Áhugi

Bono BushFyndið, fréttin orðin 36 tíma gömul og enginn hefur gert athugasemd. Er nokkuð ólíklegt að LiveWhateveryoucarefor dæmið sé orðið þreytt? Live Aid var mikill atburður, ekki síst vegna þess að svona hafði ekki verið gert áður. Að vísu hafði George Harrison sett Concert for Bangladesh á fót, en það var 14 árum áður og ekki eins stórt og Live Aid. Á eftir komu Ferry Aid, Net Aid og sennilega fleiri. Það var svo 2005 sem Live8 endurvakti þetta form. Það var mikið um dýrðir, en það toppaði ekki Live Aid. Svo kom Earth Aid og nú Peace Aid, eða hvað það mun heita. Er ekki bara soldið mikið að hafa svona árlegan viðburð? Kannski að sviknum loforðum og sömu gömlu eymdinni þrátt fyrir allt sé um að kenna? Það er sama hvað Bono öskrar, ekkert gerist.

Svo er kannski spurning hvort Bono sé ekki orðinn ansi heimilisvanur hjá fólki sem lætur sig eymd þriðja heimsins engu skipta. 


mbl.is Stórtónleikar fyrir frið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bónó, Búss, Búss Eldri og Beinó,  medalíur sem Beinið hefur fengið frá drottningu og fleirum hugumstórum....

Hann er nú alveg búinn að missa allan trúverðugleika, rokka fyrir friði með búss, hversu heimsk heldur hann að við séum

Gullvagninn (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 19:29

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

nei, ég held að hann geri það sem hann getur. og það er ábyggilega mjög gott að hann hefur fætur á báðum stöðum og talar tungumál þeirra og okkar !

Bless í daginn

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 27.2.2008 kl. 12:28

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Lestrarkvitt. Veit ekki hvað á að segja um þetta. Vona bara að þetta komi af einhveju gagni. Meina tónleikarnir.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 27.2.2008 kl. 17:33

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Þessi mynd segir nú allt um bono... fyrir utan það að hann syngur vel

Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.3.2008 kl. 01:02

5 identicon

Óviðkomandi þessari færslu en ég hef fengið pakkann í hendurnar, nú er bara að finna tíma til að kíkja á herlegheitin. Takk fyrir mig :)

Ragga (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband