Kostaði mig svefninn

Ég var að vinna í nótt. Vél frá Pronair átti að fljúga til Marseilles með bullur eftir fótboltaleikinn í Amsterdam. Brottför var áætluð klukkan 1:30 í nótt. Starfsmenn Marseilles flugvallar voru í verkfalli, svo við biðum og biðum. Drukknir frakkarnir sem ekkert tala nema málið sem mamma þeirra kenndi þeim voru orðnir óþolinmóðir, því við gátum ekkert sagt þeim. Um þrjú leytið fengum við þær fréttir að búið væri að opna flugvöllinn, svo við drifum liðið útí vél og sendum það af landi brott. Ég var kominn heim korter í fimm, tveimur tímum áður en barnið vaknaði og vakti mig.

Þetta væri ekki svo slæmt, ef ég hefði ekki verið að taka upp tónlistarmyndband í fyrrinótt. Þá svaf ég í þrjá tíma. Spurning hvort ég halli mér áður en ég mæti í vinnu seinna í dag. En það er svo mikið að gera... Sennilega læt ég það ekki eftir mér.

En hvað um það. Auðvitað eru frakkarnir sér á báti hvað verkföll varðar, en kannski sýnir þetta að ekki er allt í sólskinsljóma í ESB landi. 


mbl.is Verkföll um allt Frakkland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband