Frjálst Tíbet?

Flott hjá henni! Ef allir gerðu svona væri kínverjum ekki líft í Tíbet.Tibet

Þetta minnir mig á atvik sem ég las um fyrir nokkrum dögum síðan. Málið er víst að þegar bókin Tinni í Tíbet kom út á kínversku, hér hún Tinni í Kínverska Tíbet. Fjölskylda Hergé var ekki sátt og lét taka bókina af markaði, þangað til búið var að leiðrétta tilitinn. Það er tvennt sem sló mig við þá frétt, að fjölskyldan hafi haft þor völd til að koma þessu í gegn og að kínversk stjórnvöld hafi gefið eftir.

Það er engin spurning að Kína veit upp á sig skömmina. Öll hegðun þeirra gagnvart Tíbetsmálinu ber það með sér. Það er um að gera að sem flestir sem ná eyrum almennings geri eins og Björk, bjóði Tíbet í heim sjálfstæðra þjóða.


mbl.is Útilokar Björk sig frá frekara tónleikahaldi í Kína?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er búinn að lesa færsluna en hef ekkert að segja.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 5.3.2008 kl. 07:45

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Fín færsla hjá þér, Villi. Þetta var göfugmannlega gert hjá hugsjónakonunni Björk að taka upp hanzkann fyrir hina kúguðu þjóð Tíbeta. Sjálfur skrifa ég um málið HÉR og vísa þar til fleiri upplýsinga um Tíbet og Björk.

Jón Valur Jensson, 5.3.2008 kl. 09:57

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Þetta er lítil og einföld færsla. Það er svo margt sem ég gæti skrifað um Tíbet, ef ég hefði tíma. Kannski í kring um ÓL í Peking.

Villi Asgeirsson, 5.3.2008 kl. 10:26

4 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Lestrarkvitt.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 6.3.2008 kl. 22:08

5 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

þetta er alveg frábært hjá henni !!

Blessi þig á sunnudagskvöldi !

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 9.3.2008 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband