Allir eru vondir við okkur

Nú eru það þjóðverjar. Hvar endum við? Í kring um 1932?

Ég átti mitt Árni-Darling moment í gær. Klukkan 10:33 að morgni fékk ég svar við tölvupósti sem ég sendi fyrir viku síðan. Í þeim pósti hafði ég spurt um síðustu óskir Júæja Híp áður en við förum í að taka upp hljómleikana á fimmtudag og föstudag. Ég lét eina litla spurningu fylgja með, hvort hljóðupptakan væri ekki í góðum höndum hjá þeim. Ég hafði nefninlega sagt frá upphafi að þeir þyrftu að sjá um það sjálfir, hljóðblanda og senda okkur svo hljóðrásina. Nei, hann sagði að það væri í okkar höndum. Merkilegt, því ég hafði ekki bara sagt það í síma að þeir yrðu að gera það, heldur á ég tölvupóst frá því í júlí þar sem ég tek það fram. En það þýðir ekki að væla. Þetta er viðkvæmt mál og ef ég fer í rifrildi verður þetta sennilega blásið af. Maður verður að redda þessu.

Ég var því á útopnu í allan gærdag, reynandi að finna lausn á þessu máli. Hvernig get ég tekið upp 30 hljóðrásir á þeim fjárlögum sem ég hef, því ég hafði alls ekki gert ráð fyrir að standa í þessu sjálfur og borga einhverju mobæl stúdíói fyrir. Nú voru góð ráð dýr.

Það er enn ekki komið á hreint hvernig þetta verður leyst. Ég er nú að bíða eftir símtali frá einum, tölvupósti frá öðrum og þarf að hringja í þann þriðja.

Ég hafði ætlað mér að eyða síðustu tveimur dögunum í að plana kvikmyndaupptökurnar, en verð að geyma það og vona það besta, því hljóðið gengur fyrir.

Alltaf gaman að eiga við breta. 


mbl.is Vaxandi reiði í garð Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband