Færsluflokkur: Tölvur og tækni

Blogg til tveggja árs... nenniði að halda upp á að fyrir mig?

Á morgun eru liðin tvö ár síðan ég byrjaði að blogga. Engin stórfrétt, svo sem, enda koma ekki margir hingað inn. Einstaka athugasemd slysast hérna inn. Stundum skrifa Sólarupprás 2ég eitthvað af viti, en yfirleitt ekki. Eitt hef ég þó aldrei gert, bloggað um fréttir með einni setningu sem á að vera fyndin eða endursagt fréttir. Ég er að spá í að prófa það á komandi dögum.

Þetta byrjaði allt 3. mæ 2006. Ég ákvað að leyfa fólki að fylgjast með gerð kvikmyndar. Sú hvarf þó og hefur enginn séð hana síðan. Flestar færslurnar eru því um eitthvað annað, eða alls ekki neitt, eins og þessi. Þess má geta að lang flestar færslurnar hafa verið skrifaðar á Apple PowerBook G4 með tólf tommu skjá, lyklaborði og DVD-skrifara (sem ég nota reyndar ekki við bloggskrif). Það sannar kannski að það eru ekki verkfærin sem skipta máli, heldur sá sem höndlar þau.

Ég hef stundum velt því fyrir mér hvort það tæki því að Powerbook G4taka saman færslurnar og búa til bók úr þeim. Ekki til að gefa út, heldur fyrir mig sjálfan svo ég geti lesið þær yfir og efast um snilligáfu mína. 

Það er tilheyrandi á tímum sem þessum að líta til baka, um farinn veg. Rifja upp liðnar stundir. Ég segi þó bara eins og Gunzo í prúðuleikurunum... I'm walking down memory lane without a darn thing on my mind. Segjum það gott. 

Það væri gaman ef fólk gerði athugasemd við þessa færslu og segði frá því hvort einhver skrif hafi gert eitthvað, skipt það einhverju máli. Hef ég bætt einhvers líf með skrifum mínum, móðgað eða sært, eða er bloggið mitt eins og Barry Maniloff lag, of leiðinlegt til að skipta máli en ekki nógu leiðinlegt til að skipta um stöð?


É G L Í K A ! ! !

Þessi frétt er sólarhrings gömul og ekki ætlaði ég að blogga um hana. Það hefði hvort eð er bara farið út í eplatilbiðslu. Ég varð samt, eftir að ég fékk emil rétt í þessu.

Í augum flestra er Microsoft eitthvert nattúrulögmál. Þú kaupir tölvu og tölvur eru með Windows og Office. Þannig er það bara. Windows er líka best, því Linux virkar ekki fyrr en 50 nördar hafa sett hausinnVista? í bleyti í viku og Makkinn er bara fyrir homma sem hanna föt og kannski 101 týpur og grænmetisætur sem búa til auglýsingar og eru í einhverju listamakki.

Raunveruleikinn er eitthvað öðruvísi. Síðasta Linuxið sem ég skoðaði var Ubuntu. Það leit skemmtilega út og gat, virtist vera, allt sem tölvunotandi þarf að gera. Þetta var þó fyrir fimm árum og ætla ég ekki að tjá mig um hvernig það er í dag. Sennilega betra þó.

En af hverju skrifa ég ÉG LÍKA að ofan á svona frekjulegan hátt? Vegna þess að svona virkar Örmjúka Fyrirtækið. Ég man ekki eftir neinu sem Microsoft fann upp (athugasemdir eru velkomnar ef ég er að bulla). Stýrikerfið er byggt á Mac OS sem er aftur fengið að láni frá Xerox. Office er stæling á Lotus 1-2-3, Word Perfect og fleiri forritum. Xbox kom á markaðinn þegar MS sá að aðrir voru að græða á leikjatölvum. Microsoft Messenger stældi ICQ illa en stal þó markaðinum. Windows95 var billjardgrænt ljósrit af MacOS enda kvartaði Apple á sínum tíma. Windows Vista er gljáfægð, enda kalla þeir þetta AeroGlass eða eitthvað. Sami effekt var kallaður Aqua á Makkanum þegar hann var kynntur kring um 2000. Gluggar sem færa sig svo maður sjái hvað er opið eru sniðugir. Þeir heita Exposé í OSX og hafa verið í kerfinu síðan 2003. Gadgets eru stæling á Widgets sem hafa verið til staðar síðan 2004 og eru aftur fengnir að láni Gates iPodúr Konfabulator sem er enn eldra. Svo nenni ég ekki að fara út í iPod (Zune?), iTunes (hvað hét MS sjoppan?) of nýja undrið frá MS, síma! Það hefur örugglega ekkert með iPhoninn að gera.

Það er þó ekki bara Makkinn sem er brunnur andagiftar fyrir Microsoft. Google er annað fyrirtæki sem virkilega reynir að koma með sniðug forrit. Þeim gengur vel, og auðvitað er Microsoft farið að skoða hvaða hugmyndum megi stela. Hotmail breyttist eftir að Gmail kom, Office á að fara á netið eftir að Google kom með svoleiðis hugmyndir. Í morgun komst ég svo að því að eitthvað er til sem heitir Microsoft Virtual Earth. Það er sem sagt búið að stela Google Earth.

Það sem ég vil vita, en mun sennilega aldrei gera, er af hverju kemur Microsoft aldrei með nýjar hugmyndir? Af hverju getur fyrirtæki sem veltir milljónföldum íslenskum fjárlögum ekki fundið upp eitthvað rosalega sniðugt forrit sem fær mann til að finnast þeir flottir? Af hverju er þeir alltaf að herma eftir og stela frá miklu minni fyrirtækjum? Af hverju hefur maður alltaf séð "nýjungar" þeirra áður. Hvað er svona spes við Apple og Google? Af hverju geta þau fundið upp nýja hluti en Microsoft ekki? 


mbl.is Hvetja Microsoft til að taka Windows xp ekki af markaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Paranoia

Ekki ætla ég að tjá mig beint um saumavélamálið ógurlega, en tollurinn á Íslandi er á nálum, svo mikið er víst. Þegar ég kom til landsins til að taka upp Svarta Sandinn, sumarið 2006, kom ég með þrjá stórhættulega hluti með mér. Þetta var Canon EOS 350D myndavél, Sony FX1 HD videovél og Apple PowerBook ferðatölva. Þetta þótti þeim grunsamlegt og þurfti ég að skrif upp á eitthvað skjal að ég myndi taka þetta með mér þegar ég færi aftur út. Þeir tóku kortanúmerið mitt sem tryggingu.

Þess má geta að myndavélin var sex mánaða gömul, videovélin árs gömul og ferðafölvan hátt í tveggja ára. Samt héldu þeir að ég ætlaði að selja þetta gamla dót, kúguðum íslendingum. Ég er að koma aftur og það verður gaman að sjá hvort þriggja ára video vélin og tölvan og tveggja ára myndavélin séu enn þessi mikli mögulegi smygl varningur sem þetta var þá.


mbl.is Sala á saumavélum stöðvuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erum við frjáls?

Frjálsir fjölmiðlar hljóta að vera grundvöllur frjáls þjóðfélags. Ef við fáum ekki að heyra allan sannleikan er hægt að gera ljóta hluti í skugga fáfræðinnar. Það eru til mörg dæmi um þjóðfélög sem kúguð hafa verið með samþykki þegnanna, vegna þess að þeir vissu ekki betur. Sárasta dæmið í nútímanum er sennilega Bandaríkin. Fjölmiðlar eru frjálsir að nafninu til, en ef málið er skoðað kemur annað í ljós.

Stórfyrirtæki eiga flesta stóra fjölmiðla á vesturlöndum. Þeir flytja fréttir af því sem þeir vilja að þú vitir. Komi eitthvað illa við þá eða stóru viðskiptavinina sem kaupa dýrustu auglýsingatímana, sleppa þeir þeim fréttum. Séu ríkisstjórnir með puttana í vafasömum hlutum, eins og stríðum sem erfitt er að réttlæta, hóta sömu ríkisstjórnir að hlunnfara þá fjölmiðla sem ekki haga sér vel. Ef þú ert ekki fyrstur með fréttirnar og enginn auglýsir hjá þér ferðu á hausinn. Það vill enginn, svo fréttastofum er sett fyrir hvað megi tala um og hvað ekki.

Talandi um frelsi, ég rakst á frétt á The Register þar sem talað er um ritvörn á nýjum flökkurum frá Western Digital. Um er að ræða 1TB USB drif. Drifið leyfir ekki að flestum tónlistar- og videoskrám sé deilt. Hér er greinilega, enn og aftur, verið að stimpla alla sem þjófa. Það vill þannig til að ég keypti svona drif um daginn. Það var að vísu 500GB, svo ég vona að þessi ritvörn eigi ekki við þar. Ég er nefninlega ekki að skiptast á skrám, heldur er ég að vinna í mínum verkefnum og kæri mig ekki um að einhvert bindi útí heimi ráði hvað ég geri við mínar skrár. Ég er að nota tvær tölvur. Það er nauðsynlegt, þar sem önnur er oft upptekin við að skrifa diska eða annað sem tekur tíma. Meðan PowerMakkinn er að byggja DVDinn nota ég PowerBókina til að uppfæra síðuna, prenta umslög og fleira. Og stundum til að opna önnur verkefni sem voru unnin í PowerMakkanum. Ég get ekki sætt mig við að drifið skikki mig til að nota sömu tölvuna gegn um allt verkefnið.

Ég skil ekki hvað það kemur Western Digital við hvað ég geri við diskana mína. Ef ég væri að gera eitthvað ólöglegt, væri það í verkahring yfirvalda að skoða málið. Þetta kemur WD hreinlega ekkert við. Fyrir áhugasama er hægt að lesa hvaða skrám er ekki hægt að deila hér.

Frelsið er viðkvæmt. Það er auðvelt að taka það af okkur og erfitt að fá aftur þegar það er farið. Það er þrennt sem auðvelt er að nota til að svipta okkur frelsinu; hryðjuverk, falskar fréttir eða fréttir sem sleppt er og tölvurnar okkar. Það er bara eitt sem getur komið í veg fyrir að frelsið verði tekið af okkur, við sjálf. 

Það er svo af stuttmyndinni að frétta að hún hefur verið sótt 767 sinnum. Ég veit ekki hversu margir hafa sótt hana í Víkingaflóa. Tíu hafa greitt fyrir hana. Endilega takið þátt í skoðanakönnuninni hér til hliðar.

Teikningin að ofan er "fengin að láni" af síðu Inga Jenssonar. Endilega kíkja! 


mbl.is Skiptar skoðanir um frelsi fjölmiðla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auglýsing!

Þessi er að vísu algerlega frí og endurgjaldslaus, en hvað um það. Kíkið á færsluna hér að ofan. Þar er boðið upp á glænýja íslenska stuttmynd. Hægt er að ná í hana og horfa á, setja á iPottinn og borga svo það sem fólk vill. Ekki krónu meira eða minna.

Annars er ég að skoða spennandi verkefni. Mig langar til að búa til þáttaröð sem dreift verður á netinu endurgjaldslaust. Þáttaröðin yrði fjármögnuð með auglýsingum. Meira um það seinna. Kíkið nú á færsluna SVARTUR SANDUR hér að ofan. 


mbl.is Netið að verða þriðji stærsti auglýsingamiðillinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er símaskráin lögleg?

Eftir því sem ég best veit brýtur Torrent.is engin lög. Síðan hjálpar manni að finna efni á netinu, en dreifir engu efni sjálf. Er þetta ekki svipað og að banna símaskránna vegna þess að til eru einstaklingar sem nota hana til að finna fórnarlömb, t.d. vegna innbrota, ýmiskonar áreytis og annara glæpa? Ef ég leita að biskupi í símaskránni og brýst svo inn hjá honum vegna þess að hann á sennilega mikið af verðmætum eignum, er þá hægt að kenna símaskránni um, þar sem ég fann heimilisfangið þar? Ef ég ákveð að ræna dóttur forsætisráðherra (á hann dóttur?) og finn heimilisfangið í símaskránni, hverjum er það að kenna?

Nú eru kannski einhverjir sem segja, nei þú getur verið með leyninúmer og þá er ekki hægt að finna þig. Er það þá ekki það sama og þegar Páll Óskar bað um að platan hans væri fjarlægð, sem var gert? 


mbl.is Lögbannskrafa tekin til greina og Torrent vefnum lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig sameinar maður ríkisrekstur og samkeppni?

Hvernig er hægt að sameina ríkisrekstur og samkeppni í orkumálum? Hvernig er hægt að koma í veg fyrir að vatnsorka og jarðvarmi íslendinga fari kaupum og sölum eins og fiskkvótinn? Það einfalt.

Lög yrðu sett um að öll orka Íslands væri eign þjóðarinnar. Þannig væri tekið fyrir að einkafyrirtæki gætu "eignað sér" borholur og virkjanir. Landsvirkjun yrði áfram í eign ríkisins. Allar virkjanaframkvæmdir yrðu á vegum Landsvirkjunar. Allar raflínur eign Landsvirkjunar. Öll tenging til notenda í eign ríkis eða bæjar- og sveitarfélaga.

Samkeppnin færi fram þannig að smásalar keyptu kílóvöttin á heildsöluverði og seldu áfram til notenda. Stórir smásalar gætu sennilega boðið betra verð, þó að það sé ekki víst. Það færi eftir því hvernig þeir hefðu samið um heildsöluverðið.

Segjum sem svo að Jón kaupi rafmagn af Stuði. Stuð er fyrirtækið sem Jón skiptir við. Hann fær reikninga frá Stuði og hefur ekkert með Landsvirkjun (OR eða hvað) að gera. Mælirinn er í eigu Landsvirkjunar og hún athugar hann einu sinni á ári. Nú er Jón ekki alveg sáttur því Stuð gerði mistök og fólkið í símanum var dónalegt. Hann fer á netið og sér að Neisti, sem er í samkeppni við Stuð, býður betri kjör. Hann segir upp samningnum við Stuð og fer að versla við Neista. Ekkert hefur breyst, nema að hann fær reikning frá öðru fyrirtæki, lægra verð og kannski betri þjónustu.

Neista gengur vel, því þar er boðið upp á góða þjónustu og fólk er að skipta yfir. Neisti fór úr 10.000 notendum í 19.000 notendur á milli ára og getur því samið um lægra heildsöluverð hjá Landsvirkjun. Þetta þýðir meiri hagnað eða lægra verð til neytenda. Fer eftir þvi hvað stjórn Neista vill.

Hver sem er gæti stofnað orkuveitu. Það er spurning með að þurfa að vera með einhvern lágmarksfjölda viðskiptavina svo að hver blokk sé ekki með eigin orkuveitu. Svona er allavega hægt að stuðla að samkeppni án þess að hætta á að orkan okkar verði seld hverjum sem er. Fyrirtæki myndu spretta upp, neytendur hefðu val og Landsvirkjun þyrfti ekki að standa í því að rukka hvern landsmann og gæti einbeitt sér að sínum stóru verkefnum. 

 


mbl.is Ingibjörg Sólrún: Orkuveitur verði í félagslegri meirihlutaeign
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öræfi

MöðrudalsöræfiVað að grafa í gömlum hirslum og fann þetta. Á sínum tíma fannst mér þetta frekar misheppnuð mynd, en þetta var fyrir tíma digital myndavéla. Spurning hvort henni hefði verið hent annars. Þetta er núna ein af uppáhaldsmyndunum mínum.

Það sýnir sig því, ekki henda myndunum sem þér finnst ekkert spes. Það eru þær sem er gaman af seinna meir... eða þannig. 

 


IceTravel.net

Halló,

Ég á lénið IceTravel.net. Það er um það bil að renna út. Ég geri ekkert við þetta, svo ég ætla að láta það fara. Vill einhver þetta nafn?

Ástæðan fyrir því að ég spyr er að ég hef illan bifur á s.k. cybersquatters sem eigna sér nöfn og nota þau í misfallegum tilgangi.

Emilið - info at oktoberfilms.com - eða setjið inn athugasemd.

Takk fyrir............. 


Mig langar í svona

indexhero20070109

Apple iPhone 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband