Nei, við seljum bara pylsu með öllu

Okkur var talin trú um að Ísland væri lýðræðisríki. Annað hefur komið á daginn. Það sem kom sumum sjálfsagt á óvart var að Sjálfstæðisflokkurinn, þessi þarna hægra megin sem kenndi sig við frjálshyggju og allt það, var lengst frá lýðræðinu. Það voru ekki kommarnir sem vildu taka af okkur völdin. Nei, það voru mennirnir sem kenndu sig við sjálfstæði. (Tek fram að þessi færsla er ekki um ESB).

Þegar þegn frjáls lýðræðisríkis kýs til þings, á sá ekki að fá að ráða hvað hann kýs? Er það ekki undirstaða lýðræðis? Af hverju er Sjálfstæðisflokkurinn að berjast gegn sjálfsögðum mannréttindum íslendinga? Hvað liggur á bak við þá ákvörðun að segja okkur hvað við eigum að kjósa og hundsa svo það eina sem við höfum, útstrikanir?

Eftir það sem á undan er farið, skil ég ekki að það sé nokkur eftir sem getur hugsað sér að kjósa þennan ólýðræðislega og óábyrga flokk yfir sig. 


mbl.is Persónukjör ekki lögfest nú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jú, Villi, veistu? – það þarf að skipta um kjósendur.

Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 21:56

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Vera með skoðanakönnun of leyfa þeim sem kjósa af ábyrgð að kjósa? Sleppa hinum? Gæti virkað fyrir suma.

Villi Asgeirsson, 24.3.2009 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband