Færsluflokkur: Bloggar

Skotspónn fyrir aðra

Aldrei kaus ég xD og aldrei hafði ég miklar mætur á Davíð og Geir. Mér fannst Davíð stjórna illa í Seðlabankanum og Geir bregðast seint og illa við fjármálakreppunni. Mér fundust áherslurnar kolrangar. Á meðan dökkir skýjabakkar hrönnuðust upp, var ríkisstjórnin að beiða í New York or reyna að komast inn í Öryggisráðið.

Hvað sem mér finnst um Sjálfstæðisflokkinn og ríkisstjórnirnar síðustu 15 ár, er mér farið að blöskra það sem er að gerast. Geir er vaknaður og virðist vera að gera allt sem hann getur til að minnka skaðan. Hann á skilið klapp á öxlina fyrir framkomu sína síðustu daga. Hann er undir gífurlegri pressu en virðist ekki vera að brotna saman. Þó ég sé ósammála honum í mörgu, verð ég að viðurkenna að hann er sterkari en ég bjóst við. Það er sorglegt ef Ísland er orðið þannig að ráðamenn þurfi lífverði. Þetta eru sennilega varúðarráðstafanir á meðan óveðrið gengur yfir. Það er vonandi að gamla Ísland, þar sem allir þekkja alla og fólk þarf ekki að óttast um líf sitt, komi aftur.

Eitt er það sem ég er ekki að skilja. Á meðan ráðamenn þjóðarinnar eru á útopnu við að berjast við hrunið, sést ekkert til þeirra sem komu þessu af stað. Hvar eru víkingarnir sem fóru í útrás? Hvar eru fjármunir þeirra? Ég efast um að þeir hafi ætlað sér að koma landinu á hausinn, en þeir gerðu það með hugsanaleysi og fljótfærni. Ríkisstjórnir síðustu ára lögðu grunninn að því kerfi sem er að hrynja, en þær keyrðu ekki allt í kaf. Ef ég kaupi farmiða fyrir unglinginn til Amsterdam svo hann geti skemmt sér í helgarferð til útlanda, er það varla mér að kenna þótt hann reyni að smygla dópi til að drýgja tekjurnar. Jú, ég keypti miðann, en ekki dópið.

Ég vona að þetta gangi yfir sem fyrst og að fólk fari ekki allt of illa út úr þessu, en er ekki kominn tími til að skoða hvaða eignir eru á bak við skuldirnar? Tími kennitöluleikja er liðinn. Skuldirnar eru of háar og við ráðum ekki við þær ein. Það hlýtur að vera sjálfsagt mál að útrásarmennirnir taki þátt í tiltektinni. 


mbl.is Lífverðir gæta Geirs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árni, ekki gugna...

Það er búið að setja þjóðina á hausinn. Eftir langvarandi aðgerðaleysi var farið svo rosalega af stað að allt fellur um sjálft sig. Við, sótsvarti almúginn, vitum ekki meira en það sem sagt er í fréttum. Við vitum ekki hvað er verið að refsa okkur fyrir.

Það sem öllu skiptir þessa dagana er traust. Við verðum að geta treyst því að stjórnmálamenn og aðrir sem koma að þessu máli séu að vinna með okkar hag í huga. Undir venjulegum kringumstæðum ljúga þingmenn, þeir segja hálfan sannleikann og "tjá sig ekki um málið". Sá tími er liðinn. Við eigum rétt á að vita hvað fór fjármálaráðherrunum í milli. Þetta eru okkar krónur sem eru að brenna upp. Þetta er landið okkar sem verður sett up í fallna víxla bankamanna. Eigi að koma okkur öllum á hausinn, eigum við að minnsta kosti rétt á að vita hvernig stóð á því.

Hafi Árni talað af sér, sagt einhverja vitleysu, vil ég vita það. Ég mun dæma hann vægar fyrir mistök en yfirhylmingu. 

Þeir sem gera ekki hreint fyrir sínum dyrum geta gleymt því að ná endurkjöri. Ég trui ekki öðru.


mbl.is Samtal við Árna réð úrslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gerum árás á Gordon Brown

Landsbankinn fór í þrot. Bömmer, en svona er það. Kaupþing var snúið niður án þess að ástæða væri til. Eru bretar ekki bara farnir í stríð við Ísland? Þegar maður spáir í heift bretanna verður maður gráti næst. Gordon Brown er leiðinlegur og því óvinsæll. Hann sér sér leik á borði og hughreystir þjóðina. Ég, GB mun sjá til þess að þig fáið ykkar peninga aftur. Ég vil ykkur vel. Ég er góður. Kjósið mig næst.

Knésetning Kaupþings voru mistök. Nú geta bankamenn sest inn í sjónvarpssal hjá BBC os skýrt út fyrir bresku þjóðinni að forsætisráðherrann hafi verið að búa til óþarfa vandamál. Hann sé að dýpka kreppuna til að bjarga starfinu sínu. Það er auðvitað hámark sjálfselskunnar og jaðrar sjálfsagt við landráð. Þeir geta tekið hann pólitískt af lífi í beinni útsendingu ef þeir halda vel á spilunum?

Hryðjuverk? Elskan, við erum rétt að byrja. 


mbl.is Hryðjuverkalög gegn Landsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rauða Pillan

Á undanförnum árum hef ég lesið eitthvað af samsæriskenningum. Þær eru yfirleitt skemmtilegar pælingar um það hvað valdafólk er að spá og hvernig við erum að þokast í áttina að alheimsstjórn og einhvers konar fasisma. Eins og ég segi, skemmtilegar pælingar, en svolítið út úr kortinu.

Eða hvað? Kreppan sem er að skella á okkur af fullum þunga á upptök sín í Bandaríkjunum, eins og þær flestar. Það má skrifa bók um það hvernig einkabankinn Federal Reserve hefur lagt grunninn að því sem nú er að gerast, en aðrir eru betri í því. Ég held mig við Ísland.

Seðlabanki Íslands hélt úti hávaxtastefnu sem gat ekki gengið til lengdar. Meira að segja ég sá það og ekki er ég hagfræðingur. Þegar spilaborgin fór að riða til falls í mars, gerðist ekkert. Það var ekki þörf á að ríkið skoðaði málin. Sumir segja að Geir og félagar hafi verið að vinna bak við tjöldin, en við þurfum að vita hvað er að gerast. Kreppur eru að stórum hluta það að fólk trúir ekki á markaðinn. Stjórnin hefði allavega getað stappað stálinu í okkur. Ekki sagt að engin þörf væri á aðgerðum þegar hvert mannsbarn sá að það var rugl. Þegar Glitnir var ríkisvæddur fór skriðan virkilega af stað. Sáu seðlabankastjórar það ekki fyrir? Hafði ríkisstjórnin ekkert að segja? Var þetta ákvörðun eins manns eða ekki?

Á mánudag var það augljóst að Landsbankinn væri næstur. Neyðarlögin voru afgreidd svo hratt að það gat ekkert annað verið í spilunum. Svona eru þessir menn orðnir gegnsæjir.

Davíð Oddsson gerði mistök á mistök ofan og toppaði sjálfan sig með yfirlýsingagleði í Kastljósi. Geir segir aldrei neitt, en fyrr má nú rota en dauðrota, Davíð. Að segja það kalt að bretar fái ekki krónu var auðvitað til að skvetta olíu á þennan eld sem hann á að vera að reyna að slökkva. Hann fékk Gordon Brown upp á móti sér og afleiðingarnar eru það sem gerðist í nótt. Kaupþing er hrunið. Hér í Hollandi er talað um lítið annað en Icesave. Það er allt í einu svolítið vandræðalegt að vera íslendingur erlendis. Davíð, hvað á ég að segja þeim?

En um samsæriskenningarnar. Sumir þekkja Bilderburgerhópinn. Þetta er hópur auðmanna og stjórnmálamanna sem hittist árlega til að ræða stefnu komandi árs. Davíð og Björn Bjarna eru meðlimir. Gordon Brown er það líka. Þetta eru vinir, sjálfsagt drykkjufélagar. Ég er ekki að saka neinn um fyllerí, bara svona kokkteilboð.

Hvernig má það vera að menn sem hafa talist góðir kunningjar og eru í sama einkasaumaklúbbi láti svona hluti gerast? Er þetta allt ákveðið fyrirfram? Átti Ísland að hrynja? Annað hvort er það málið, eða að allir sem koma að stjórnsýslunni heima eru að klúðra máli sem sennilega hefði mátt leysa mikið fyrr og á mikið sársaukaminni hátt.

Eru þessir menn að gera mistök á mistök ofan og þannig vanhæfir, eða eru þeir að framselja íslensku þjóðina, sem gerir þá að landráðamönnum?

Er ekki kominn tími til að menn komi fram og geri hreint fyrir sínum dyrum? Það er allavega kominn tími til að þjóðin gleypi rauðu pilluna og skoði málið frá öllum sjónarhornum, hversu langsótt sem þau kunna að sýnast. Við höfum ekki efni á að útiloka neitt.


mbl.is FME yfirtekur Kaupþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guð Blessi Ísland

Þessi síðustu orð ræðunnar. Er þetta eitthvað meira en sljálfvirk orð trúaðs manns? Er eitthvað meira á bak við þau? Maður verður hálf smeykur við allan þennan hræðsluáróður og hálfkláraðar setningar. 

Ég yfirgef Ísland eftir atburðaríka viku. Ég hitti mikið af áhugaverðu fólki og sá mikið á athyglisverðum myndum. Það voru samt 2-3 manneskjur sem eg náði ekki að hitta, myndir sem ég náði ekki að sjá og hlutir sem ég kom ekki í framhvæmd. Framtíðarhugmyndirnar eru skýrari í hausnum. Það gerir kannski hreina loftið. Ég vona bara að kreppan flækist ekki fyrir og að hún fari ekki of hrjúfum höndum um almenning. Ekki að við í ESB eigum von á einhverju betra.

En hvað um það. Það var gott að koma heim og hitta fólkið sitt. Ég er aftur farinn til ESBsins þar sem allt er betra samkvæmt einhverjum krötum sem vita ekki alveg hvað þeir eru að segja.

Guð Blessi Ísland. 


mbl.is Ný lög um fjármálamarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Búið

Vikan er á enda. Það sem byrjaði vel, endaði. Ekkert við því að gera.

Mér fannst ég hafa endalausan tíma eftir að ég kom heim, en vissi af gamalli reynslu að það er tálsýn. Ég náði að hitta flesta sem ég vildi hitta. Ferðin var tiltölulega "useful" ef maður á að vera leiðinlega businesslike. Hún var skemmtileg og ég hitti skemmtilegt fólk. Ég læknaðist af heimþránni.

Klukkan er níu að morgni síðasta dags. Ég þarf að fara að stússast en veðrið er vægast sagt ógeð og ég er bíllaus. Reddum þessu. Við gerum það alltaf.


Hæfileikaheimavistin, hljómleikar og kvikmynd

Stóri dagurinn er runninn upp. Kvikmyndasmiðjan, eða the Talent Campus, byrjar í kvöld. Klukkan sex þarf ég að vera úti í Norræna Húsi og súpa seyði. Eða eitthvað. Þeir kalla þetta kokkteilboð. Á ég kannski ekki að fá bílinn hennar systu lánaðan? Hvernig kemst maður bíllaus á milli staða í Reykjavík? Er það yfirleitt hægt? Hvað kostar í strætó?

Spurning með að hitta fólk og kíkja á myndir þangað til. Í gærkvöldi fór ég í Iðnó að sjá dönsku myndina Frygtelig Lykkelig (Skelfilega Hamingjusamur). Hún var fín. Ekki fullkomin, en fjandi góð. Hún verður sýnd tvisvar í viðbót og ég mæli með henni. Mér fannst kvikmyndatakan stundum vera að flækjast pínulítið fyrir sögunni, en ekki nóg til að skemma fyrir. Það er auðvitað hið besta mál að nota myndavélina á frumlegan hátt, en mér finnst kvikmyndatakan aldrei mega draga athygli að sjálfri sér. Kvikmyndataka og klipping er best heppnuð ef fólk tekur ekki eftir henni. Kannski er ég bara að rausa. Kannski tek ég eftir þessu af því ég er að spá í þessa hluti.

Ég hitti Láru Hönnu í gær. Ég ætlaði að kíkja aðeins til hennar, en sat sem fastast í 4-5 tíma. Fór af því að systa var búin að vinna og bauðst til að sækja mig svo ég gæti haft bílinn um kvöldið. Ég var aldrei í vafa um að það væri mikið spunnið í Láru og heimsóknin staðfesti það bara. Þetta er kjarnakvendi og allir ættu að hlusta á hana.

Ísland er svo lítið og sætt. Ég sendi aðalleikurunum úr Svörtum Sandi handritið að löngu myndinni áður en ég kom heim. Jóel spurði hvort hann mætti ekki senda vini sínum eintak til að krítísera. Jú, allt í lagi. Seinna kom það upp að þessi vinur er Davíð, sonur Valdísar Óskarsdóttur. Hann býr á hæðinni fyrir ofan Láru, en var ekki heima. Hann er á leiðinni til Suður Kóreu að kynna Sveitabrúðkaup og ætlað að lesa Undir Svörtum Sandi í vélinni. Sjáum hvað hann hefur að segja.

Að lokum. Ég var að fá emil frá umboðsmanni norskrar stelpu sem er að gera það gott í tónlistarheiminum og hefur fengið mikla spilun undanfarið. Hún spilar á nokkrum hljómleikum í Hollandi í nóvember og þau vilja að ég taki eina upp fyrir hugsanlega DVD útgáfu. Þetta verður tíu dögum fyrir Uriah Heep hljómleikana, svo ég get sennilega notað sama upptökulið. Sjáum til.

Ég ætla því að leyfa mér að koma með bjartsýnisspá fyrir sjálfan mig. Tvær hljómleikamyndir fyrir árslok. Kvikmynd í fullri lengd á næsta ári. Svo vil ég auðvitað Gullna Eggið um helgina. Ég tek það fram að ég er ekki búinn að vinna það og get ekki fullyrt að ég muni gera það. Fólk er eitthvað að misskilja draumóra síðustu færslu. Ég er ekki með Gullið Egg upp á vasann. Sjáum til með það líka.


I'm going in the Big Strætó in the Sky

Önnur ensk-slettandi bloggfyrirsögnin í röðinni. Það á líka vel við, því ég, óundirritaður, er á leiðinni til Íslandsins blanka. Er sennilega mættur þegar þetta er lesið, þó ég vilji ekki bera áburð á því. Sjaldan hefur mér kvítt eins mikið fyrir, enda komið haust og ég sá orðið slydda á MBL, efnahagurinn í rúst, afkvæmið skilið eftir, heilsa ástvina upp og ofan og svo er til fólk sem gæti hugsað sér að verðlauna verk mín ekki.

Til að gera stutta sögu langa, er ég á heimleið til að taka við verðlaunum fyrir frábæra mynd sem enginn hefur nennt að horfa á hingað til, reyna að setja kvikmynd í framleiðslu þótt handritið sé ekki tilbúið og síðast og jafnframt síst, vil ég nýta mér tækifærin sem felast í ódýrum krónum og fara í verslunarferð fyrr jólin og kem þar af leiðinni með með tiltölulega ófulla ferðatösku, fulla af hollensku lofti.

Þeir sem vilja hafa samband við mig á meðan á þessu bloggfríi stendur, því einhvern vegin hef ég aldrei tíma til að blogga á Íslandi, til að hjalpa mér að láta drauma mína rætast, er vinsamlegast bent á athugasemdafítusinn að neðan, emilinn til hliðar eða farsímanúmerið 8686976 sem ég nota jafnan á hjara veraldar.

Ég vil að lokum þakka þeim 2000+ heimsækjendum sem kíktu á röflið í mér síðasta sólarhringinn. Þið létuð mig trúa því að ég væri pínu þekktur í smá tíma og eigið þið þakkir skildar. 

Með kveðju,

Snobbið úr útlandinu 


Að lána fyrir dýru hobbíi

Bush vill lána 700 milljarða dollara, skrifast 700.000.000.000,- til að redda atvinnulífinu. Þetta eru 66703 milljarðar króna, jafnvirði u.þ.b. 2.7 milljóna íbúða miðið við 25 milljónir stykkið. Þá er það komið á hreint. Þetta er slatti af aurum.

Maðurinn sem vill óður hjálpa "venjulegum ameríkönum" setti þetta af stað sjálfur. Stríðið í Írak kostar um 200 milljónir dollara á dag (19 milljarða króna, 760 íbúðir). Stríðið hefur staðið í fimm ár. 365 milljarðar dollara. Afghanistan kostar líka sitt. Slæm efnahagsstjórn kostar eitthvað. Ef Bush að taka lán fyrir eigin mistökum og engu öðru?

Hér er smá listi sem ég fann yfir það hvað stríðsrekturinn kostar í raun og veru. Þetta er tekið af síðu Demókrata, en það á ekki að skipta máli. Samkvæmt Washington Post er kostnaðurinn mikið hærri.

For the cost of fighting the war in Iraq one day, we could...

HOMELAND SECURITY
• One day in Iraq could provide 3.97 million households with an emergency readiness kit.
• One day in Iraq could purchase 780 fire trucks for improving local emergency response capabilities.
• One day in Iraq could employ 4,919 fire fighters, 4,222 police patrol officers, or 7,052 paramedics and emergency medical technicians for one year each.
EDUCATION
• One day in Iraq could cover the full cost of attendance for one year at a public college for more than 17,100 students.
• One day in Iraq could employ 4,269 elementary school teachers or 4,027 secondary school teachers for one year.
HEALTH CARE
• One day in Iraq could provide health insurance coverage to 344,500 working Americans to give them a break from the rising cost of coverage.
• One day in Iraq could provide health insurance coverage for one year to 380,900 uninsured children in America.
• One day in Iraq could employ 3,597 additional registered nurses for one year.
• One day in Iraq could immunize every person over 65 in the U.S. against influenza 4.6 times over.
• One day in Iraq could immunize every baby born in the U.S. last year against measles, mumps, and rubella 14.2 times.
LABOR
• One day in Iraq could provide unemployment benefits for almost 722,000 unemployed Americans for one week.
• One day in Iraq could fund Social Security retirement benefits for one day for over 6.75 million Americans.
• One day in Iraq could pay for an increase of $3.34 per hour in the wages of every minimum wage worker in the country.
• One day in Iraq could provide paid sick leave to half a million workers for an entire year.
BASIC NEEDS
• One day in Iraq could buy 71.55 million gallons (271 m. ltr) of unleaded regular gasoline.
• One day in Iraq could pay for one year’s gasoline consumption for 97,500 Americans, even at today’s elevated prices.
• One day in Iraq could buy 63.1 million gallons (239 m. ltr) of fortified whole milk.
• One day in Iraq could buy 166.6 million cartons of large Grade A Eggs sold by the dozen.
INTERNATIONAL
• One day in Iraq is equivalent to half of the Gross Domestic Product (GDP) of the country of East Timor.
• One day in Iraq could feed all of the starving children in the world today almost four and a half times over.
• One day in Iraq could vaccinate three-quarters of the children in Africa for measles and give millions a lifetime protection from the disease.
• One day in Iraq could build 5,571 AIDS clinics in Africa.
• One day in Iraq could provide 650,000 women in Africa living with HIV/AIDS antiretroviral treatment for one year to extend their lives and improve the lives of their children.

mbl.is Efnahagslífið í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undir Svörtum Sandi

Það er erfitt að lýsa tilfinningunni við að klára handrit í fullri lengd. Ekki að það sé tilbúið. Ég þarf að endurskrifa, endurskrifa aftur og sennilega enn einu sinni. Handritið sem ég var að klára er reyndar önnur útgáfa. Sú fyrsta var yfirfull af flassbökkum, svipað og stuttmyndin. Ég var ekki sáttur við aðalsöguna, sem gerist í nútímanum. Pétur var í slæmu sambandi og var hálfgerður ræfill. Það gat ekki gengið. Nýja útgáfan er allt öðruvísi. Rómantíkin er mikið til farin og harkan kom í staðinn. Það er komin alvöru ástæða fyrir öllu þessu veseni sem Pétur, Emilía, Halla og þau öll fara í gagn um. Pétur er aðalpersóna í kvikmynd. Hann þarf að geta haldið henni uppi og sigrast á öllu veseninu sem ég hendi í andlitið á honum. Ég verð að gefa ykkur virkileg góða ástæðu til að finna til með Emilíu.

Undir Svörtum Sandi

Ég er nokkuð sáttur við stefnuna sem nýja útgáfan er að taka. Hún er allavega mikið betri en síðasta. Það eru atriði sem erfitt var að skrifa. Ég fann mikið með nokkrum persónum því mér fannst ég ekki vera sanngjarn gagnvart þeim, en það er þeirra að yfirstíga þann vanda og vinna úr honum.

Ég vona að ég hafi tíma til að pússa smá áður en ég kem heim. Takist það ekki, er ég allavega með grunnhugmynd sem ætti að virka vel. 

Eins og komið hefur fram í helstu fjölmiðlum heims, verður stuttmyndin sýnd á RIFF. Ég mun taka þátt í kvikmyndasmiðjunni og kem alveg spes ferð til Ísland fyrir það. Vilji fólk vera í bandi, vilji einhver spyrja hvernig ég fer að því að vera svona ofboðslaga suxessfúl í útlandinu eða vilji einhver hjálpa mér að framleiða stórmyndina, er um að gera að emila á mig (sjá hér til vinstri) eða hringja í síma 8686976 eftir rétta viku. 

i love you all 


mbl.is Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík hefst á fimmtudaginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband