Kvöldið fyrir stóra daginn

Dagur er að kveldi kominn, en morgundagurinn lætur mig ekki í friði. Á morgun og föstudag mun ég, ásamt vöskum hópi, kvikmynda tvenna hljómleika bresku (sorry) hjómsveitarinnar Uriah Heep. Undirbúningurinn gekk vel þangað til í gær. Einn af sex kvikmyndatökumönnum forfallaðist. Ekkert stórmál, því ég hafði lofað fimm. Svo heyrði ég klukkan 10:33 í gær að við ættum að taka upp hljóðið líka. Ég var ekki par sáttur, enda á ég ekki multitrack tæki og hef ekki verið að vesenast í hljóðinu áður. Ég sendi emil til allra sem ég þekki í bransanum og hingdi í fleiri. Ekkert gekk. Þetta reddaðist þó í dag. Ungur maður sem þekkir einhvern sem ég kannast lauslega við hafði samband og bauð fram þjónustu sína og 24 rása græjunnar sinnar.

Hugmyndin hafði verið að eyða mánudegi til miðvikudags í að hóa saman hópnum, fá sér kaffi og ræða málin. Við myndum skoða hver væri á bíl og hvernig best væri að standa að öllu. Það gerðist ekki, því ég var á útopnu að redda hljóðdæminu. Eins og einhver tæknilegur umboðsmaður hljómsveitarinnar sagði, ef þetta er ekki tekið upp á fjölrásatæki getum við alveg eins sleppt þessu. Ég get svo sem ekki verið fúll út í hann, þó ég hafi rétt fyrir mér og þeir hafi misskilið mig. Þegar maður er farinn að vinna með svona frægu fólki verður maður að standa sig og redda hlutunum, eða sleppa þessu. Vilji ég þykjast vera kvikmyndagerðarmaður af einhverjum kaliber verð ég bara að gera það sem gera þarf.

Nú er sem sagt liðið á kvöldið fyrir fyrri hljómleikana. Á morgun kemur í ljós hvort hvort ég hafi staðið mig í undirbúnungnum. Morgundagurinn er sennilega mikilvægasti dagur minn til þessa í kvikmyndabransanum. Það eru miklir peningar í húfi og mannorð manns, þannig lagað. Gangi þetta upp, verði þetta góð hljómleikamynd, er framtíðin björt. Klikki þetta er ég kominn aftur fyrir byrjunarreit.

Nú er ég farinn að sofa. Morgundagurinn verður langur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég vona svo sannarlega að morgundagurinn verði þér farsæll Til hamingju með áfangann!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 12.11.2008 kl. 23:08

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Gangi þér vel.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 12.11.2008 kl. 23:25

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Takk fyrir báðar. Klukkan er nú korter yfir 3. Ég var byrjaður að skipuleggja daginn klukkan átta í morgun og var að koma heim. En hvað um það, hljómleikarnir voru frábærir, ljósasjóið rosalega flott og allt small eins og teygja við rass. Hljómleikarnir á morgun verða enn betri því ég var að tala við hljómsveitina og þeir voru með fullt af spurningum og hugmyndun, hannaðar til að bæta seinna kvöldið.

Rosalega er þetta skemmtilegt, þótt þetta sé meira krefjandi en handrukkari.

Villi Asgeirsson, 14.11.2008 kl. 02:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband