Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Skíthræddur

Ég er skíthræddur um að gjörningurinn myndi virka. Yrði Davíð rekinn, sem væri kraftaverk í sjálfu sér, yrði hann örugglega kosinn af nógu mörgum til að komast inn á þing og vel það. Það eru athyglisverðir tímar framundan.


mbl.is Davíð: „Þá mun ég snúa aftur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Merkilegt fólk

Lakota

Lakota er falleg mynt, gefin út af fallegu fólki. Myntin er ekki bara útlitslega falleg, hugsunin á bak við hana er jafnvel enn fallegri. Því fleiri dollarar, krónur eða evrur sem prentaðar eru, því verðminni verða þær og það eiga þeir við þegar þeir segja að ríkisstjórnin sé að stela af þegnunum. Ef dollarinn fellur um 30% í gildi vegna offramboðs, á hver þegn 30% minni eignir. Það má kalla gengisfall þjófnað.

EddiePlentyHoles.Sioux.1899.ws

Þjóðflokkurinn var upphaflega kallaður Dakoda, en þeir breyttu um nafn þegar þeir voru hraktir frá sínum upphaflegu svæðum kring um stóru vötnin á landamærum USA og Kanada. Þeir börðust fyrir sjálfstæði en töpuðu orrustunni við Wounded Knee árið 1890. Áður höfðu þeir sigrað Custer í orrustunni við Little Big Horn, eins og frægt er.

Gull- og silfurpeningar eru kannski hugmynd sem fleiri geta skoðað, því á meðan góðmálmar halda sínu verðgildi, heldur myntin því líka.

Meira um þetta merkilega fólk má lesa hér


mbl.is Lakóta þjóðin stofnar banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fullveldi áfram!

Claus hefur lög að mæla. Við höfum verið ansi upptekin við að stara á vandann, enda skyggir hann á allt annað. Það er erfitt að sjá lausnir þegar maður er í miðri hringiðunni. Þegar maður er villtur er gott að skoða kort svo maður fái yfirsýn yfir landið. Auðvitað kemur bankahrunið hvorki með korti né leiðbeiningum, en þá er gott að hafa fólk sem sér vandann utan frá og getur bent á hvar við getum byrjað að byggja upp.

Fullveldi Íslands er 90 ára í dag. Til hamingju! Þegar litið er til baka má segja að þessi 90 ár hafi verið bölvað basl. Frostaveturinn, spænska veikin, kreppan. Svo kom stríðið og við komumst inn í nútímann, en þó máttu margir sætta sig við að búa í hriplekum og óþéttum bröggum fram undir 1970. Við vöndumst óðaverðbólgu, hruni fiskistofna, höftum og einangrun. Það er í raun ekki nema á síðasta áratug eða svo sem við höfum haft það þokkalegt.

En nú er ég að lýsa fréttum á fullveldistímanum. Fréttir hljóma alltaf verr en raunveruleikinn, enda eru hamfarir, morð og spilling meira spennandi en daglegt líf. Það er varla til sú kvikmynd þar sem einhver er ekki drepinn, því það er það sem við viljum sjá. Ekki upplifa beint, heldur í bíó og sjónvarpi.

Flestir sem ég þekki hafa haft það ágætt gegn um tíðina, þrátt fyrir óðaverðbólgu og innflutningshöft. Reyndar er ég viss um að hamingja þjóðarinnar hafi ekki aukist þegar peningarnir fóru að streyma inn í landið á síðustu árum. Með velsæld missum við þörfina á að standa saman, við missum það sem tengir okkur saman sem eina þjóð.

Claus talar um að forsenda uppbyggingar sé að hafa sterkan leiðtoga sem við getum þjappað okkur á bak við. Þann leiðtoga munum við ekki fá í bráð, því stjórnin mun sitja sem fastast. Kannski er það ekki alslæmt, því kosningar of snemma myndu kalla á ringulreið. Flokkar yrðu kosnir, ekki vegna hæfni og getu, heldur vegna reiði á öðrum. Sagan hefur margsýnt að reið þjóð getur ekki kosið vel. Ég vil bjóða Claus velkominn til landsins, vonandi það að ríkisstjórnin bjóði honum heim. Fáum allt upp á borðið svo við getum valið rétt í vor eða sumar. Þangað til þjöppum við okkur saman sem þjóð. Við þurfum ekki leiðtoga. Við höfum okkur sjálf og landið okkar.

Til hamingju með 90 ára fullveldi. Sjáum til þess að við höldum því um ókomna tíð. 


mbl.is Íslendingar einblína á vandann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stýrivextir lækkaðir í 1%

Mér skilst að IMF hafi farið fram á 18% stýrivexti til að verja krónuna og landið fyrir meiriháttar fjármagnsflótta. Nú virðast snillingarnir hafa komist að sömu niðurstöðu og sauðirnir sem vissu alltaf að erlendir fjárfestar myndu panikka og stóru lánin okkar hverfa úr landi. Þá er bara að setja ný neyðarlög sem setja upp Berlínarmúr fyrir peninga.

En ef peningarnir eru fastir á Íslandi og engin hætta á flótta, þarf ekki svona stýrivexti. Þá má lækka stýrivexti niður í 1% eins og IMF vill að öll hin löndin geri.

Af hverju fæ ég á tilfinninguna að ráðafólk sé að impróvísera og hafi ekki hugmynd um hvað skal gera? 


mbl.is Geta stöðvað gjaldeyrisflutninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Burt Með Spillingarliðið!

"...Samson Properties sem á tugi fasteigna við Skúlagötu, Hverfisgötu, Laugaveg, Vitastíg og Frakkastíg..."

Ef þetta er sami Samson og setti okkur á hausinn á að taka þessa tugi fasteigna upp í skuldir. Það er óþolandi að á meðan almenningur er skuldsettur langt fram yfir það sem hægt er að borga, eru þessir "menn" að pæla í því hvað þeir eigi að gera við allt draslið sem þeir eru búnir að safna. 


mbl.is Fáir að fara að byggja í miðbænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Getur verið að ríkisstjórnin sé að drepa málfrelsið í landinu?

Ég var að fá tölvupóst með nafninu Neyðarkall til Þjóðarinnar. Þar er talað um að vefsíðum og bloggum sem krefjast kosninga hafi verið lokað fyrirvaralaust. Ég þekki ekki málið og get ekki staðfest þetta, en ljótt er ef satt er. Ég ákvað að birta póstinn í heild sinni hér að neðan svo fólk geti skoðað málið án þess að ég sé að lita skilaboðin með mínu orðalagi. Stórir stafir og annað er eins og það kom fyrir í póstinum.

------ 

Við erum nokkrir aðilar sem hafa haft sig í frammi að auglýsa undirskriftarlista fyrir landsmenn á vefnum  www.kjosa.is og lýsa þar með yfir vilja sínum að fá að kjósa á ný.
 
Nú í dag hefur - heimasíðum, facebooksíðum  og bloggi  okkar hafi verið lokað án nánari skýringa.  
ÖLL GÖGN, ALLAR GREINAR OG LJÓSMYNDIR HAFA VERIÐ HREINSÐAR ÚT Á FACEBOOK SÍÐU NÝRRA TÍMA, Í HÓP SEM KALLAR SIG "ÁKALL TIL ÞJÓÐARINNAR"
  
Skilaboðin eru ÞVÍ skýr frá ríkisstjórn þessa lands TIL OKKAR ALLRA:
 
ÞJÓÐIN FÆR EKKI AÐ RÁÐA ÞVÍ HVORT HÚN VILJI KJÓSA ! 
 
NÚ VILJUM VIÐ HVETJA ALLA -ALLA TIL AÐ MÆTA Á MORGUN KLUKKAN 12:00 Í SKJALDBORGARMÓTMÆLIN  VIÐ ALÞINGISHÚSIР
 
MÓTMÆLUM ÖLL ÞESSUM AÐGERÐUM RÍKISSTJÓRNARINNAR TIL AÐ KÆFA NIÐUR ALLA UMRÆÐU UM KOSNINGAR. 
 
HÉR ER AUGLJÓSLEGA VERIÐ AРBRJÓTA Á MANNRÉTTINDUM  OKKAR ALLRA OG LÝÐRÆÐISLEGUM RÉTTI  OKKAR TIL AÐ KREFJAST ÞESSA AÐ FARIÐ SÉ SKV. LÖGUM ÞESSA LANDS OG AÐ HÉR FARI FRAM  KOSNINGAR HIÐ FYRSTA SAMKVÆMT MARG YFIRLÝSTUM VILJA LANDSMANNA SEM RÍKISTJÓRNIN  ÆTLAR  AÐ HUNSA EINS OG ALLT ANNAÐ. MINNUM Á AÐ ÞÖGN ER SAMA OG SAMÞYKKI! 

SAMEINUÐ STÖNDUM VÉR -  SUNDRUÐ FÖLLUM VÉR! 


mbl.is Íslendingar vilja Norðmanninn burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er alls ekki sannfærður um það heldur ... burt með spillingarliðið

Valgerður var einn aðal drifkrafturinn bak við einkavæðingu bankanna, aðgerðina sem er að setja íslendinga á hausinn. Valgerður var með stóriðju á heilanum og er sjálfsagt enn. Ég er alls ekki sannfærður um að þingmaður sem gerði svo hrikaleg mistök og trúir að enn frekari erlend lán og rányrkja muni redda málunum, sé hæfur formaður stjórnmálaflokks.

Mér er slétt sama hvort Framsókn lifi eða lognist út af, en vilji framsóknarfólk halda einhverju lífi í flokknum er þeim fyrir bestu að leyfa einhverjum öðrum að komast að.


mbl.is Valgerður óviss um formannsslag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað eru 54 milljarðar? ... burt með spillingarliðið

Við erum endalaust mötuð á endalausum tölum. Hundrað milljarðar þarna, þúsund hér. Við munum þurfa að borga í áratugi eða við verðum orðin fín eftir tvö ár. Hvað sem okkur er sagt, þá er bara einn sannleikur í málinu. Íslendingar eru látnir borga skuldir sem þeir skrifuðu ekki einu sinni upp á. En hvað eru 54 milljarðar mikið?

Það væri hægt að gera 540 íslenskar bíómyndir fyrir 100 milljónir stykkið. Það þykir íslensk stórmynd.

Segjum að það taki rithöfund sex mánuði að skrifa skáldsögu og hann fái 300.000 á mánuði, væri hægt að fjármagna skrif 30.000 íslenskra bóka.

Hægt væri að kaupa 2700 íbúðir fyrir þetta, miðað við 20 milljónir stykkið.

Þetta nægir fyrir 36.000 fjölskyldubílum (1,5 milljón stykkið).

Þetta eru mánaðarlaun nýju bankastjóranna í 2250 ár, nóg til að borga öllum þremur tvær milljónir á mánuði í 750 ár.

Þetta nægir til að borga hjúkrunarfræðingi laun í 18.000 ár. 

Ég er bara að tala um það sem við erum að borga fyrir Kaupþing í Þýskalandi, sem er ekki nema 308 milljónir evra. Icesave dæmið er margfalt stærra. 

Þetta voru okkar peningar. 


mbl.is Þjóðverjar lána Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óli brettir upp ermarnar ... og burt með spillingarliðið!

Tími diplómatískra orðaleikja er liðinn, bæði heima og erlendis. Mistök voru gerð og við vitum það. Ísland hefur gerst sekt um hrikalegt gáleysi, en hvar á þetta að enda? Ég er ánægður með Óla. Hann er okkar eina von. Jú, hann var ansi vel innan um hjá gosunum, en hann er samt okkar eina von. Hann er þekktur og virtur á alþjóðavettvangi og þegar hann segir eitthvað er hlustað.

Það sem ég vil sjá frá honum á komandi dögum er meira af þessu. Talaðu okkar máli á alþjóðavettvangi. Sýndu heiminum að við erum ekki svikarar og glæpahyski upp til hópa. Svo má hann setja þrýsting á stjórnvöld, jafnvel fara að tala um þjóðstjórn, verði okkar mál ekki leyst hratt og örugglega. Bara það að hann tali um það setur pressu á ríkisstjórnina að gera eitthvað. Gerist ekkert, má hann alveg fara að undirbúa stjórnarslit og myndun þjóðstjórnar með vit á málunum.

Hann var endurkosinn í sumar. Í ljósi síðustu vikna voru það mistök. Þetta er hans tækifæri til að sanna að hann sé verðugur forseti. Taki hann ekki fast á málunum núna, mun það eyðileggja orðspor hans að eilífu. 


mbl.is Forsetinn gagnrýndi nágrannaríki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

2000 manns á klukkutíma

imag0628
Gegndarlaus og tilgangslaus slátrun fyrri heimsstyrjaldarinnar hélt áfram fram á síðustu mínútu. Skrifað var undir vopnahlé klukkan fimm að morgni, 11 nóvember 1918, en gekk ekki í gildi fyrr en klukkan 11, sex tímum seinna. Áætlað er að tala látinna og særðra á þessum síðustu klukkustundum hafi verið yfir 10.000 manns.
 
Aldrei aftur... 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband