Færsluflokkur: Tónlist
26.5.2008 | 07:15
I'm in Love with My Car
The machine of a dream
Such a clean machine
With the pistons a pumpin
And the hub caps all gleam
When Im holdin your wheel
All I hear is your gear
When my hands on your grease gun
Oh its like a disease son
Im in love with my car
Gotta feel for my automobile
Get a grip on my boy racer rollbar
Such a thrill when your radials squeal
Told my girl Ill have to forget her
Rather buy me a new carburetor
So she made tracks sayin
This is the end now
Cars dont talk back
Theyre just four wheeled friends now
When Im holdin your wheel
All I hear is your gear
When Im cruisin in overdrive
Dont have to listen to no run of the mill talk jive
Im in love with my car
Gotta feel for my automobile
Im in love with my car
String back gloves in my automolove
Játningar karlmanns: Hefur svalað sér á þúsund bílum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 07:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.5.2008 | 23:30
Blóðrauðir Skór
Þetta er kannski ekki fyrir þá alviðkvæmustu, en læt það þó vaða. Annars, ef ég þoli það getur það ekki verið svo hart. Ég var að finna hljómsveit sem heitir Blood Red Shoes. Þetta er dúett, stelpa sem spilar á gítar og syngur og strákur sem spilar á trommur og syngur. Fleiri hljóðfæri eru ekki að finna í þeirra tónlist. Læt hér vaða eitt flott lag með flottu myndbandi. Haldið fyrir eyrun... eða ekki.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
31.3.2008 | 08:58
Til Íslands? Knopfler líka.
Þeir hafa aldrei komið til Íslands. Er ekki kominn tími á það?
Annars fór ég að sjá Mark Knopfler í Heineken Music Hall í gær. Hann var frábær, eins og búast mátti við. Lagavalið var flott, fannst mér. Hann var ekkert að ofgera Dire Straits efninu, en þar sem sólóplöturnar eru ekkert síðri, jafnvel betri, var það ekkert vandamál. Þetta byrjaði með 6-7 lögum af síðustu fjóru plötunum, svo kom Romeo and Juliet. Þá fóru þeir í jassaða pöbbastemningu. Undir lokin fékk sauðsvartur almúginn sem hefur ekki verið að taka eftir síðustu árin það sem þau vildu. Telegraph Road, Brothers in Arms, So Far Away og fleiri klassíkera. Hann slúttaðu þessu með Local Hero.
Spilamennskan var auðvitað fyrsta flokks, enda valinn maður í hverju horni. Hann gerði reyndar lítið úr sjálfum sér því hann er sá eini sem spilar bara á eitt hljóðfæri. Það gerir svo sem ekkert til því hann hefur þokkaleg tök á því.
Ég fór baksviðs eftir hljómleikana og hitti Guy Fletcher, höfund tónlistarinnar í Svörtum Sandi. Við sátum og ræddum málin í klukkutíma. Ég vissi að þetta var öðlingur, en bjóst ekki við að vera tekið eins vel og raunin var. Trommarinn, Danny Cummings, lét sjá sig og dældi gin og tónik í þá og bjór í mig. Hann er stórskemmtilegur náungi. Þegar hann spurði Miriam, konuna mína, hvað hún ynni við svaraði hún, I'm in fashion. Hann svaraði um hæl, ah, oh well, I'm out of fashion, but then your're young. Hún sagði, I've been doing it for 12 years. Oh? You started when you were 2? You are 14, right? Hinir komu svo undir lokin og það er ekki spurning að þetta eru ekki bara frábærir tónlistarmenn, þetta er stórskemmtilegt fólk sem gaman er að vera með. Ég hefði alveg örugglega getað farið með þeim á rúntinn um Amsterdam um nóttina, en ég þurfti að fara heim og passa barnið. Ég náði þó að taka í höndina á meistaranum sjálfum og þakka fyrir mig. Við það tækifæri fékk ég að heyra að hann var heillaður af tónlistinni sem Guy samdi fyrir mig. Þeir voru eitthvað að tala um að kíkja á hana við tækifæri. Guy er með disk, hann sér um það.
Eitt af því sem við ræddum um voru tónleikar á Íslandi. Þegar við minntumst á þetta sagði Cummings, já en það búa bara 30 manns á Íslandi. Ég svaraði að þeir fengju alveg örugglega 29 af þeim til að mæta. Við ræddum þetta þó í alvöru og þeir voru til í að skoða málið, sérstaklega eftir að þeir fréttu að listamenn á þeirra kaliber væru að koma. Þegar ég sagði þeim að Dylan væri að koma í sumar vildu þeir heyra meira.
Ef einhver hljómsveitainnflytjandi les þetta, endilega hafðu samband. Hver veit, kannski kemur Mark Knopfler til Íslands? Ekkert af því að bæta einum hljómleikum við þetta 95 daga ferðalag?
Stones-banni aflétt í Blackpool | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
28.3.2008 | 09:34
Gott mál, eða hvað?
Ég var of fljótur á mér, skrifaði færslu um torrent mál í gær. Ég þykist hafa eitthvað vit á þessu þar sem ég gerði tilraun með dreifingu á netinu í desember.
Færslan frá í gær þar sem ég lýsi yfir vonbrigðum með Víkingaflóa er hér.
Færsla sem ég skrifaði í febrúar þar sem ég kom með niðurstöðu tilraunarinnar er hér.
Máli gegn Istorrent vísað frá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 09:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2008 | 17:18
Torrent ævintýrið dáið?
Fyrr í dag sá ég frétt á MBL.is þar sem Vodafone var að kvarta yfir því að merki þess væri sjáanlegt á thevikingbay.org.
Eins og lesendur þessa bloggs vita hef ég áhuga á netinu og niðurhali. Stuttmyndin Svartur Sandur var sett á netið í desember í kjölfar málsins í kring um Torrent.is. Ég skráði mig inn sem notandi á Viking Bay fyrir nokkru síðan til að skoða hvað væri í gangi. Ég er ekki svo viss um að þessir hlutir séu á góðri leið.
Það varð frægt þegar Páll Óskar bað Torrent.is um að fjarlægja nýju plötuna sína. Það var gert, vegna þess að hann bað um það án þess að vera með leiðindi. Nýja síðan, Viking Bay, sem spratt upp eftir að Torrent.is var lokað fjarlægir ekki efni þótt beðið sé um það. Skráaskipti eru komin til að vera og það er lítið sem við, framleiðendur kvikmynda og tónlistar, getum gert í því, nema að reyna að notfæra okkur þessa nýlegu tækni. Þó að Torrent.is hafi farið fyrir brjóstið á sumum, hikuðu þau ekki við að fjarlægja íslenskt efni, enda erum við svo fá og markaðurinn lítill. Það munar um hvern seldan disk. Því miður virðist sami skilningur ekki vera fyrir hendi á Víkingaflóa.
Hér á eftir má lesa bréfaskrif sem ég fann á "Hótanir" hluta Viking Bay. Það er leiðinlegt ef þetta er viðhorfið.
Ef einhver vill ekki að ég sé að birta þetta má láta mig vita.
Þessu bréfi var svarað af stjórnendum TVB vegna þess að Unnar var í útlöndum er það var sent
Póstur #1 frá Zolberg
Sæll kæri viðtakandi
Ég heiti Ragnar Sólberg og er söngvari hljómsveitarinnar Sign auk
þess að reka útgáfufyrirtækið R&R músik
Ég hef komist að því að platan okkar "The Hope" er til niðurhals á
thevikingbay og í gær voru 150 manns búnir að downloada henni.
Við höfum marg rætt þetta á milli okkar og við viljum ekki að platan
sé á síðunni ykkar (eða annari) í heilt ár eftir að hún kemur út.
Ég vil því biðja ykkur/þig fallega um að fjarlægja plötuna sem fyrst
og vona að ég þurfi ekki að beita öðrum aðferðum til að koma því í gegn.
kv. Ragnar
Svar #1 frá Stjórnanda
Sæll, Ragnar, afsakaðu hvað ég svara seint.
Plötuni ykkar hefur þegar í stað verið eytt útaf.
Ástæða eyðingar,
Þar sem póstur þinn hljómar vinalegur þá gerum við það að eyða þessu eintaki útaf.
Póstur #2 frá Zolberg
Ok cool
Takk kærlega fyrir það
Stjórnandi sem var með völd á sínum tíma gerði þetta í leyfisleysi. Þetta var leiðrétt:
Leiðrétting frá Stjórnanda
Sæll Ragnar, Ég (************) skrifa fyrir hönd TheVikingBay núna, og vill segja þér að
einhver misskilningur hefur verið á milli stjórnenda, þar sem við eyðum engu efni útaf vefsíðunni okkar.
Sá stjórnandi gerði það í leyfisleysi, og munum við sjá til þess að þetta gerist ekki aftur.
Ef einhver notandi sendir inn eitthvað efni með Sign inn, munum við ekki eyða því aftur að ósk þinni eða einhverra annara,
því það er ekki stefna okkar.
Við munum ræða þetta við þann stjórnanda sem eyddi efninu út.
Ég afsaka þennan misskilning, þetta mun ekki koma fyrir aftur og mun efni þitt haldast inni á vefsíðunni okkar.
Í von um gott samstarf, og í von að þetta eyðileggi ekki traustið á milli okkar, TheVikingBay.
Póstur #3 frá Zolberg
******** ********
Ef þú vilt fara erfiðari leiðina þá er það í lagi mín vegna, ég er alveg viss um að þú átt ekki eftir að vinna þá baráttu
Annað hvort með lögum og reglugerð eða blóði og barsmíðum : )
Heyri í þér fljótlega
og já þú ert afsakaður
kveðja Ragnar
Leiðrétting #2 frá Stjórnanda
stfu
Tónlist | Breytt s.d. kl. 17:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
5.3.2008 | 07:11
Frjálst Tíbet?
Flott hjá henni! Ef allir gerðu svona væri kínverjum ekki líft í Tíbet.
Þetta minnir mig á atvik sem ég las um fyrir nokkrum dögum síðan. Málið er víst að þegar bókin Tinni í Tíbet kom út á kínversku, hér hún Tinni í Kínverska Tíbet. Fjölskylda Hergé var ekki sátt og lét taka bókina af markaði, þangað til búið var að leiðrétta tilitinn. Það er tvennt sem sló mig við þá frétt, að fjölskyldan hafi haft þor völd til að koma þessu í gegn og að kínversk stjórnvöld hafi gefið eftir.
Það er engin spurning að Kína veit upp á sig skömmina. Öll hegðun þeirra gagnvart Tíbetsmálinu ber það með sér. Það er um að gera að sem flestir sem ná eyrum almennings geri eins og Björk, bjóði Tíbet í heim sjálfstæðra þjóða.
Útilokar Björk sig frá frekara tónleikahaldi í Kína? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
26.2.2008 | 17:12
Áhugi
Fyndið, fréttin orðin 36 tíma gömul og enginn hefur gert athugasemd. Er nokkuð ólíklegt að LiveWhateveryoucarefor dæmið sé orðið þreytt? Live Aid var mikill atburður, ekki síst vegna þess að svona hafði ekki verið gert áður. Að vísu hafði George Harrison sett Concert for Bangladesh á fót, en það var 14 árum áður og ekki eins stórt og Live Aid. Á eftir komu Ferry Aid, Net Aid og sennilega fleiri. Það var svo 2005 sem Live8 endurvakti þetta form. Það var mikið um dýrðir, en það toppaði ekki Live Aid. Svo kom Earth Aid og nú Peace Aid, eða hvað það mun heita. Er ekki bara soldið mikið að hafa svona árlegan viðburð? Kannski að sviknum loforðum og sömu gömlu eymdinni þrátt fyrir allt sé um að kenna? Það er sama hvað Bono öskrar, ekkert gerist.
Svo er kannski spurning hvort Bono sé ekki orðinn ansi heimilisvanur hjá fólki sem lætur sig eymd þriðja heimsins engu skipta.
Stórtónleikar fyrir frið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 18:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.2.2008 | 20:56
Dýragarðstuðrur
Einu sinni var íslendingur sem fór til London í nám. Hann átti systur. Hún kom í heimsókn og það vildi svo til að fjórir írar höfðu ákveðið að spila fjórum sinnum á Wembley Stadium. Það var því farið, enda mikið um dýrðir.
Ég man eftir að hafa keypt ZooTV smokka. Held ég eigi þá ennþá einhversstaðar. Myndinni hér til hægri var stolið af netinu.
Smokkar með félagsmerki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.2.2008 | 12:16
Óskalög Sjómanna
Allir sem komnir eru yfir áttrætt muna sennilega eftir óskalögum sjómanna þar sem Gylfi Ægisson og aðrir áttu heima. Fyrirvinnan var að heiman svo dögum skipti og þá var ekkert annað að gera en að senda hvoru öðru óskalög. Stundum voru smellir líðandi stundar spilaðir, en yfirleitt voru þetta sjóaravísur.
Það er spurning hvort þetta lag Mark Knopfler hefði ekki verið vinsælt. Það heitir The Trawlerman Song (Lag Togarasjómannsins). Það er ekki bara textinn sem hefði passað við óskalagaþáttinn, heldur finnst mér lagið og spilamennskan svipuð því sem var í gangi. Kannski Lónlí Blú Bojs eða Lúdó hefði vippað þessu yfir á íslensku og gert megasmell úr því.
Það er svo auðvitað gaman að segja þeim sem ekki vita að hljómborðsleikarinn í þessu lagi samdi tónlistina við myndina sem ég var að senda fullt af fólki. Heimurinn er svo lítill ef maður heldur kíkinum öfugum.
Ég vonast til að hafa tíma til að blogga almennilega um DVD diskinn á mánudaginn. Á morgun þarf ég að taka upp hljómleika.
Góða helgi.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 12:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
2.2.2008 | 05:09
Don't Let it Be
Ég vona að geimverur hafi smekk fyrir tónlist. Annars erum við í klípu.
Ég vona þó að þeir sendi ekki Let it Be útgáfuna. Hún er svo slllóóóó. Phil Spector tók þetta létta og fallega lag, hægði á því og setti kór yfir. Hann fór svo langt að það virkilega hljómar eins og í slómó. Er ekki málið að senda fuglasöngsútgáfuna?
Bítlalagi útvarpað í geimnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)