Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
26.4.2009 | 05:45
Já og nei
Kvótakerfið er klúður frá upphafi til enda. Það brennur á fólki og fátt annað en alger uppstokkun dugar til að leiðrétta þetta næst stærsta klúður í sögu lýðveldisins.
ESB brennur ekki á fólki. Hrunið brennur á fólki. Samfó fékk trúboðafylgi. Samfó kom að hruninu, þvoði hendur sér og sýndi okkur veginn til lausnar eins og hvítklæddur trúboði í Afriku. Það tókst furðulega vel. Fólk klofaði yfir gluggapóstinn sem inniheldur fleiri núll en áður, meðal annars vegna mistaka Samfó, til að fara og kjósa Samfó.
Til hamingju Samfylking. Ekki gleyma hvers vegna þið unnuð. Ekki vegna þess að fólk treystir ykkur til að koma okkur í ESB, heldur vegna þess að fólk treystir Sjálfstæðisflokkinum ekki og þorir ekki að kjósa lengra til vinstri. Fylgið ykkar er óánægjufylgi, svo það er eins gott að halda kjósendunum ánægðum. Þið gerið það með því að taka á hruninu og afleiðingum þess, ekki tala endalaust um ESB sem einhverja töfralausn.
Göngum við í ESB við þær aðstæður sem nú eru, verður kvótakerfið þriðja stærsta klúður lýðveldisins.
![]() |
Ólína: Kvótakerfið og ESB brenna á fólki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.4.2009 | 04:21
Ísland Framtíðarinnar?
Maður er kjaftstopp. Það er fjórar ástæður fyrir því.
1. Það eru varla til hús í Reykjavík sem eru meira en nokkurra ára gömul. Verði gamli miðbærinn "uppfærður", eigum við ekkert eftir.
2. Það er ekki pláss í miðbænum fyrir "glæsibyggingar", bílastæði og umferðaræðar sem þær þarfnast.
3. Þurfum við virkilega meira af "glæsibyggingum", glæsibílum, glæsi þessu og glingur hinu? Hvað er að hja okkur? Ég er ekki að segja að við eigum að fara aftur inn í moldarkofana, en þetta nýríkisbull er farið út í öfgar.
4. Þetta er verst. Löggan virðist vera að vinna skítverkin fyrir verktakann eða einhvern í kring um hann. Þessar aðfarir eru algerlega út úr kortinu. Ættu kannski við í lögregluríki þar sem fólk er skotið á færi fyrir að hlýða ekki. Þetta er ekki Íslandið eins og ég þekkti það. Ekki Íslandið sem ég vil koma heim til. Hvert erum við að fara? Verðum við fangar einhverra afla sem við höldum að séu búin að vera? Þetta er þá allavega stofufangelsi, því sætin okkar eru mjúk.
Vona að ég sé að meika sens. Er að verða of seinn í vinnu, svo ég hef ekki tíma til að lesa þetta yfir of lagfæra. Vil bara biðja fólk um að fylgjast með. Ekki leyfa Íslandi að verða að einhverju lögregluríki. Við vitum hver við erum, inni við beinin. Við erum betri en þeir. Eða hvað?
![]() |
Fékk hland fyrir hjartað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.3.2009 | 10:06
Athugasemd vegna myndar

![]() |
Fylgi Framsóknarflokks minnkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.3.2009 | 20:43
Nei, við seljum bara pylsu með öllu
Okkur var talin trú um að Ísland væri lýðræðisríki. Annað hefur komið á daginn. Það sem kom sumum sjálfsagt á óvart var að Sjálfstæðisflokkurinn, þessi þarna hægra megin sem kenndi sig við frjálshyggju og allt það, var lengst frá lýðræðinu. Það voru ekki kommarnir sem vildu taka af okkur völdin. Nei, það voru mennirnir sem kenndu sig við sjálfstæði. (Tek fram að þessi færsla er ekki um ESB).
Þegar þegn frjáls lýðræðisríkis kýs til þings, á sá ekki að fá að ráða hvað hann kýs? Er það ekki undirstaða lýðræðis? Af hverju er Sjálfstæðisflokkurinn að berjast gegn sjálfsögðum mannréttindum íslendinga? Hvað liggur á bak við þá ákvörðun að segja okkur hvað við eigum að kjósa og hundsa svo það eina sem við höfum, útstrikanir?
Eftir það sem á undan er farið, skil ég ekki að það sé nokkur eftir sem getur hugsað sér að kjósa þennan ólýðræðislega og óábyrga flokk yfir sig.
![]() |
Persónukjör ekki lögfest nú |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.3.2009 | 10:40
Kostaði mig svefninn
Ég var að vinna í nótt. Vél frá Pronair átti að fljúga til Marseilles með bullur eftir fótboltaleikinn í Amsterdam. Brottför var áætluð klukkan 1:30 í nótt. Starfsmenn Marseilles flugvallar voru í verkfalli, svo við biðum og biðum. Drukknir frakkarnir sem ekkert tala nema málið sem mamma þeirra kenndi þeim voru orðnir óþolinmóðir, því við gátum ekkert sagt þeim. Um þrjú leytið fengum við þær fréttir að búið væri að opna flugvöllinn, svo við drifum liðið útí vél og sendum það af landi brott. Ég var kominn heim korter í fimm, tveimur tímum áður en barnið vaknaði og vakti mig.
Þetta væri ekki svo slæmt, ef ég hefði ekki verið að taka upp tónlistarmyndband í fyrrinótt. Þá svaf ég í þrjá tíma. Spurning hvort ég halli mér áður en ég mæti í vinnu seinna í dag. En það er svo mikið að gera... Sennilega læt ég það ekki eftir mér.
En hvað um það. Auðvitað eru frakkarnir sér á báti hvað verkföll varðar, en kannski sýnir þetta að ekki er allt í sólskinsljóma í ESB landi.
![]() |
Verkföll um allt Frakkland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.3.2009 | 08:38
Þökk sé Bob og Bono? - Nýlendustefna okkar tíma.
Í Afríku er nóg af gulli og demöntum, olíu og ræktarlandi. Þetta ætti því að vera ein ríkasta heimsálfa á jörðinni. Þó er hún sú fátækasta. Fáir búa við verri kjör en þeir sem vinna við það sem best gefur af sér, demantagröft og olíuvinnslu. Vesturlönd sjá til þess að Afríka haldist fátæk. Við viljum auðlindirnar á okkar kjörum og okkar skilmálum.

Þegar hinn almenni vesturlandabúi fær nóg og fer að rífa kjaft, er farið af stað með söfnun svo byggja megi trúboð sem útbýta hrísgrjónum og fiskimjöli svo fólkið þurfi ekki að drepast alveg. Í staðinn er því kennt hvernig Guð skapaði heiminn á viku og hvernig sonur hasn kom til að bjarga oss frá illu. Þeim líka.
Þetta virkar ekki. Afríka er jafn fátæk og hún var fyrir LiveAid hljómleikana í júlí 1985. Það er sama hversu mikið við gefum, það dugar ekki til. Ég get gefið fátækum manni að borða daglega, en ef ég gef honum ekki tækifæri til að bjarga sér sjálfum, mun hann koma á hverjum degi og biðja um meira.
Drop the Debt virtist vera falleg hugmynd. Loksins átti að fella niður skuldir svo afríkuríkin gætu byrjað upp á nýtt og komið sér upp úr skuldafeninu. Live8 var sett upp 2005, Bob Geldof barðist af krafti og Bono lét auðvitað sjá sig, enda sér hann sig sem einhvern mannúðarmessías (í boði BlackBerry). Pólitíkusar töluðu um bjartari framtíð og jafnrétti ríkjanna. En hvað gerist? Pólitíkusar og stjórnendur stórfyrirtækja geta ekki verið góðir, þeir geta ekki fellt niður skuldir og látið það duga. Nei, hugsunarhátturinn "what's in it for me" verður seindrepinn.
Til að skuldir verði felldar niður, verður viðkomandi land að taka upp vestræna viðskiptahætti. Fella niður innflutningstolla, því það er svo gott fyrir frjáls viðskipti. Eftir áratuga fátækt er kannski um 70% landsmanna kotbændur. Þeir framleiða korn og hrísgrjón og selja á mörkuðum nálægt heimilinu. Þegar öll innflutningshöft eru fjarlægð, fyllist markaðurinn af niðurgreiddum landbúnaðarvörum frá Evrópu og Bandaríkjunum. Okkar vörur eru ódýrari því ríkið er þegar búið að greiða hluta framleiðsluverðsins. Kotbændurnir geta ekki keppt, bregða búi og flytjast í fátækrahverfi í útjaðri stórborganna. Hefur líf þeirra batnað við að ríkið losnaði við skuldirnar? Nei, þvert á móti.
Þegar megnið af fátækum kotbændunum eru farnir á hausinn og fluttir burt, er það einfalt og ódýrt fyrir stórfyrirtæki á vesturlöndum og í Kína að kaupa upp heilu löndin í Afríku. Það kemur sér vel eftir 10-20 ár að eiga mikið ræktarland, því við horfum fram á gríðarlega fjölgun mannkyns, fólks sem þarf að éta. Ofan á það bætist græna hreyfingin sem heimtar græna orku. Biofuel verður að framleiða og þá þarf mikið flæmi lands.
Það er því engin tilviljun að stórfyrirtæki, og jafnvel erlend ríki, séu að kaupa upp land í Afríku akkúrat núna. Þetta er fjárfesting til framtíðar.
![]() |
Kínverjar kaupa upp Afríku í kreppunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.3.2009 | 09:18
Má ljós þeirra skína?
Þau eru rétt að koma fram og hafa ekki haft mikil tækifæri til að kynna sig, og hafa reyndar almennt mjög stuttan tíma til þess, segir Ólafur Þ. Harðarson á MBL.is um nýju framboðin.
Nýlega las ég á bloggi Birgittu Jónsdóttur að fjölmiðlar hafi ekki látið sjá sig á fundi Borgarahreyfingarinnar nýverið. Ef við viljum ekki áframhaldandi spillingu, verðum við að skoða nýju framboðin í fullri alvöru. Ekki vera hrædd við að atkvæðin falli dauð. Betra er dautt atkvæði en það sem vinnur gegn kjósandanum. Þar fyrir utan, ef nógu margir kjósa litlu framboðin, verða þau ekki svo lítil og atkvæðin munu lifa góðu lífi.
Ég skora á Moggann og aðra fjölmiðla að vera algerlega hlutlausir í umfjöllun sinni, a.m.k. fram að kosningum. Ekki láta eins og sum framboð séu ekki til, eins og gerðist með Íslandshreyfinguna síðast.
![]() |
Ekki hægt að afskrifa neina lista |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.3.2009 | 10:14
Geisp...
Ég reyni að tuða ekkert allt of mikið, en ég læt mig hafa að tuða núna. Þetta forrit, gera ljóta feita og bólugrafna manneskju fallega er svo gamalt. Það hafa verið gerðar þúsund seríur um allan heim sem allar eru eins. Þetta er auðvitað sjónvarpsefni sem fólk horfir á, nennir kannski ekkert endilega að horfa, en er ekki alveg nógu leiðinlegt til að skipta um stöð. Öll erum við með minnimáttarkomplexa og við horfum á þetta venjulega fólk verða fallegt og hugsum að svona viljum við líka verða. Þetta er svona séð og heyrt dæmi, ekkert innihald, en fólk virðist falla fyrir þessu.
Það er svo mikið að gerast á Íslandi. Heil þjóð í hremmingum. Hvernig væri að skoða hvernig kreppan er að fara með fólkið í landinu? Það er svo mikið af skemmtilegu og áhugaverðu fólki. Sagan okkar er full af dramatík sem virkilega gaman væri að heyra um. Gamla Ísland, land ómaganna, er að hverfa. Fólkið sem fæddist í torfbæjum er að hverfa. Við erum að verða of sein að ná því fólki á filmu. Ef ég væri á Íslandi, eða einhver nennti að styrkja mig...
![]() |
Íslendingar í yfirhalningu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.3.2009 | 10:51
Ræður IMF ekki?
Ef IMF ræður peningastefnu Íslands, hefði IMF átt að vita þetta fyrir. Hafi þeir ekki viljað sjá Straum drepast, hefðu þeir getað komið í veg fyrir það því IMF ræður ekki bara hér, heldur allsstaðar. IMF er nefninlega angi alþjóðaklíkunnar sem vill heimsyfirráð og er að nota kreppuna til að koma alheimsstjórn á koppinn.
Ekkert er gert á Íslandi nema IMF leggi sína blessun yfir það.
Hvíl í friði, Lýðveldið Ísland. Hvíl í friði, frjálsi heimur.
![]() |
Fall Straums tafði AGS |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.3.2009 | 11:25
Afætur
Á kóngurinn engan pening? Hefur hann ekki efni á einu brúðkaupi? Get ekki ímyndað mér að guminn sé af verkafólki kominn, svo kannski getur hann hent nokkrum krónum í púkkið.
Kóngafólk hefur traðkað á almenningi í aldir, dæmt fólk til dauða, dúllað sér í tilgangslausum styrjöldum og á síðustu árum lifað á þegnunum eins og sníkjudýr. Svo heimtar þetta lið einhverjar milljónir þegar stelpukindin vill gifta sig. Venjulegt folk á venjulegum launum þarf að borga fyrir sín brúðkaup með sínum launum sem það fékk fyrir sína vinnu. Af hverju getur kóngafólkið ekki borgað sjálft með laununum sem það fékk fyrir að brosa og vera upp á punt?
![]() |
Vill fá meira fé vegna brúðkaups |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |