Undir Svörtum Sandi - handritið tilbúið?

Fyrir þau sem eru að fylgjast með þróun kvikmyndarinnar, er ég með fréttir. Ég held að handritið sé tilbúið. Ég þarf að prenta það út og lesa í heild sinni í einni törn til að fá tilfinningu fyrir flæði sögunnar, en ég held að þetta sé bara komið. Handritið er 120 blaðsíður. Hver blaðsíða er um það bil mínúta í bíó, svo við erum að tala um tæplega tveggja tíma mynd. Veit ekki hvort það er of langt. Íslenskar myndir hafa yfirleitt ekki farið langt yfir 90 mínúturnar og þetta er mitt fyrsta verk í fullri lengd.

Nú er bara að sjá hvernig þessu verður komið í verk. Hvenær fara tökur fram, hver framleiðir, hverjir munu vinna að henni, hvaða leikarar passa í hlutverkin, hvernig verður þetta fjármagnað? Handritið er kannski tilbúið, en við erum rétt að byrja. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnhildur Ólafsdóttir

Til hamingju. Og ef að mynd er góð þá vill maður ekki að hún taki endir!

Gunnhildur Ólafsdóttir, 6.12.2008 kl. 04:24

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Þá er bara að vona að það sé eitthvað varið í þetta.

Villi Asgeirsson, 6.12.2008 kl. 08:33

3 identicon

Til hamingju með það, en um hvað fjallar svo myndin?

kveðja Rafn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 08:57

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ég skrifaði eftirfarandi úrdrátt. Þetta er á ensku og ekki kannski eins pússað og það verður, en gefur kannski hugmynd um hvað þetta er. Ekki mikla hugmynd, því þetta gæti verið hvaða mynd sem er, en allt er betra en ekkert. Það ma svo sem benda á að handritið er lauslega byggt á stuttmyndinni Svartur Sandur. Sýnishorn má sjá sé klikkað á hlekk hér til vinstri.

Peter is a successful businessman. He is unstoppable. Even politicians, rules and regulations are no match for his wits. Unknown to others, he suffers from terrible nightmares. When a colleague is murdered, Peter is the prime suspect. He goes undercover to clear his name, but as he digs up the past, he realises that he is not as innocent as he thought. As he sinks deeper into a long forgotten past, the lines between nightmares and reality, good and bad, become so blurred that he has to learn to know himself all over again.

Villi Asgeirsson, 6.12.2008 kl. 09:20

5 identicon

Takk fyrir þetta

kveðja Rafn

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 10:45

6 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Til hamingju með þetta.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 6.12.2008 kl. 11:59

7 Smámynd: kiza

Áhugavert verkefni :)    Gangi þér sem allra best með fjármögnun og mönnun!

 -Jóna.

kiza, 6.12.2008 kl. 12:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband