Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Tölum við Norðmenn

Ráðamenn Íslands. Ekki gera neitt bjánalegt ofan á það sem þegar er gert. Tölum við norðmenn. Sjáum hvað við getum gert saman. ESB er ekki svarið. Treystið mér, ég bý í hjarta Evópusambandsins og lífið er ekkert betra hér.

Norðmenn eru frændur okkar og munu koma betur fram við okkur en þjóðverjar, frakkar og þjóðverjar sem hafa sannað það í gegn um aldirnar að þeir hugsa bara um sjálfa sig á kostnað nágrannanna. Síðustu mánuðir hafa sannað að það er ekkert breytt.


mbl.is Norðmenn búa sig undir ESB-umsókn Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kowalski einkennið

Það er ekki á hverjum degi sem maður fær bréf frá heimsþekktum rithöfundi, svo ég var hissa þegar ég tékkaði á emilnum í nótt.

Við buðum vinum í heimsókn og þar sem þetta fólk á flest börn, var ballið búið um tvö. Það er svo leiðinlegt að vakna með allt í rúst, svo ég fór í að taka til. Um þrjú var þetta orðið gott og ég ákvað að athuga hvort ég hefði fengið einhverjar skemmtilegar áramótakveðjur um kvöldið. Jú, þarna kom emill frá William Kowalski, höfundi Eddie's Bastard og fleiri frábærra bóka. Hann sagðist hafa fylgst með fréttum frá Íslandi undanfarna mánuði og var að enda við að horfa á frétt í sjónvarpi þar sem sýnt var frá mótmælum í Reykjavík. Hann veit að ég bý í Hollandi, en vildi vita hvort fjölskyldan væri nokkuð í vandræðum. Hann vildi heyra það frá íslendingi hvernig málin væru. Ég sendi honum langt svar þar sem ég útlistaði ástandið, ástæðurnar fyrir mótmælunum og reiðina í samfélaginu.

Hann vildi líka vita hvort hrunið myndi hafa áhrif á fjármögnun kvikmyndarinnar, Undir Svörtum Sandi. Þar gat ég lítil svör gefið, þar sem framleiðslan, kostnaður og allt henni viðkomandi er á frumstigi.

Það er fátt skemmtilegra en að hitta listamenn sem maður dáir af verkum sínum og komast svo að því að þeir eru yndislegt fólk. Það er svo auðvelt að ofmetnast og verða hrokanum að bráð. Ég hafði lesið allar bækurnar hans og fannst þær með því besta sem ég hef rekist á. Eftir að hafa kynnst honum sjálfum, sé ég hvaðan snilligáfan og kærleikurinn kemur. Sumt fólk hefur einhverja gáfu, eitthvað meira en við hin.

Einhver spurði mig í gærkvöldi hvort ég ætlaði að strengja einhver áramótaheit. Ég sagði svo ekki vera. Nennti ekki að standa í svoleiðis. En kannski breytti þessi tölvupóstur því. Kannski er það lærdómur dagsins. Sama hversu fræg og dáð eða gleymd og snjáð við erum, ef við sýnum öðrum áhuga og kærleik, skiptum við máli. Jákvæðni okkar hefur áhrif á fólk, þótt við vitum það ekki alltaf sjálf. Það sem við segjum við annað fólk getur haft áhrif. Við vitum aldrei hvaða orðum fólk gleymir og hverjum fólk man allt sitt líf. Ef við brosum til kassadömu sem er að berjast við baslið, fer hún kannski að brosa líka og erfiðleikarnir virðast yfirstíganlegri. Við höfum unnið góðverk án þess að hafa fyrir því, án þess að reyna á okkur. Við getum líka eyðilagt dag ókunnugra með því að vera með frekju, neikvæðni og yfirgang. Hvaða rétt höfum við til að ráðast inn í líf annarra á þann hátt. Oftast ráðumst við á fólk sem við þekkjum ekki því við þurfum útrás fyrir gremju sem einhver annar orsakaði. Þá er einfalt að ráðast á verslanafólk, ketti eða börnin okkar sem ekkert hafa gert af sér.

Kannski er það veganestið inn í nýtt ár. Verum jákvæð. Og burt með spillingarliðið, auðvitað! Wink

Ætla svo að klára þetta með því að segja GLEÐILEGT 2009 áður en ég missi mig út í einhverja ofurvæmni. 


Torfbærinn við stöðuvatnið

Vinnuveitandi borgar skatt fyrir launþega. Þetta er jafn einfalt og að bankakerfið megi ekki verða 12x stærra en þjóðarframleiðsla. Af hverju var skattstjórinn að krefja óviðkomandi fyrirtæki um skatt? Spyr sá sem ekki veit.

Síðan ég byrjaði að blogga hef ég skrifað margar færslur um að stóriðja sé ekki svarið. Ég hef verið kallaður nýaldarfifl, eða þar um bil. Sjálfsagt er ég samkynhneygð fjallgrasaæta, því allt eðlilega þenkjandi fólk hlýtur að sjá að álið er málið og að án þess blasi við kreppa og alsherjar vesen á fróni. Við, fjallagrasahommarnir og -lessurnar urðum að bíta í það súra að við værum fífl og að stóriðjan myndi bjarga okkur frá því að þurfa að selja einbýlishúsin og flytja inn í torfbæi. Við vorum bara svo í skýjunum að við föttuðum það ekki, enda hryðjuverkapakk upp til hópa.

Svo kom kreppan samt. Kárahnjúkavirkjun reddaði okkur ekki, heldu dýpkaði skuldafenið. Álverð hrundi vegna minnkandi eftirspurnar. Þegar kreppan er farin og gleymd (því hún mun gleymast svo við getum endurtekið hana seinna) mun trefjaplast eða eitthvað taka við álinu og við sitjum með falleg stöðuvötn um allt hálendið, sennilega umkringd torfbæjum. Kannski að það væri best, því við virðumst ekki skilja neitt flóknara en sauðburð og mjaltir.

Það er svo einfalt að segja að þeir sem ekki digga iðnað og peninga séu gufuheilar, en þegar öllu er á botninn hvolft...


mbl.is Ríkið endurgreiði Impregilo 1,3 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Draumaflokkurinn minn

Það er svo sem gott og blessað að Framfaraflokkurinn sé orðinn til, en ég hef það á tilfinningunni að hann njóti ekki almenns trausts. Þannig var það líka með Íslandshreyfinguna fyrir síðustu kosningar. Ég held að þa séu tvær aðalástæður fyrir því að fylgið hafi verið innan við 5%. Fólk var hrætt við að atkvæðið félli dautt vegna 5% reglunnar og stóriðjan átti marga fylgjendur og fólk var hrætt um að hreyfingin væri samtök græningja og fjallagrasatínslufólks. Hér að neðan er það sem ég vildi sjá í einum flokki. Efast um að hann sé til.
 
1. Sýna fram á að stóriðjan sé ekki sú töfralausn sem haldið var fram. Nú þegar álverð er komið niður fyrir viðmiðunarmörk eru Kárahnjúkar sennilega reknir með tapi. Það væri því betra að setja eggin í fleiri körfur í framtíðinni. Við erum ekki að tala um fjallagrös eða nýaldarfegurð. Það borgar sig í beinhörðum peningum að breyta áherslum.
 
2. Innganga í ESB getur ekki verið á dagskrá eins og er. Við erum í allt of veikri stöðu til að semja. Það er betra að koma okkur út úr þessari kreppu og tala svo, ef við teljum þörf á. Sumir tala um að með ESB aðild hefðum við meiri völd innan sambandsins. Með 2-3 evrópuþingmenn af 700, efast ég um það.
 
3. Það verður að fara fram skilyrðislaus og hlutlaus rannsókn á hruninu og aðdraganda þess. Ekki þetta yfirborðsklór sem nú er í gangi.
 
4. Við getum ekki sagt já og amen við kröfum breta og hollendinga í Icesave málinu. Vissulega brást íslenska kerfið, en þarlend yfirvöld vissu meira en íslenskur almenningur. Þar fyrir utan er notkun hryðjuverkalaga óásættanleg og ber okkur að gera athugasemd við það ferli.
 
5. Skoðuð verður einhliða upptaka erlends gjaldmiðils. Það getur verið evra, dollar, norsk króna eða hvað sem er. Það mál yrði að skoða vel áður en ákvörðun er tekin.
 
6. Stóreflt samstarf við Norðurlöndin.
 
7. Ísland verði tekið af lista hinna viljugu þjóða og lýsi sig spillingarlaust og sjálfstætt ríki.
 
8. Kosningalögum verði breytt. 5% reglan látin fara og kosið verði um fólk, ekki flokka.
 
9. Heilbrigðisþjónusta og menntakerfi fái þá fjárveitingu sem þörf er á, hugsanlega á kostnað utanríkisþjónustu og annarar yfirbyggingar ríkisins. Þessi þjónusta verði áfram í höndum ríkisins, ekki komi til greina að einkavæða hana.
 
10. Bankar og önnur ríkisfyrirtæki sem ekki fara beint með almannaheill verði einkavædd að nýju, en það gerist sjálfkrafa með útgáfu hlutabréfa á almennum markaði. Engum einum aðila verði gert kleyft að kaupa meirihluta, nema með því að kaupa bréfin á almennum markaði á þeim kjörum sem markaðurinn ákveður.
 
Svona u.þ.b. er mitt draumaframboð. Er þessi flokkur til? Er þetta hægri eða vinstri?

mbl.is Framfaraflokkurinn fær listabókstafinn A
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skoðanakönnun um ESB

ESB hefur aldrei falið löngun sína að fá okkur inn í sambandið. Ísland hefur ekki sýnt því áhuga, þótt við séum kaþólskari en páfinn í sumu. Þá ég við Schengen, sem margar ESB þjóðir hafa ekki séð ástæðu til að taka þátt í. Nú er búið að berja okkur til óbóta af sambandinu og á greinilega að notfæra sér veika aðstöðu okkar. Flýtimeðferðin, sem á víst ekki að vera til, stendur okkur til boða.

Ríkisstjórnin viðist hafa áhuga á aðildarviðræðum. Miðað við það sem á undan er gengið mun hún líka ákveða hvort við göngum Brussel á hönd eða ekki. Ég spái því að Olli hafi rétt fyrir sér, viið munum sækja um á árinu 2009 og verða komin inn í síðasta lagi 2011. Við verðum ekki spurð. Það verður engin þjóðaratkvæðagreiðsla. Evran verður svo orðin gjaldmiðill okkar í kring um 2016.

Endilega takið þátt í skoðanakönnuninni hér til vinstri. Eigum við að sækja um eða ekki? 


mbl.is Rehn: Ísland gæti komið óvænt með aðildarumsókn 2009
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Betri er kartafla en retta

Það er nú gott að McCain bjóði fram aðstoð sína. Kannski hann geti hjálpað Obama að læra biblíuna utan að eins og Palin. Hann getur þá kvótað biblíuvers meðan hann drepur, eins og gaukurinn í Tarantúllu myndinni. Kannski hann geti hjálpað Obama að hætta að reykja. Það virðist nefninlega vera hans stærsti galli.

Sem gerir hann að fjandi góðum forseta. Ef blysin eru hans stærsta vandamál er hann svo nálægt fullkomnun að framtíðin getur jafnvel talist björt. Lítil hætta á því, en það má láta sig dreyma.

Annars var ég að hugsa, af gefnu tilefni. Allt þetta anti-reykvæl og fólk sem er bara happí með Geira og Árna af því áfengi hækkar. Það er eins og fólk trúi því að áfengi og tóbak drepi alla sem deyja. Það er bara ekki svo. Held ég. Maður hefur þá allavega gaman af meðan þetta endist.

Kannski er ég ekki marktækur. Ég er að falla nett fyrir Film Noir, myndunum þar sem allir reykja og drekka eins og enginn sé morgundagurinn. Var alltaf hrifinn af dæminu, en nú er ég alveg að missa mig. Sá Casablanca um daginn eins og frægt er varla orðið, Kiss Me Deadly, The Big Sleep. Ég verð bara að viðurkenna að nútímaskvísurnar, edrú og reyklausar eru ansi litlausar miðað við Ingrid og hennar stöllur. Og voru þær þó í svart hvítu.

En hvað um það. Skál. Á einhver eld? 


mbl.is McCain heitir Obama aðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kominn tími á byltingu?

Samningaviðræður standa yfir...

Í tvo mánuði? Bretar beittu hryðjuverkalögum á okkur. Ég sé tvennt í stöðunni.

1. Þeir voru "way out of line" og við ættum að fara í mál við þá strax.

2. "Við" vorum að leika þvílíkan skítaleik að hryðjuverkalögin voru réttlætanleg. Þá á að reka ríkisstjórnina, fjármálaeftirlitið, seðlabankastjórn og gera eigur útrásarvíkinganna upptækar. Strax.

Það er ekkert annað í stöðunni. Annað hvort voru Bretar skíthælar eða við. What's it gonna be, pal? 


mbl.is Veita enn ekki viðunandi svör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dýr, en þess virði?

Það getur verið dýrt að spara. Dýrasta endurskipulagning mannskynssögunnar kann því að vera hverrar krónu virði ef rétt er að staðið. Því miður virðumst við ekki vera að fá peninganna okkar virði. Hvað erum við að borga fyrir ef sama fólk er í stjórn landsins, seðlabankans og hrundu bankanna þriggja? Sama fólk situr í nefndum og stjórnum verkalýðsfélaganna. Það fólk sem varð að láta sig hverfa er að rembast við að kaupa bankana og mun því komast aftur í stjórn þeirra. Útrásarvíkingarnir eiga ennþá nóg af peningum til að kaupa upp fyrirtæki. Kvótakerfið er óbreytt.

Það er allt í lagi að borga meira fyrir gæðavöru, en ég efast um að við séum að fá "value for money". 


mbl.is Dýrasta endurskipulagning mannkynssögunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei! Hingað með spillingarliðið!

Klára fréttina strákar (eða stelpur). Hvað á bankinn að kosta? Af hverju á að selja núna? Er hann ekki í eigu ríkisins? Af hverju fáum við þá ekki að vita um leynireikningana á Caymaneyjum og peningana sem á að hafa verið stungið undan gegn um KaupLux? Eru það ekki okkar peningar sem ættu að fara í skuldir? Af hverju á að selja vinum fyrrverandi bankastjórnenda? Af hverju voru þeir með 67 millur á manuði ef þeir bera enga ábyrgð? Hverju er verið að leyna?

Spurningin er, hefur einhver áhuga á að koma þessu skeri til hjálpar eða á bara að láta pakkið (þjóðina) éta það sem úti frýs?


mbl.is Eignast líbýskur banki Kaupþing í Lúxemborg?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfsmorð

Síðan kreppan skall á, fyrir rúmum tveimur mánuðum síðan, hefur mikið verið talað um krónur, evrur, pund, dollara, verðtryggingu, vexti og ábyrgð hinna og þessa. Ég man ekki eftir að hafa séð neina frétt um andlega heilsu þjóðarinnar. Það má vel vera að ég hafi misst af því, en málið er að við erum að stara svo mikið á peningana, eða vöntun á þeim, að við gleymum okkur sjálfum og hvoru öðru.

Skammdegið er skollið á. Þetta er erfiður tími fyrir marga í venjulegu árferði. Sjálfsmorðstíðni á Íslandi er með því hæsta sem gerist. Hefur einhver skoðað hvað er að gerast núna í kjölfar hrunsins? Er þeim að fjölga eða megum við eiga von á holskeflu eftir áramót?

Málið er að þegar einn maður tekur líf sitt, er það ekki hans einkamál. Hann dregur fjölskylduna, börn, forelda, systkyni og ástvini með sér inn í heim vonleysis. Það er líklegt að börn þeirra sem eigið líf taka muni aldrei ná sér að fullu. Eins og árar, megum við ekki við fjöldasorg á Íslandi í vetur.


mbl.is Mikið sótt í úthlutun fyrir jólin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband