Torfbærinn við stöðuvatnið

Vinnuveitandi borgar skatt fyrir launþega. Þetta er jafn einfalt og að bankakerfið megi ekki verða 12x stærra en þjóðarframleiðsla. Af hverju var skattstjórinn að krefja óviðkomandi fyrirtæki um skatt? Spyr sá sem ekki veit.

Síðan ég byrjaði að blogga hef ég skrifað margar færslur um að stóriðja sé ekki svarið. Ég hef verið kallaður nýaldarfifl, eða þar um bil. Sjálfsagt er ég samkynhneygð fjallgrasaæta, því allt eðlilega þenkjandi fólk hlýtur að sjá að álið er málið og að án þess blasi við kreppa og alsherjar vesen á fróni. Við, fjallagrasahommarnir og -lessurnar urðum að bíta í það súra að við værum fífl og að stóriðjan myndi bjarga okkur frá því að þurfa að selja einbýlishúsin og flytja inn í torfbæi. Við vorum bara svo í skýjunum að við föttuðum það ekki, enda hryðjuverkapakk upp til hópa.

Svo kom kreppan samt. Kárahnjúkavirkjun reddaði okkur ekki, heldu dýpkaði skuldafenið. Álverð hrundi vegna minnkandi eftirspurnar. Þegar kreppan er farin og gleymd (því hún mun gleymast svo við getum endurtekið hana seinna) mun trefjaplast eða eitthvað taka við álinu og við sitjum með falleg stöðuvötn um allt hálendið, sennilega umkringd torfbæjum. Kannski að það væri best, því við virðumst ekki skilja neitt flóknara en sauðburð og mjaltir.

Það er svo einfalt að segja að þeir sem ekki digga iðnað og peninga séu gufuheilar, en þegar öllu er á botninn hvolft...


mbl.is Ríkið endurgreiði Impregilo 1,3 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

Er hægt að fá að sjá einhverja arðsemisútreikinga vegna fyrirhugaðrar fjallagrasatínslu ?

Eða einhver gögn sem styðja það að fjallagrasatínsla væri yfirhöfuð að standa undir sér ?

Annars höfðu all-margir VG-þingmenn tröllatrú á fiskeldi, sem allir vita hvernig endaði ? getur verið að fjallagrasatínslan hafi bara verið vinstri bóla, sem við vorum heppin að ekki var farið útí ?

Ingólfur Þór Guðmundsson, 23.12.2008 kl. 18:17

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Er hægt að fá að sjá einhverja arðsemisútreikinga vegna virkjana? Nei, hélt ekki.

Frekar vil ég fjallagrasatýnslu sem tapar hundrað þúsund en virkjun sem tapar hundrað milljónum.

Villi Asgeirsson, 23.12.2008 kl. 18:29

3 Smámynd: Snorri Sturluson

Mikið er ánægjulegt að heyra raddir sem þínar Villi, gleðilegt fjallagrasa-ár.

Varðandi kommentið hér að ofan um fiskeldið, vissulega var fiskeldið ekki sú töfralausn sem margir héldu. En fiskeldið skildi ekki eftir hálft hálendið undir vatni og eyðilagði landið fyrir komandi kynslóðum.

Snorri Sturluson, 2.1.2009 kl. 13:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband