Færsluflokkur: Tölvur og tækni
24.11.2006 | 09:02
Bill er svo snjall.
Þetta er auðvitað þaulhugsað mál. Það er einfalt að segja að Bill Gates sé svo góður maður og vilji hjálpa þeim semverr eru staddir, en málið er auðvitað að koma Windows tölvum fyrir allstaðar svo að fólk venjist Microsoft forritum. Markaðssetning á heimsmælikvarða!
1-0 fyrir Microsoft.
Bill Gates kemur tölvum fyrir í öllum bókasöfnum í Rúmeníu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.8.2006 | 22:48
Á Netinu
Ég veit að það eru allir potandi í hressingartakkann (refresh-button) á vafranum sínum, bíðandi eftir að ég segi vef-söguna mína. Biðin er á enda, hún er hér.
Ég keypti tölvu árið 1988. Þetta var Amstrad 8086 vél. Það var hægt að fá hana með mótaldi, en ég sá enga þörf fyrir það. Vissi ekkert hvað ég ætti að gera við svoleiðis, enda þrjú ár í að netið yrði sett í samband.
Ég fór fyrst á netið 1995. Þá var komið net-café, Cyberia. Þessi staður var rekinn af Einari Erni Sykurmola og var neðarlega á Hverfisgötu. Ég man að þetta var frekar dimmur staður og það voru tölvur í röðum við veggina. Ég keypti mér kaffibolla, opnaði Netscape og pikkaði David Bowie inn í Yahoo leitarvélina. Bowie var það fyrsta sem mér datt í hug. Ég fann einhverjar síður, leitaði svo að öðrum hlutum. Það var eins og maður væri kominn inn í framtíðina.
Þetta var spennandi, en það liðu þó tvö ár áður en ég loksins fékk mér tengingu. Ég var þó ekkert að sóa neinum tíma, hitti hollending á netinu og afgangurinn er saga eins og útlendingarnir segja.
Ég byrjaði að fikta við heimasíðugerð 1999. Ég setti myndir á þetta og einhverjar upplýsingar um hluti sem ég hafði áhuga á. Ég setti svo upp síðu um Ísland fyrir útlendinga og trompaði svo allt með meistaraverkinu, BowieLive. Það entist í tvö ár, þangað til ég fór að fikta við kvikmyndagerð. Ég hætti að halda til upplýsingum um aðra og hannaði heimasíðu þar sem fólk gat lesið um mín eigin verk.
Netið hefur breytt mínu lífi og ég viðurkenni fúslega að ég er sennilega fíkill. Það er allavega hægt að segja að ég nota það nógu mikið og veit ekki hvað ég myndi gera ef það væri tekið "offline". Ótengd tölva er næstum eins og bensínlaus bíll núorðið.
Þá veistu það, lesandi góður. Ég á tvær af þessum 92.615.362 síðum. Ég viðurkenni að það er mér að kenna að þetta er ekki slétt og falleg tala sem endar á heilum tug.
Veraldarvefurinn 15 ára í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.7.2006 | 16:57
Microsoft Windows át diskinn minn!
Það er mikið talað um að hugbúnaði sé stolið. Fólk er kallað þjófar við fyrsta tækifæri. Það skiptir ekki máli hvort þú stelur Windows af búðarhillu eða netinu. Að stela er að stela og synd er synd. Þetta er auðvitað það sem hugbúnaðarfyrirtæki segja okkur. Það skiptir þau engu máli hvernig hugbúnaði er stolið. Þau "missa af" sölu og það er það sem skiptir máli.
Ég man að um miðjan síðasta áratug fékk fólk geisladisk með Windows 95 þegar það keypti tölvu. Ef það vildi eða þurfti að setja Windows upp upp á nýtt vað það ekki svo erfitt. Activation var ekki komin til sögunnar svo að maður þurfti ekki að útskýra fyrir Microsoft ef maður skipti um grafískt kort.
Eftir því sem milljarðarnir stöfluðust upp í Redmond, jókst móðursíkin. Við gætum verið að missa af peningum. Það eru allir að stela frá okkur. Hvernig getum við stoppað þetta? CD-Key hefur verið þekkt fyrirbæri í langan tíma. Virkaði ágætlega en var auðvelt að svindla á því, sérstaklega eftir að allir voru komnir á netið.
Svo kom Windows XP og allt í einu þurfti að aktivera það. Það var ekki nóg að kaupa diskinn, heldur þurfti að fá leyfi Microsoft til að nota innihaldið. Ef fólk var ekki með nettengingu gat það verið vandasamt. Ef Windows var ekki aktiverað innan 30 daga (minnir mig) lokaðist bara á það, notandinn var timplaður þjófur. Fólk gat ekki notað tölvuna sína. Þetta var ekki einu sinni eitthvað sem maður gerði einu sinni, heldu í hvert skipti sem eitthvað var keypt í tölvuna. Ef maður hafði gaman af því að kaupa nýtt dót, grafískt kort, hljóðkort, stærri disk, þá gat Windows ákveðið að hætta að virka, activation eða ekki, og maður mátti hringja í Microsoft og biðja um leyfi til að nota tölvuna aftur.
Þeir eru ekki dottnir af baki og nú er komið eitthvað sem heitir Genuine Advantage. Þetta er forrit sem hefur samband við Microsoft á hverjum degi til að ganga úr skugga um að það sé ekki ennþá lögleg útgáfa. Ég skil nafnið ekki, nema þeir séu farnir að sjá Windows sem seljendavæna vöru frekar en notendavæna. Ef það er "genuine advantage" af því að vera með þetta forrit sett upp vil ég endilega heyra það.
Þegar vara eins og Windows nær að eigna sér markaðinn fara skrítnir hlutir að gerast. Windows er notað á um 90% allra tölva á vesturlöndum. Það er því ákveðið að allir noti Windows. Ég hef unnið við að selja og þjónusta IBM tölvur síðastliðin fimm ár. IBM ThinkPad er vinsæl Linux vél en IBM selur ekki ThinkPad án Windows. Ég hef ekki hugmynd um hvað ég hef oft verið spurður hvort ekki sé hægt að sleppa Windowsinu og fá einhvern pening endurgreiddan. Stutta svarið er nei. Langa svarið er nei, farðu og hættu að vera með þessa vitleysu. Það er nefnilega þannig að Windows er tekið alvarlega og önnur stýrikerfi ekki. Linux er fyrir forritara og nörda og Mac OS X er fyrir hönnuði og homma. Það var skylda um tíma að setja Windows á allar seldar tölvur (nema Apple) hér í Hollandi. Það var ekki hægt að fara í neina búð og kaupa gluggalausar tölvur. Tölvur sem voru settar saman á staðnum urðu að koma með Windows. Það var gengið út frá því að þú myndir nota Windows og svona var hægt að tryggja að þú borgaðir fyrir það.
Eins og ég minntist á hef ég unnið með IBM tölvur undanfarin ár. Sú var tíðin að kaupandinn fékk sérsmíðaðan Windows disk með tölvunni. Hann virkaði ekki á aðrar tölvur. Það hefði því mátt halda að lausnin væri komin. Windows diskur sem eingöngu er hægt að nota á tölvuna sem hann var hannaður fyrir. Ég get vottað að þessir diskar (kallaðir preload CDs) virka alls ekki á aðrar tölvur.
Þetta var samt ekki nóg fyrir Microsoft. Það var því komið með annað kerfi. Óuppsett Windows, preloadið, var sett á harða diskinn. Þetta virkar þannig að diskinum er skipt í tvennt. Segjum að hann sé 80GB. Þú sérð u.þ.b. 60GB þar sem Windows og önnur forrit eru. Þetta er C: drifið. Hvar eru hin 15-20 gígabætin? Þau eru falin og þú getur ekki notað þau. Þar eru Windows diskarnir þínir. IBM og Microsoft segja að þetta sé ekkert mál því ef þú þarft að setja upp Windows aftur potarðu bara í ThinkVantage takkann (F11 virkar líka) og þú getur sett upp Windows frá grunni. Það er ekkert minnst á að þér er seld tölva með 80GB en aðeins 60GB eru sjáanleg. Er það ekki að stela? Svo ef harði diskurinn deyr er Windows líka dáið. Þú getur keypt nýjan harðan disk en það er ekkert Windows á honum. Hvað nú? Hringja í IBM? Þeir hjálpa þér ekki. Þetta er Microsoft vandamál. Hringja í Microsoft? Þjónar engum tilgangi, þetta er OEM útgáfa, talaðu við IBM. Nú er tvennt sem hægt er að gera. Kaupa Windows aftur þrátt fyrir að hafa borgað fyrir það þegar tölvan var keypt, eða fara á netið og finna ólöglega útgáfu.
Ég var Windows notandi í rúm 10 ár og er reyndar enn þar sem ég er ennþá að vinna við þetta IBM dæmi. Ég notaði þetta af því að allir aðrir gerðu það. Ekki að maður sé endilega að elta fjöldann, heldur eð þetta bara það sem maður gerir. Þú borðar, sefur, vinnur og notar Windows.
Ég skil ekki lengur hvað er svo spennandi við Windows að fólk leggi á sig allt það vesen sem fylgir því þegar Linux útgáfur eins og Ubuntu og fyrirtæki eins og Apple eru til. Það er sennilega ekki af því að þetta er þeirra val, heldur er búið að velja fyrir okkur.
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 16:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.6.2006 | 21:33
Alvöru bloggfærsla eins og blogg á að vera...
Þetta er orðið svo háfleygt að ég er farinn að taka sjálfan mig alvarlega. Það var auðvitað aldrei hugmyndin, svo að hér er blogg for the sake of blogg. Ekkert nema dumb drivel um sjálfan mig og hvað ég er að gera, skrifað af sjálfum mér til allra þeirra sem ekki lesa þetta.
Allavega, ég var með grillveislu í kveld. Væri svo sem ekkert spennandi nema að ég er grænmetisæta. Long story, never mind. Ég bauð sem sagt fólkinu sem er að fara í sæng með mér. Málið er nebbla að ég er að setja á stofn fyrirtæki númer tvö á árinu. Númer eitt var Oktober Films sem eigi frægt er orðið. Það er mitt eigið og kemst enginn nálægt því. v2r1 kinda thing. Mine and mine only og allt það. Nýja fyrirtækið verður mikið stærra, markmiðið er að hafa eitthvað upp úr því sem maður er að gera. Við fimm höfum semsagt meiri möguleika á því að meika það en einhver einn að rembast útí horni.
Ekki að það skipti neinu máli því þetta var grillveisla og við töluðum ekkert um bisniss (ef þú ert Sonja er það skrifað business).
Nú eru sem sagt allir farnir og klukkufíflið ekki einu sinni orðið tólf. Hún virðist ekki eiga í vandræðum með að verða voða seint á morgnanna en nú er það fullsnemmt svo að ég blogga bara.
Eins og allir vita (allir notað frjálslega hér) er ég eplanotandi. Ég á sem sagt tölvu með hálfétnu epli sem merki. Ég sé það yfirleitt ekki þar sem það er aftan á skjánum en ég horfi yfirleitt framan á hann. Annars var það ekki lógóið sem ég ætlaði að tala um heldur hvað eplabóndinn Steve Jobs gerir fyrir okkur notendurna. Ég rippaði sem sagt alla diskana mína í kring um jól og henti þeim upp á háaloft. Ég fékk svo iPod Nano í ammalisgjöf í maí. Það þýddi auðvitað að ég bjó til top 250 og henti á pottinn. Maður hendir lögum á pottinn með því að búa til playlists (spilalista). Það þurfti auðvitað að skemmta þessu liði svo að ég kveikti á tölvunni uppi í tölvuherberginu, þessari með með iTunes libraryinu, plöggaðu Powerbókinni inn í Marantz magnarann og strímaði iPod spilalistann beint inn í stereoið (vírlaust, nema hvað). Allir happí og engin kúkalög inn á milli. Var að hlusta á One Slip með Pink Floyd og núna Human Touch með Bruce Springsteen. Sem minnir mig á Zappa.
Frank Zappa er gamall vinur. Hann er dáinn og það er frekar pirrandi. Næstum því eins pirrandi og að Freddie Mercury sé dáinn en það er önnur saga. Allavega, þegar mér finnst feistið vera farið að dofna og vil að fólk annað hvort vakni eða kúki sér burt set ég yfirleitt Zappa á fóninn (í spilarann (og nú síðast í leitargluggann í iTunes)). I was going somewhere with this...
Sem sagt, ég var með grillveislu í kveld og finnst hún hafa flosnað upp óþarflega snemma. Þrátt fyrir BeerTender. Þrátt fyrir 12 ára gamlan Jameson. Oh well, let's face it, I'm eternally young...
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 23:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.6.2006 | 13:07
Gjaldfrjáls iPottabók á netinu...
Datt í hug að deila þessu með lýðnum. iPottar eru vinsælustu vasadiskóin nú til dags og eiga þá margir, eins og gefur að skilja þegar um svona vinsæla vöru er að ræða. Hér er hægt að niðurhala, eða dánlóda, 194 blaðsíðna bók um pottinn endurgjaldslaust.
Njótið.
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 22:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.6.2006 | 13:14
2000 kall á Selfoss
Þreföldun besnínverðs yrði spennandi. Á Íslandi yrðu áhrifin takmörkuð, 1760 krónur að keyra á Selfoss miðað við 320 kr. á lítran og 10 lítra á hundraðið. Það myndi kosta hátt í hálfa milljón að fara hringinn.
En eins og ég sagði er þetta ekkert stórmál. Sum lönd nota olíu til húshitunar og þau eru í djúpum...
Það er bara að vona að Pinky and the Brain sjái að sér.
Stríð við Íran gæti þrefaldað olíuverð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 13:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.5.2006 | 13:49
iBókin er dáin, lengi lifi MacBókin!
Bara svona rétt að láta vita, stærsti Eplaframleiðandi heims var að koma með nýtt smáepli á markað. Þetta er skemmtilegt vegna þess að það er 13 tommu widescreen, dual Intel flaga. Þetta kemur auðvitað með hinu stórfína OSX Tiger en getur líka keyrt Windows (svona ef einhver er ennþá að nota það).
Stórskemmtileg vél, virðist vera. Fáanleg í hvítu og svörtu, alveg eins og iPodinn.
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 14:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)