síma að þeir yrðu að gera það, heldur á ég tölvupóst frá því í júlí þar sem ég tek það fram. En það þýðir ekki að væla. Þetta er viðkvæmt mál og ef ég fer í rifrildi verður þetta sennilega blásið af. Maður verður að redda þessu.
Ég var því á útopnu í allan gærdag, reynandi að finna lausn á þessu máli. Hvernig get ég tekið upp 30 hljóðrásir á þeim fjárlögum sem ég hef, því ég hafði alls ekki gert ráð fyrir að standa í þessu sjálfur og borga einhverju mobæl stúdíói fyrir. Nú voru góð ráð dýr.
Það er enn ekki komið á hreint hvernig þetta verður leyst. Ég er nú að bíða eftir símtali frá einum, tölvupósti frá öðrum og þarf að hringja í þann þriðja.
Ég hafði ætlað mér að eyða síðustu tveimur dögunum í að plana kvikmyndaupptökurnar, en verð að geyma það og vona það besta, því hljóðið gengur fyrir.
Alltaf gaman að eiga við breta.
![]() |
Vaxandi reiði í garð Íslendinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.11.2008 | 08:35
Ég ætla að græða! ... burt með spillingarliðið
Af hverju þurfum við lán? Mér er sagt að það sé til að styðja við krónuna þegar hún fer á flot. Sumir óttast þó að hún muni sökkva eins og steinn og lánin hverfa. Við verðum því með verðlausa krónu og lán sem við getum ekki borgað.
Ég sé mér leik á borði. Ég sel húsið hér í Hollandi og set þær evrur sem ég á eftir inn á banka. Segjum að ég fengi 100.000 evrur, því ég er búinn að búa svo lengi í sama húsinu og hér fóru verðin upp út öllu valdi. Ég ætti sennilega ekki meira en 50.000, en segjum 100.000 til að gera dæmið skemmtilegra.
Nú gæti ég keypt mér blokkaríbúð í Fellunum, því evrurnar mínar eru 16 milljóna virði. Ef krónan fer á flot og spár standast, segjum að evran fari í 250 kall, get ég átt skuldlausa eign að verðmæti 25 milljónir. En krónan mun sennilega ekki stoppa í 250 kallinum, heldur fara nær 350 kalli eða yfir 400. Ég gæti átt 40 milljón króna einbýlishús skuldlaust! Rosalega ætla ég að græða!
En málið er ekki svona einfalt. Ef við í útlandinu (og bankamenn, eins og ég og fleiri skrifuðum um í gær) græðum svona mikið, tapa íslendingar af sama skapi. Ef ég get komið með matarpeninga vikunnar og keypt mér hús, þannig lagað, hlýtur dæmið að líta hrikalega út fyrir það fólk sem fær útborgað í krónum.
Eigum við ekki bara að sleppa þessum lánum, setja krónuna á eftirlaun og taka upp evru einhliða? Og losa okkur við spillingarliðið.
![]() |
Finnar vilja meiri upplýsingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 08:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2008 | 21:55
Ekki hissa ... burt með spillingarliðið!
Við erum í vanda. Við gerðum samning. Við viljum pening. Norðmenn hjálpa en svíar ekki. Fólk er hissa, en hverju bjóst það við?
Það er tvennt alveg ofsalega mikið að á Íslandi og þarf að fara strax. Í þessari röð. Seðlabankastjórn. Ríkisstjórn. Svo skal moka út úr Fjármálaeftirlitinu þar sem menn eru annað hvort sofandi eða spilltir. Ég hef mínar kenningar en nenni ekki að fá á mig meinyrðamál. Að lokum mætti stokka upp í bönkunum, breyta einhverju fleira en kennitölunni og nafninu. Ekki að gamla nafnið + Nýji sé neitt nýtt, þannig.
Einhver sagði að lán til Íslands með núverandi stjórnvöld við pottana væri eins og að gefa róna brennivín. Sannleikskorn þar á ferð.
En hvað ætlum við svo að gera við alla þessa peninga sem við fáum lánaða? Það virðast bankastarfsmenn vita, miðað við það sem ég var að heyra. Þeir selja nefninlega húsin sín og kaupa gjaldeyri. Þeir vita að þegar lánin eru í höfn, verður krónan sett á flot aftur og hún mun sökkva eins og steinn. En hvernig geta þeir keypt gjaldeyri fyrir milljónir? Spyr sá sem ekki veit. Spilling kannski?
Ef ég væri útlendingur myndi ég ekki snerta Ísland með uppþvottahanska og töng. Jafnvel þó ég væri svíi. Við verðum að taka til ef við viljum að hlustað sé á okkur. Sé þetta gjaldeyrismál satt, er tími eggjanna liðinn. Einn molotov, takk. Þetta er farið út í rugl.
![]() |
Svíar sögðu nei |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 21:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)