Færsluflokkur: Tónlist
29.1.2009 | 14:26
Ég vil hana!!!
Nú er ég svo æstur að ég á varla salt í grautinn. Ég er sennilega á leiðinni til Berlínar í vor eða sumar að taka upp eitt tónlistramyndband, eða þrjú. Fer eftir fjárlögunum. Ég emilaði auðvitað með það sama að ef það væri nokkur leið að nota þessa íbúð, yrði það að gerast. Verði hún enn í sama ástandi í mars, ætti þetta kannski að geta gengið upp. Nú er bara að bíða eftir því að KC og hennar fólk geri sitt besta. Þetta yrði svo kúl að ég myndi nota trefil!
Datt svo í hug að henda inn smádæmi sem ég tók upp með henni í fyrra. Ekki sama lag og síðast.
PS. til moggafólks. Nýju youTube myndböndin eru 480x295, en ég get ekki sett það hér inn.
Ósnortin íbúð frá tímum kommúnistastjórnarinnar kemur í leitirnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.1.2009 | 23:51
Alvöru tónlistarkona
Amy fór út í búð. Amy fór út með hundinn. Amy fór í frí. Amy fór á fyllerí. Amy söng lag. Nei, tek til baka þetta síðasta. Það er aldrei talað um það sem Amy hefur að atvinnu, enda varð hún ekki fræg á því.
Það er alltaf jafn erfitt að sætta sig við það að 0.1% góðra tónlistarmanna ná eyrum fjöldans. Ef svo mikið. Við störum á 3-4 nöfn og sjáum ekkert annað, enda er öðru ekki haldið að okkur. Við vitum allt um þetta fólk en ekkert um alla hina sem eru kannski ennþá hæfileikaríkari.
Ég fékk emil frá þýskri vinkonu um daginn. Hún er að spila í Hollandi og bauð mér að koma að sjá hana. Ég fór í kvöld, sá hana í Paradiso í Amsterdam. Hún var auðvitað fullkomin eins og alltaf. En hefur einhver heyrt á hana minnst? Ekki margir. Hún hefur ekki verið poppuð upp að einhverjum poppguði og markaðssett.
Ég kynntist henni í fyrra þegar ég féll fyrir lagi sem ég heyrði einhvers staðar. Ég varð að vita hver þessi K.C. McKanzie var. Stuttu seinna tók ég upp pínulitla hljómleika sem hún hélt í Amsterdam. Hún var ekki viss um að þetta væri rétti staðurinn til að kvikmynda. Þetta var minnsti staðurinn sem hún spilaði á. En það var ekki um annað að velja. Vegna anna var þetta eini dagurinn sem við gátum notað.
Nú fór ég og sá hana aftur. Núna sem áhorfandi og aðdáandi. Við spjölluðum eftir á og hún sagði mér að ný plata væri á leiðinni í september. Hvort ég væri ekki til í að gera myndband fyrir hana. Við fórum að spá í staði og enduðum í Berlín, heimaborg hennar. Það er því möguleiki að ég verði floginn eða lestaður til Berlínar í sumar til að taka upp myndband fyrir þessa elsku. Minn er heiðurinn.
Hér að neðan er eitt lagið sem við tókum upp í fyrrasumar á þessum ómögulega litla stað í Amsterdam. Lagið heitir Hammer and Nail. Endilega kíkið á mySpace síðuna hennar og hlustið á lag eða þrjú. Hún spurði mig hvort ég væri á leiðinni heim, hún hafi vilja koma til Íslands, svo hver veit. Kannski getið þið notið þess að sjá hana einhvern daginn.
Vill ekki skilja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 23:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.12.2008 | 21:23
2008
Þegar litið verður til baka á árið 2008... æi nei, á ekki bara að sleppa því? Þetta var hlaupár. Við lok 2007 tók við 2009. 2008 var aldrei til. Þetta gerðist aldrei.
Ísland vann sigur með því að tryggja sér gull í Pekingandabæ. Það vann svo hrikalegan ósigur þegar það ákvað að herma eftir skíðalýsingu Ómars frá því um árið. Hann rennir sér með þvílíkum þokka, svo hratt og örugglega. Það er unun að horfa á. Þarna fór hann á hausinn!
Vinnulega séð var árið mitt handónýtt. Næstum því. Vinn enn á flugvellinum. Það er gaman en launin eru svo slöpp að ég þarf að setja launaseðilinn í frysti til að geta lesið hann. Svo þarf ég að taka erlend lán til að geta keypt mjólk handa barninu. Ég vann í smá kvikmyndavinnu í sumar við að kvikmynda hesta hlaupandi í hringi og hoppand yfir hindranir. Ég er ennþá að reyna að fá borgað fyrir það. Stuttmyndinni var boðið að taka þátt í hátíð heima en var ekki sýnd, eins og ég komst að á síðasta degi eftir að hafa gert mér ferð heim til að vera viðstaddur. Hitti þó Papriku Steen og ákvað að ég vil vinna með henni í framtíðinni. Hitti líka Dag Kára og hann þekkti mig af einhverju námskeiði sem við vorum á saman fyrir um 20 árum. Krípí hvað sumt fólk er mannglöggt. Tók upp frábæra hljómleika með Mugison í Hollandi, bara svona "youTube rugl" eins og hann kallaði það. Tók upp tvenna Uriah Heep hljómleika og það gekk vel. Verður flott afurð ef DVDinn verður gefinn út. Svo kláraði ég fyrsta kvikmyndahandritið. Nú er bara að finna fúsan framleiðanda. Svo er nýtt handrit að rembast við að ná athygli minni. Ég kalla það The Filmmaker, svona til að byrja með. Það er sem sagt ofboðslega mikið að gera en ekkert að gerast.
Mitt persónulega líf var óspennandi, nema í október þegar afi dó, en það var spenna sem ég, hann og allir sem þekktu hann hefðu getað verið án. Fegurri manneskju var ekki hægt að finna og er missirinn því erfiðari að eiga við en ella.
2008 var vonlaust. Gleymum því bara að það hafi bara yfirleitt verið til og vonum að 2009 verð betra. Vonum að spillingarliðinu verði hent út og þessir þrír íslendingar sem eftir verða lifi í sátt við hvorn annan og landið. Ég vona svo að Híp diskurinn verði borinn fyrir augu almennings sem lepur hann upp. Svo vona ég að Undir Svörtum Sandi verði tekin upp og verði komin vel inn í eftirvinnslu í árslok. Vona að við þurfum ekki að vera í þessu bévítans basli áfram. Ég tók ekki þátt í góðærinu og hef því ekki áhuga á hallærinu heldur.
Ég óska þér, lesandi góður, gæfuríks árs. Gerum eitthvað gott úr þessu.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.12.2008 | 08:40
Elsku Emilía og Lay Low
Mikið væri gaman að sjá ykkur spila í Paradiso, Amsterdam. Ennþá skemmtilegra væri að fá að kvikmynda hljómleikana og búa til fallegan DVD disk sem þið getið verið stoltar af. Ég er að klippa og hljóðblanda hljómleikana sem við tókum upp með Uriah Heep um daginn, og ég get lofað ykkur að þið getir orðið stoltar af því sem við myndum búa til fyrir ykkur.
Það væri gaman. En ef þetta gengur ekki upp, kem ég bara sem áhorfandi. Vonandi.
Valdi Lay Low | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.11.2008 | 10:29
Misskilningurinn sem kostaði Lennon lífið
John sagði einhvern tíma að Bítlanir væru vinsælli en Jésú. Hann hafði sennilega rétt fyrir sér, en fólk hefur svo gaman af því að misskilja hluti sem því líkar ekki. Sagt var að hann hefði haldið því fram að þeir væru betri eða merkilegri. Tóm þvæla en hann varð samt að biðjast fyrirgefningar opinberlega. Það gerði hann og notaði tækifærið til að útskýra hvað hann hafði átt við.
14 árum síðar var hann myrtur af aðdáanda sem hafði mislíkað það sem hann misskildi.
Það er greinilegt af frétt MBL að Vatikanið, eða Heilagi Sjórinn eins og það er stundum kallað, er enn ekki búið að fatta hvað Lennon var að segja, því það fyrirgefur honum það sem fólk hélt að það hefði heyrt.
Páfagarður fyrirgefur" Lennon | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.11.2008 | 14:38
33 á 41
Hljómleikaferðalög eru erfiðisvinna. Þannig lagað. Hljómsveitirnar eru í hörku vinnu, en það er fólkið í kring um þær sem getur þurkað af sér svitann. Í síðustu viku tók ég upp tvenna hljómleika með Uriah Heep. Byrjað var að byggja sviðið upp úr tvö, svo var hljóðið prófað, svo kom hljómsveitin í sándtékk og allt var tilbúið um sex. Þá var farið í mat og svo voru allir tilbúnir fyrir hljómleikana sjálfa sem voru gallharðir. Um 11 var allt yfirstaðið og þá mátti taka allt saman og pakka inn. Um eitt var svo lagt af stað til næstu borgar.
Mér var sagt að þeir hefðu spilað á 33 hljómleikum á 41 dögum. Ekki slæmt fyrir hljómsveit sem er að nálgast fertugt.
Auðvitað getur soðið upp úr, en andinn var ótrúlega góður og fólk afslappað. Eitt sem kom upp á var þegar upphitunarhljómsveitin vildi nota ljósasjóið. Yfirmaður túrsins hélt nú ekki. Þegar þeir héldu áfram að fikta í ljósaborðinu spurði hann hvað þeir væru að gera. Þeir sögðust hafa leyfi eigandans. Hann horfði ískallt í augu stráksins og sagði, þetta eru mín ljós. Ég á þau, við ferðumst með þau og ég hef engan áhuga á skemmtilegum uppákomum þegar hljómleikarnir eru byrjaðir. Eigandi staðarins hefur ekkert með það að gera. Þar fyrir utan, á ég staðinn í kvöld. Ég á þig. Gerðu það sem þér er sagt og láttu ljósin vera.
En allavega, þetta gekk rosa vel. Vonandi get ég sýnt eitthvað innan fárra daga.
15 tónleikar á 19 dögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 14:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.11.2008 | 01:54
Uriah Heep uppteknir
Var að skríða inn úr dyrunum, klukkan langt gengin í fjögur að nóttu til. Allt er stillt og hljótt.
Síðustu dagar hafa verið allt annað en rólegheit. Ég fékk mér alveg ofboðslega stóran bita og svelgdist næstum því á honum. Ég myndi setja saman hóp og kvikmynda tvenna Uriah Heep hljómleika. Það gæti ekki verið svo erfitt. En allt klikkar auðvitað.
Á þriðjudag rétt fyrir hádegi fæ ég þær fréttir að ég eigi að taka hljóðið upp á margrása tæki, ekki bara myndina. Það varð uppi fótur og fit því ég hafði enga möguleika á því. Þetta reddaðist samt. Hljóðið var tekið upp á 24 rásir í voða gæðum (24bit, 48kHz (töluvert betra en CD)) og hljóðmaðurinn sagði mér að allt hefði gengið upp. Hann hafði hlustað á upptökuna frá í gær og hún hljómar víst alveg rosalega vel. Ég hafði eitthvað skoðað myndina og það sem ég sá leit mjög vel út. Ég hef trú á að við höfum náð að búa til eitthvað spes sem við og hljómsveitin getum verið stolt af.
Andrúmsloftið er mikilvægt þegar farið er í svona verk. Einhver hollendingur skipti sér af og var að setja reglur. Allt átti að fara í gegn um hann. Hann var leiðinlegur, en ég röflaði ekkert. Ég sá hann svo ekki á hljómleikunum, enda sóttist ég ekkert eftir því. Tour manager hljómsveitarinnar vildi halda utan um allt, þar á meðal okkur og það er bara fínt. Ég sá að hann gat orðið afskaplega orðljótur ef honum fannst fólk vera úti að aka og hann var eitthvað skellandi hurðum í dag, en við fundum aldrei fyrir neinu öðru en elskulegheitum.
Undanfarnir dagar, frá þriðjudagsmorgni, hafa verið skrítnir. Stundum hefur maður svo mikið að gera að tíminn hverfur. Þessir dagar hafa verið eitthvað mikið meira en það. Þess má geta að á miðvikudag sagði konan, "sjáumst á laugardaginn". Ég sé hana í fyrramálið í fyrsta skipti síðan þá, þótt við séum bæði heima utan vinnutíma.
Þetta er þó ekki búið, því nú þurfum við að setja þessa 25 klukkutíma af efni inn í tölvu og byrja að klippa. Það þarf að hljóðblanda svo að úr verði stereo og 5.1 hljóð. Svo þarf að setja allt saman á DVD. Þetta er rétt að byrja, en mikilvægasti hlutinn er búinn og hann heppnaðist vel, sýnist mér.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 02:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.11.2008 | 21:42
Kvöldið fyrir stóra daginn
Dagur er að kveldi kominn, en morgundagurinn lætur mig ekki í friði. Á morgun og föstudag mun ég, ásamt vöskum hópi, kvikmynda tvenna hljómleika bresku (sorry) hjómsveitarinnar Uriah Heep. Undirbúningurinn gekk vel þangað til í gær. Einn af sex kvikmyndatökumönnum forfallaðist. Ekkert stórmál, því ég hafði lofað fimm. Svo heyrði ég klukkan 10:33 í gær að við ættum að taka upp hljóðið líka. Ég var ekki par sáttur, enda á ég ekki multitrack tæki og hef ekki verið að vesenast í hljóðinu áður. Ég sendi emil til allra sem ég þekki í bransanum og hingdi í fleiri. Ekkert gekk. Þetta reddaðist þó í dag. Ungur maður sem þekkir einhvern sem ég kannast lauslega við hafði samband og bauð fram þjónustu sína og 24 rása græjunnar sinnar.
Hugmyndin hafði verið að eyða mánudegi til miðvikudags í að hóa saman hópnum, fá sér kaffi og ræða málin. Við myndum skoða hver væri á bíl og hvernig best væri að standa að öllu. Það gerðist ekki, því ég var á útopnu að redda hljóðdæminu. Eins og einhver tæknilegur umboðsmaður hljómsveitarinnar sagði, ef þetta er ekki tekið upp á fjölrásatæki getum við alveg eins sleppt þessu. Ég get svo sem ekki verið fúll út í hann, þó ég hafi rétt fyrir mér og þeir hafi misskilið mig. Þegar maður er farinn að vinna með svona frægu fólki verður maður að standa sig og redda hlutunum, eða sleppa þessu. Vilji ég þykjast vera kvikmyndagerðarmaður af einhverjum kaliber verð ég bara að gera það sem gera þarf.
Nú er sem sagt liðið á kvöldið fyrir fyrri hljómleikana. Á morgun kemur í ljós hvort hvort ég hafi staðið mig í undirbúnungnum. Morgundagurinn er sennilega mikilvægasti dagur minn til þessa í kvikmyndabransanum. Það eru miklir peningar í húfi og mannorð manns, þannig lagað. Gangi þetta upp, verði þetta góð hljómleikamynd, er framtíðin björt. Klikki þetta er ég kominn aftur fyrir byrjunarreit.
Nú er ég farinn að sofa. Morgundagurinn verður langur.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.11.2008 | 11:37
Allir eru vondir við okkur
Nú eru það þjóðverjar. Hvar endum við? Í kring um 1932?
Ég átti mitt Árni-Darling moment í gær. Klukkan 10:33 að morgni fékk ég svar við tölvupósti sem ég sendi fyrir viku síðan. Í þeim pósti hafði ég spurt um síðustu óskir Júæja Híp áður en við förum í að taka upp hljómleikana á fimmtudag og föstudag. Ég lét eina litla spurningu fylgja með, hvort hljóðupptakan væri ekki í góðum höndum hjá þeim. Ég hafði nefninlega sagt frá upphafi að þeir þyrftu að sjá um það sjálfir, hljóðblanda og senda okkur svo hljóðrásina. Nei, hann sagði að það væri í okkar höndum. Merkilegt, því ég hafði ekki bara sagt það í síma að þeir yrðu að gera það, heldur á ég tölvupóst frá því í júlí þar sem ég tek það fram. En það þýðir ekki að væla. Þetta er viðkvæmt mál og ef ég fer í rifrildi verður þetta sennilega blásið af. Maður verður að redda þessu.
Ég var því á útopnu í allan gærdag, reynandi að finna lausn á þessu máli. Hvernig get ég tekið upp 30 hljóðrásir á þeim fjárlögum sem ég hef, því ég hafði alls ekki gert ráð fyrir að standa í þessu sjálfur og borga einhverju mobæl stúdíói fyrir. Nú voru góð ráð dýr.
Það er enn ekki komið á hreint hvernig þetta verður leyst. Ég er nú að bíða eftir símtali frá einum, tölvupósti frá öðrum og þarf að hringja í þann þriðja.
Ég hafði ætlað mér að eyða síðustu tveimur dögunum í að plana kvikmyndaupptökurnar, en verð að geyma það og vona það besta, því hljóðið gengur fyrir.
Alltaf gaman að eiga við breta.
Vaxandi reiði í garð Íslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.11.2008 | 11:26
Skemmtilegt framtak ... burt með spillingarliðið
Þetta er stórskemmtileg hugmynd. Enn og aftur segi ég, ef ég væri á landinu... þetta er að verða alvarlegt. Verð ég ekki að fara að plana endurkomu? Mig langar að kaupa listaverk á 5000 kall, mig langar á borgarafundinn í Iðnó, mig langar að byggja upp nýtt og betra samfélag. Mig langar að vera á staðnum svo ég geti byggt upp síðuna Nýja Ísland. Mig langar svo margt.
Í fyrradag minntist ég á hugmynd sem ég fékk. Mig langar að gera kvikmynd um lífið í kjölfar hrunsins. Mér datt í hug að hún gæti orðið fjölskyldudrama. Rakel lét sér detta í hug að gera einhverskonar háðsádeilu um ástandið, sem ég held að gæti verið skemmtilegt verkefni. Gullvagninn kom svo með þá hugmynd að gera samsærismynd um þá sem að baki hruninu standa. Það er sjálfsagt full þörf á að kafa svolítið ofan í það og gera mynd. Kíkið endilega á þá færslu og látið heyra frá ykkur.
Svo er það stóra fréttin frá því í sumar sem er orðin svo lítil í samanburði við allt. Uriah Heep hljómleikarnir verða teknir upp á fimmtudag og föstudag. Maður hefur þá eitthvað að gera hér í afdalarassgatinu Hollandi.
PS. "burt með spillingarliðið" er átak einhverra bloggara. Við bætum þessu við titla til að minna fólk á að við viljum spillingarliðið burt.
Selja verk á 5.000 krónur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 11:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)