Hvað eru 54 milljarðar? ... burt með spillingarliðið

Við erum endalaust mötuð á endalausum tölum. Hundrað milljarðar þarna, þúsund hér. Við munum þurfa að borga í áratugi eða við verðum orðin fín eftir tvö ár. Hvað sem okkur er sagt, þá er bara einn sannleikur í málinu. Íslendingar eru látnir borga skuldir sem þeir skrifuðu ekki einu sinni upp á. En hvað eru 54 milljarðar mikið?

Það væri hægt að gera 540 íslenskar bíómyndir fyrir 100 milljónir stykkið. Það þykir íslensk stórmynd.

Segjum að það taki rithöfund sex mánuði að skrifa skáldsögu og hann fái 300.000 á mánuði, væri hægt að fjármagna skrif 30.000 íslenskra bóka.

Hægt væri að kaupa 2700 íbúðir fyrir þetta, miðað við 20 milljónir stykkið.

Þetta nægir fyrir 36.000 fjölskyldubílum (1,5 milljón stykkið).

Þetta eru mánaðarlaun nýju bankastjóranna í 2250 ár, nóg til að borga öllum þremur tvær milljónir á mánuði í 750 ár.

Þetta nægir til að borga hjúkrunarfræðingi laun í 18.000 ár. 

Ég er bara að tala um það sem við erum að borga fyrir Kaupþing í Þýskalandi, sem er ekki nema 308 milljónir evra. Icesave dæmið er margfalt stærra. 

Þetta voru okkar peningar. 


mbl.is Þjóðverjar lána Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Að "lána Íslandi".. er (var) ekki það sama og að "lána Íslendingum".

Ég vona að menn geri greinarmun á þessu tvennu.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 23.11.2008 kl. 07:05

2 Smámynd: Heidi Strand

Þeir lána þeim sem búsettir verða á Íslandi næsta 100 árin eða svo. Það segir sig sjálft að fámenn þjóð ráði ekki við þetta á örfáum árum.Þetta er ekki annað en glæpur að láta fólk borga fyrir skuldir einkafyrirtækja án þess að hafa haft hugmynd um hvað hefur verið í gangi.

Heidi Strand, 23.11.2008 kl. 08:14

3 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Það væri nógu gaman að fá lista yfir spillingarliðið og dæmi af þeim athöfnum þess fólks sem valda því að það verðskuldar titilinn.  Þá væri hægt að bera sig eftir því að hreinsa til. Upphrópanir hafa sjaldnast skilað miklu, nema af vera skyldi í Þýskalandi á þriðja og fjórða áratugnum, en það er allt önnur Ella

Flosi Kristjánsson, 23.11.2008 kl. 09:49

4 Smámynd: Árni Viðar Björgvinsson

Flosi: Ef þú veist ekki hvaða lið um er að ræða, þá hlýtur þú að hafa búið í holu síðustu mánuðina.

Árni Viðar Björgvinsson, 23.11.2008 kl. 11:44

5 identicon

Krímer hefur búið í holu í 39 mánuði og hann skilur Flosa og hann veit ekki um hvaða lið er verið að ræða, lifi Krímerinn

Krímer (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 13:36

6 Smámynd: Ólafur fannberg

gerum byltingu

Ólafur fannberg, 24.11.2008 kl. 08:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband