Gras

Gaman að sjá að grasið vill verða grænna. Auðvitað er það hið besta mál að rótin komi fram með nýtt framboð. Ég vona bara að þetta verði eitthvað sem hægt er að kjósa. Það sem í boði verður í maí, verða gömlu flokkarnir með flottu merkjunum og flottu ræðumönnunum með dýru bindin og svo nýju grösin sem stama og segja bjánalega hluti vegna reynsluleysis. Og eru í grænum sokkum, en það er algert nónó ef maður vill láta taka sig alvarlega. Margt í stefnuskránni verður stórkostlegt, sumt of gott til að geta gengið og eitthvað verður sjálfsagt um hluti sem fá fagurbláa fuglaskoðara til að engjast um af kjánahrolli.

Gras

Nýju framboðin munu skipta 10% á milli sín og gamla liðið fær 80%. Við viljum nefninlega ekki henda atkvæðinu í framboð sem kemst örugglega ekkert inn, svo við krossum við sjallana, samfó eða frumsókn. Jú, og svo er það holskeflan sem kýs VG. Steingrímur J. verður forsætisráðherra, staða sem hann lét sér ekki detta í hug að hann myndi hreppa. Vesgú og verði þér að góðu. Ekki svelgjast á bitanum.

Hvað um það. Óska grasrótinni til hamingju, vona að hún verði málefnanleg og mæli með þessu, bara svona rétt til að gera rótina mýkri og atkvæðavænni. Know thy enemy or you shall die, sagði mér lítill fugl einhvern tíma.


mbl.is Unnið að framboði grasrótarhreyfinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stjórnleysi í a.m.k. 5 ár...

Lesið þingsályktunartillögu sem Vinstri Græn lögðu fram í upphafi þings 2005:

“(5. mál á 132. löggjafarþingi, þskj. 5.)

Með hliðsjón af mikilvægi þess að:
a. verðbólga náist sem fyrst niður fyrir viðmiðunarmörk Seðlabankans,
b. stöðugleiki haldist á vinnumarkaði og kaupmáttur launa verði varðveittur,
c. sjálfbær þróun verði leiðarljós í orku- og atvinnumálum og þróun þjóðlífsins almennt,
d. tryggja útflutnings- og samkeppnisgreinum viðunandi starfsskilyrði,
e. bæta skilyrði til nýsköpunar í atvinnulífinu og til uppbyggingar sprotafyrirtækja,
f. draga úr viðskiptahalla og erlendri skuldasöfnun,
g. viðhalda stöðugleika í fjármálakerfinu og halda aftur af skuldasöfnun heimilanna,
h. jafnvægi náist á nýjan leik í þjóðarbúskapnum almennt,



ályktar Alþingi að fela ríkisstjórninni að grípa til eftirfarandi aðgerða:

1. Gefa út formlega yfirlýsingu um að hvorki verði af hálfu opinberra aðila stuðlað að né veitt leyfi fyrir frekari stórvirkjunum né uppbyggingu meiri orkufrekrar stóriðju en þegar er í byggingu, a.m.k. til ársloka 2012. Áhersla verði þess í stað lögð á fjölbreytta smáa og meðalstóra iðnaðarkosti af viðráðanlegri stærð fyrir hagkerfið og aðstæður viðkomandi byggðarlaga.

2. Beina þeim tilmælum til Fjármálaeftirlitsins að hugað verði vandlega að áhættumati í bankakerfinu, svo sem hvað varðar áhrif af snöggri gengislækkun krónunnar eða lækkun fasteignaverðs. Markmiðið verði að hraður vöxtur útlána að undanförnu skapi ekki hættu fyrir efnahagslífið og farið verði yfir eiginfjárlágmörk og áhættugrunn fjármálastofnana í því ljósi.

3. Beina þeim tilmælum til Seðlabanka Íslands að íhuga vandlega að beita aukinni bindiskyldu hjá innlánsstofnunum, a.m.k. tímabundið, til að draga úr þenslu á peningamarkaði og huga að öðrum aðgerðum sem stutt geta viðleitni stjórnvalda til að endurheimta efnahagslegan stöðugleika, sbr. 2. mgr. 3. gr. laga um Seðlabanka Íslands, nr. 36/2001.

4. Yfirfara aðferðir við mælingar á þróun verðlags og athuga sérstaklega hvernig vænlegast sé að meta húsnæðiskostnað í vísitölu neysluverðs.

5. Tryggja aðhald í ríkisfjármálum og slá á þenslu með því að leggja fyrir Alþingi nú í haust árið 2005 tillögur um að falla frá eða fresta eftir atvikum a.m.k. hluta þeirra almennu skattalækkana sem lögfestar voru fram í tímann í desember 2004. Í staðinn komi aðgerðir til að bæta stöðu tekjulægstu hópa samfélagsins og barnafjölskyldna.

6. Efna til víðtæks samstarfs við aðila vinnumarkaðarins, samtök bænda, neytenda, öryrkja, og aldraðra, og aðra þá aðila sem efni standa til um aðgerðir þessar og þátttöku í að tryggja á nýjan leik efnahagslegan og félagslegan stöðugleika.

Reynir (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 02:37

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ja svei. Er þetta það sem jóðin vill ekki kjósa yfir sig? Hefði verið farið eftir þessu, værum við ekki í þessu veseni. Hver segir svo að VG geri ekkert annað en tuða?

Villi Asgeirsson, 26.1.2009 kl. 07:34

3 identicon

Talandi um grasrót....

http://www.youtube.com/watch?v=cGgs86SHw-s

Orri (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 10:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband