Sjálfsmorð

Síðan kreppan skall á, fyrir rúmum tveimur mánuðum síðan, hefur mikið verið talað um krónur, evrur, pund, dollara, verðtryggingu, vexti og ábyrgð hinna og þessa. Ég man ekki eftir að hafa séð neina frétt um andlega heilsu þjóðarinnar. Það má vel vera að ég hafi misst af því, en málið er að við erum að stara svo mikið á peningana, eða vöntun á þeim, að við gleymum okkur sjálfum og hvoru öðru.

Skammdegið er skollið á. Þetta er erfiður tími fyrir marga í venjulegu árferði. Sjálfsmorðstíðni á Íslandi er með því hæsta sem gerist. Hefur einhver skoðað hvað er að gerast núna í kjölfar hrunsins? Er þeim að fjölga eða megum við eiga von á holskeflu eftir áramót?

Málið er að þegar einn maður tekur líf sitt, er það ekki hans einkamál. Hann dregur fjölskylduna, börn, forelda, systkyni og ástvini með sér inn í heim vonleysis. Það er líklegt að börn þeirra sem eigið líf taka muni aldrei ná sér að fullu. Eins og árar, megum við ekki við fjöldasorg á Íslandi í vetur.


mbl.is Mikið sótt í úthlutun fyrir jólin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var mikið talað um það þegar kreppan var nýskollin á að sjálfsmorðstíðni hefði aukist... stuttu síðar kom hinsvegar tilkynning frá lögreglu um að fólk skuli vara sig á því sem það leggur fram um svona mál því að tölur lögreglu sýndu enga aukningu á sjálfsmorðum enn sem komið var á þeim tíma.

Hinsvegar hef ég ekki séð fjallað um þetta síðan og veit ekki hvort e-ð hafi breyst síðan þá.... en ég held það sé rétt að manni ber að vara sig á því sem maður leggur fram án þess að vita nokkuð um það.

Jónína (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 08:05

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Kannski það, en það má heldur ekki grafa þetta og gera að einhverju feimnismáli.

Villi Asgeirsson, 4.12.2008 kl. 08:10

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Þjóðin er í áfalli og mikilli sorg og depurð og það versta er að stjórnvöld eru fullfær um að auka einungis æá þessa vanlíðan með fáránelgu framferði sínu og hroka. Og ekki sjáum við nein merki um að neitt breytist. Það er nóg til að fá algert  tremma. Sálfræðingar vara nú r´æaðamenn við þessu ástandi og segja upplýsingahöftin og það að við fáum ekkert að vita einungis auka þessa vanlíðan og reiði. Bara hræðilegt og efalust munu einhverjir gefast upp endanlega. Eins sorglegt og það nú er. Við skulum passa vel upp á hvert annað á þessum tímum.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 4.12.2008 kl. 10:47

4 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ég veit ekkert örugglega en heyrt hef ég að sjálfsmorðum hafi fjölgað í kjölfar kreppunnar.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 4.12.2008 kl. 13:14

5 Smámynd: Gunnhildur Ólafsdóttir

Vel ritað. Það er getur líka verið erfitt fyrir fólk að lýsa því hvaða áhrif sjálfsvíg hefur á fjölskyldu/vini nema hafa upplifað það sjálft, hræðileg upplifun..

Gunnhildur Ólafsdóttir, 6.12.2008 kl. 03:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband