Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
26.1.2009 | 13:30
OMFG
Ég vona svo sannarlega að forsetinn hafi utanþingsstjórn í pípunum. Ég sé enga aðra stöðu eins og er.
Búsáhaldabyltingin virkaði. Til hamingju Ísland. Vonandi leiðir þetta til einhvers góðs.
![]() |
Stjórnarsamstarfi lokið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2009 | 21:20
Gras
Gaman að sjá að grasið vill verða grænna. Auðvitað er það hið besta mál að rótin komi fram með nýtt framboð. Ég vona bara að þetta verði eitthvað sem hægt er að kjósa. Það sem í boði verður í maí, verða gömlu flokkarnir með flottu merkjunum og flottu ræðumönnunum með dýru bindin og svo nýju grösin sem stama og segja bjánalega hluti vegna reynsluleysis. Og eru í grænum sokkum, en það er algert nónó ef maður vill láta taka sig alvarlega. Margt í stefnuskránni verður stórkostlegt, sumt of gott til að geta gengið og eitthvað verður sjálfsagt um hluti sem fá fagurbláa fuglaskoðara til að engjast um af kjánahrolli.

Nýju framboðin munu skipta 10% á milli sín og gamla liðið fær 80%. Við viljum nefninlega ekki henda atkvæðinu í framboð sem kemst örugglega ekkert inn, svo við krossum við sjallana, samfó eða frumsókn. Jú, og svo er það holskeflan sem kýs VG. Steingrímur J. verður forsætisráðherra, staða sem hann lét sér ekki detta í hug að hann myndi hreppa. Vesgú og verði þér að góðu. Ekki svelgjast á bitanum.
Hvað um það. Óska grasrótinni til hamingju, vona að hún verði málefnanleg og mæli með þessu, bara svona rétt til að gera rótina mýkri og atkvæðavænni. Know thy enemy or you shall die, sagði mér lítill fugl einhvern tíma.
![]() |
Unnið að framboði grasrótarhreyfinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.1.2009 | 18:39
5%
![]() |
Nýtt þingframboð í undirbúningi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.1.2009 | 15:29
Skiftimint
23.1.2009 | 16:02
Uppnám
Ég vil byrja á að óska forsætisráðherra skjóts og fulls bata. Þó verð ég að lýsa furðu minni á að hann noti veikindi sín sem ástæðu fyrir kosningum. Það var orðið ljóst að ríkisstjórnin naut ekki stuðnings fólksins. Geir hefði átt að boða til kosninga fyrir löngu, taka til í Seðlabankanum og hjá FME og gera allt sem mögulegt var til að fá útrásarvíkingana til að skýra sín mál og hjálpa í uppbyggingingarstarfinu. Hefði hann gert þetta, væri fólki sennilega ljúft að leyfa honum að sitja fram að kosningum. Hann hefði kannski fengið slatta af atkvæðum. Meira að segja ég var að hæla honum strax eftir hrun. Hann hefði ekki fengið nóg til að hanga í stjórn, en nóg til að skilja við með reisn. Það er auðvitað orðið allt of seint og nú notar hann veikindi sín sem ástæðu fyrir kosningum. Ég er ekki alveg að fatta það.
Þorgerður Katrín verður forsætisráðherra. Það er hálf fyndið þegar maður spáir í tengsl hennar við einn bankanna. Það má þó eflaust ganga að því sem vísu að hún mun aldrei eiga afturkvæmt í embættið. Sjálfstæðisflokkurinn mun tapa á mælikvarða Framsóknar og öllu forystuliðinu verður skipt út. Svo verður hún rannsökuð, ásamt eiginmanninum. En þetta er nóg til að komast í kladdann og kannski er það málið. Að komast á lista yfir Forsætisráðherra Lýðveldisins.
Margir fara fram á að nú verði mótmælum hætt. Ég efast um að það muni gerast, því enn situr Davíð sem fastast og enn sefur sama fólkið á skrifstofum FME. Ég og fleiri töluðum um utanþingsstjórn fyrir löngu, en það er ekki tekið í mál. Af hverju ekki að fá fólk sem hefur vit á hlutunum, og var ekki viðriðið spillinguna sem kom hruninu af stað, til að stjórna landinu þar til eftir kosningar? Af hverju er aldrei það gert sem best er fyrir þjóðina?
Hvað um það. Geir, láttu þér batna. Þorgerður, njóttu meðan þú getur. Skríll, klæddu þig vel.
![]() |
Þorgerður leysir Geir af |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.1.2009 | 06:47
Þolinmæðin dó í nótt
Í gær hélt ég ennþá að stjórnvöld væru ekki með á nótunum. Þau væru kannski ekki að fatta hvað þjóðinni finnst. Nóttin sýndi að þau vita nákvæmlega hvað er í gangi, þeim er bara skítsama. Að beita táragasi, lemja fólk og ráðast á fjölmiðlafólk er einu skrefi of langt. Kannski tveimur, en allavega of langt.
Það er kominn tími til að koma þessu liði frá. Spilling og "get ekki tjáð mig" ruglið er eitt, en að láta eins og einhverjis fasistar er allt annað mál. Komum þessu liði frá völdum, allra okkar vegna. Sérstaklega lögreglunnar vegna. Ég get ekki ímyndað mér að margir lögreglujónar njoti þessa ástands, þótt þar séu rotin epli eins og annars staðar. Fari stjórnin frá hætta þessi mótmæli og uppbyggingin getur hafist.
Geir og Björn gengu frá stjórninni í nótt. Þeir mega aldrei gegna opinberum stöðum eftir þetta, nema þeir geri grein fyrir sínum málum.
![]() |
Táragasi beitt á Austurvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.1.2009 | 13:19
Stjórnin fallin?
Hvað tekur við ef svo er? Ekki getum við kosið fyrir helgi. Er einhver tilbúinn með lista yfir fólk í þjóðstjórn sem starfar til kosninga? Það væru bestu fréttir í langan tíma.
Áfram Ísland!
![]() |
Fundað með flokksformönnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.1.2009 | 21:33
...í hausi Geirs?
Mikið ofboðslega hefði ég gaman af því að vita hvað er að gerast í hausnum á Geir. Hann ákvað að sitja sem fastast. Ókei, því fylgdi viss áhætta en hefði hann staðið sig vel hefði það gengið upp og hann orðið þjóðhetja.
Hann gerði ekkert eða sagði okkur allavega ekki frá því. Útrásarvíkingarnir sem eyddu peningunum okkar og annarra ganga enn lausir. Það gengur ekkert í að draga spillingarliðið til saka. Elskan og Brúnn settu á okkur hryjuverkalög, Geir sagðist ekki myndu láta kúga sig en gerði ekkert. Hann gefur, þvert á móti, í skyn að við séum sek. Geir hefur ekkert gert. Ekkert.
Nú er allt að verða vitlaust og hann kemur með sömu tugguna. Hann ætlar ekki að tjá sig um málið. Hann tjáir sig aldrei, svo við hverju var að búast.
Hvað ætli sé að gerast í hausnum á honum? Hvað er svo sterkt að hann fremji pólitískt sjálfsmorð fyrir það? Fyrir hvern er hann að vinna?
![]() |
Fólk var að bíða eftir þessum degi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.1.2009 | 15:15
Aumingjar
Þeir byrja á því að maka krókinn á okkar kostnað.
Svo leyfa þeir landinu að hrynja ofan í skuldafen án þess að gera neitt. Hvort sem það var viljandi eða óvart eru þeir óhæfir.
Svo héldu þeir áfram að gera ekkert, eða segja ekkert. Skiptir ekki máli. Þetta eru orðnar okkar skuldir og við eigum rétt á að vita hvað er í gangi.
Svo leyfa þeir fjárglæframönnum að skjóta ennþá meiri peningum undan og gera ekkert til að ná neinu frá þeim.
Svo þegar þeir eru búnir að bora í nefið í fjóra mánuði, leyfa þeir sér að sprauta piparúða í andlitið á fólkinu sem á að borga brúsann og biðja um vinnufrið í leiðinni?
Er þetta fólk alveg gjörsamlega heiladautt? Út með þetta pakk með góðu eða illu.
![]() |
Piparúði og handtökur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.1.2009 | 16:17
Heilaþvottur?
Ég er bara að spá og fólki er velkomið að leiðrétta mig ef ég er að bulla, en...
Er það rétt sem ég sé að þegar talað er um ESB aðild, er það alltaf sett upp sem lausn? Af hverju sé ég aldrei gagnrýni á hugsanlega ESB aðild? Ég er ekki að segja að hún sé endilega slæm hugmynd, enda á þjóðin öll að ákveða það, en hvernig á það að vera hægt ef maður sér bara fréttir um að allt muni lagast með ESB aðild? Eða að allt muni fara fjandans til án hennar?
![]() |
Voru í raun án Seðlabanka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |