Óli brettir upp ermarnar ... og burt með spillingarliðið!

Tími diplómatískra orðaleikja er liðinn, bæði heima og erlendis. Mistök voru gerð og við vitum það. Ísland hefur gerst sekt um hrikalegt gáleysi, en hvar á þetta að enda? Ég er ánægður með Óla. Hann er okkar eina von. Jú, hann var ansi vel innan um hjá gosunum, en hann er samt okkar eina von. Hann er þekktur og virtur á alþjóðavettvangi og þegar hann segir eitthvað er hlustað.

Það sem ég vil sjá frá honum á komandi dögum er meira af þessu. Talaðu okkar máli á alþjóðavettvangi. Sýndu heiminum að við erum ekki svikarar og glæpahyski upp til hópa. Svo má hann setja þrýsting á stjórnvöld, jafnvel fara að tala um þjóðstjórn, verði okkar mál ekki leyst hratt og örugglega. Bara það að hann tali um það setur pressu á ríkisstjórnina að gera eitthvað. Gerist ekkert, má hann alveg fara að undirbúa stjórnarslit og myndun þjóðstjórnar með vit á málunum.

Hann var endurkosinn í sumar. Í ljósi síðustu vikna voru það mistök. Þetta er hans tækifæri til að sanna að hann sé verðugur forseti. Taki hann ekki fast á málunum núna, mun það eyðileggja orðspor hans að eilífu. 


mbl.is Forsetinn gagnrýndi nágrannaríki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Akkúrat hann verður að gera sér grein fyrir því að tíminn sem fór í einkaþotur og skálað í kampavíni í háloftonum er liðinn. Það eru liðnar margar vikur og hann er fyrst að opna munninn núna

Guðrún (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 09:30

2 Smámynd: Agla

Hefur einhver séð eða heyrt ræðuna nema þeir sem voru í hádegisboðinu?

Agla, 12.11.2008 kl. 09:40

3 Smámynd: Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir

Já, ég held að það hafi verið löngu kominn tími að Ólafur færi að gera eitthvað í málunum.  Ekki vantaði talandann hjá honum er hann var á þingi og talaði þá fyrir fólkið.  Held hann hafi nú einu sinni áður, eftir að hann varð forseti beitt neitunarvaldi sínu því að fólkið í landinu vildi að eitthvað yrði gert í þeim málum!!  'Eg segi bara ;     "Go 'Oli, Go 'Oli".

Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir, 12.11.2008 kl. 09:44

4 identicon

Það getur verið að Ólafur hafi sagt það sem býr í brjósti margra íslendinga núna, en ekki held ég að þetta upphlaup hafi verið íslendingum til mikils frama í sambandi okkar við aðrar þjóðir. Þetta gerir ekkert annað en að staðfesta þá mynd af okkur sem litla, freka, þjófótta og núna hrokafulla þjóðin. Það er að fjúka í flest skjól og leggjast allir ráðamenn á eitt um að sjá til þess að svo verði um alla framtíð.

Þegar erlendir sérfræðingar gagnrýndu íslensku útrásina og umfang bankanna, lögðust allir á eitt um að úthrópa þá menn sem óvini og ruglukolla. Nú þegar nánustu "viðskiptaþjóðir" okkar telja sig hlunnfarna og bera lítið sem ekkert traust til ráðamanna þessarar þjóðar kemur þessi sjálfsumglaði kór aftur inn á sviðið; "óvinir íslands" er sungið hástöfum en engum dettur í hug að velta fyrir sér hvernig þessi þjóð lítur út í annarra augsýn. Talandi um bjálka.

Jón (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 09:49

5 identicon

Ísland er stoppusöð á leið frá Noregi til Vínlands híns góða. Leifur Heppni vissi það.
Nú er komið að því að restin af þjóðinni taki skrefið og eignist vínland.  Sækjum um inngöngu í Kanada. Þar eigum við Fyrsta Veðrétt, samkvæmt Leifi ,og þar eigum við mestan fjölda íslenskra afkvæma,okkar eigið blóð. Þeir afkomendur hafa gert það svo gott, að þeir hugsa mjög sjaldan um stoppusöðina Ísland, í miðju Atlanthafi. Þeir hafa dreyft sér um alla Norður Ameríku og komið sér í mjög góða stöðu. Evrópa er búin að fá alveg nóg af okkur, eins og Noregur forðum, en vesturheimur bíður okkar án nokkurra fordóma.

nonni (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 11:04

6 Smámynd: Agla

Ég spyr aftur og aftur og aftur :   Hvað sagði forsetinn raunverulega í hádegisverðarboðinu fræga?

 Við getum öll blaðrað endalaust og  notfært okkur gæsalappir, upphrópunarmerki  og stóryrði en það sakar ekki að reyna að halda þræðinum og smá tengslum við staðreyndir.

Agla, 12.11.2008 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband