28.11.2006 | 08:22
Stuttmynd - Fyrsta sýnishornið
Þetta var fyrsta sýnishornið sem ég setti á netið. Þetta átti ekki að verða neitt, ég var að vinna við að klippa draum sem átti að vera í myndinni. Ég ákvað svo að setja þetta á heimasíðuna svo að samstarfsaðilar gætu séð hvað ég væri að gera. Síðan hefur komið í ljós að sumum finnst þetta flottara en seinna hornið, sem kom reyndar fyrst inn á bloggsíðuna. Sýnir bara hvað maður getur haft litla tilfinningu fyrir eigin verkum.
Það er einmitt þess vegna sem að ég hef látið annan klippara hafa myndina. Best að fá óháðan aðila til að klára dæmið. Nú er ég að bíða eftir tónlistinni og þá er hægt að klára dæmið. Við erum sem sagt að komast á endasprettinn. Ég læt vita þegar nær dregur.
PS. Eftir að hafa horft á hornið hér á síðunni verð ég að segja að gæðin eru ekki yfirdrifin. Ég reyni að laga það, en læt þetta þó standa þangað til.
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 08:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
26.11.2006 | 14:13
Eru Íslendingar Meðsekir?
Björn Bjarnason hefur alltaf getað gert mig orðlausan, þannig lagað. Samkvæmt honum bera íslendingar enga ábyrgð á innrásinni í Írak. Hún hefði gerst hvort eð var.
Það er auðvitað satt sem hann segir að innrásin hefði gerst hvað sem íslendingar hefðu sagt eða gert. Spurningin er hins vegar, erum við ekki meðsek? Ef ég er í hópi sem ákveður að fremja glæp, innbrot, hópnauðgun, morð, og ákveð að standa ekki bara hjá heldur segja að þetta sé bara allt í lagi. Er ég ekki orðinn meðsekur þótt ég taki ekki beinan þátt í glæpnum? Glæpurinn hefði gerst hvort eð var því ekki gat ég stoppað hópinn.
Þetta hlýtur lögmaðurinn Björn Bjarnason að skilja.
![]() |
Björn: Ríkisstjórn Íslands bar enga ábyrgð á innrásinni í Írak |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.11.2006 | 12:03
Fyndnasti bloggarinn er...
Niðurstöðurnar eru komnar inn. Þetta var mjög spennandi. Allir þrír bloggararnir náðu að vera með flest stig einhverja dagana. Stundum voru þau öll þrjú hnífjöfn. Þetta byrjaði þannig að Kamilla var efst og bar af. Engin samkeppni. Svo náði Gunnar henni. Fljótlega náði Gerður Rósa honum. Kamilla tók þá forskot en Gerður náði henni aftur.
Alls voru greidd 61 atkvæði. Staðan þegar kosningu lauk, á hádegi föstudaginn 24 nóvember 2006 var...
Gunnar Helgi Eysteinsson er sigurvegari! TIL HAMINGJU! Hann vann með 39.3% atkvæða.
-
Gerður Rósa var oft og lengi með flest atkvæði en sprakk á lokasprettinum. Hún náði að krækja sér í 36.1% atkvæða. Spurning hvort það hafi verið grískir slefberar eða aðrir asnar sem töfðu fyrir henni.
-
Kamilla er einn skemmtilegasti bloggari sem sögur fara af. Og þvílíkar sögur! Hún fékk 24.6% greiddra atkvæða. Ég veit ekki hvað gerðist hér, því hún var yfir 30 prósentunum í gær. Það er allavega gott að vita til þess að hún lét ekki svna keppni á sig fá og gaf sig all í það um síðustu helgi að klára ritgerðina sem mun opna henni dyr um ókomna framtíð.
-
Þetta er sem sagt búið. Enginn kom með tillögur að vinningum svo það er ekkert í boði. Ég myndi góðlátlega bjóða Gunnari að gerast Bloggvinur en hann er það nú þegar svo það er kannski spurning að henda stelpunum út bara rétt á meðan hann er í sigurvímunni.
Takk allir og allar sem sáuð ykkur fært að kjósa! Farið nú og skoðið öll þrjú bloggin hér að ofan. Þau eru öll bráðskemmtileg.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
24.11.2006 | 09:02
Bill er svo snjall.
Þetta er auðvitað þaulhugsað mál. Það er einfalt að segja að Bill Gates sé svo góður maður og vilji hjálpa þeim semverr eru staddir, en málið er auðvitað að koma Windows tölvum fyrir allstaðar svo að fólk venjist Microsoft forritum. Markaðssetning á heimsmælikvarða!
1-0 fyrir Microsoft.
![]() |
Bill Gates kemur tölvum fyrir í öllum bókasöfnum í Rúmeníu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.11.2006 | 20:30
Skamm!
Ég ætla að vona að hann skammist sín.
Hvað er að íslensku dómskerfi? Maðurinn misnotar börn í fleiri ár og MBL.is hefur eftir Héraðsdómi Reykjavíkur "að maðurinn eigi sér engar málsbætur." Það hefði ég túlkað þannig að hann fengi dóm sem væri a.m.k. í einhverju samræmi við brotið. Í staðinn er hann skammaður góðlátlega og vinsamlegast beðinn um að gera þetta ekki aftur.
Þetta er móðgun við fórnarlömbin.
![]() |
Dæmdur í 3½ árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn 2 stúlkum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.11.2006 | 14:19
Gullgrafari eða fórnarlamb?
Hver ætli sannleikurinn sé? Þau gerðu ekki kaupsamning þegar þau giftust. Frekar illa hugsað af Paul myndi maður halda, en hann átti auðvitað langt hjónaband að baki sem endaði með dauða Lindu. Maður hefði samt haldið að það væri fólk kring um hann sem hefði ráðlegt honum að gera samning.
Ef Heather er fórnarlambið, má hún alveg útskýra af hverju. Hún fær væna summu við skilnaðinn, ekki spurning með það. Þarf hún virkilega helminginn af eignum Pauls? Hún á sennilega rétt á þeim nema hægt sé að flækja málið, en ef þetta er svona sársaukafullt ferli, af hverju ekki bara sætta sig við 100 milljón pund og kalla það gott?
Maður veit aldrei.
Eitt að lokum, endilega lesið þetta og kjósið svo hér til hliðar.
![]() |
Mills: Skilnaðurinn verri en að hafa misst útlim |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
22.11.2006 | 11:52
Maður án nafns II - The Möppudýr Strikes Again
Eins og hægt var að lesa hér, áttum við í smá veseni við möppudýr hér í Hollandi þegar við vildum votta að hinn óborni ungi sé minn og að ég muni koma til með að sjá um hann. Möppudýrið á skrifstofunni vildi meina að ég héti ekkert og án nafns gæti ég ekki átt barn. Ekki að ég væri alveg nafnlaus, heldur að ég bæri ekkert eftirnafn. Ég skal fúslega viðurkenna fyrir hverjum sem er að ég ber ekki ættarnafn, en að ég hafi ekki eftirnafn er auðvitað bara della.
Það var sem sagt engin leið að fá "manninn" til að skilja að eftirnafn mitt væri eftirnafn. Ég hafði samband við Þjóðskrá (takk mamma) og þau sendu mér bréf á ensku sem vottar að Ásgeirsson sé eftirnafn mitt. Glæsilegt, hugsa ég með sjálfum mér og panta tíma hjá Sýslumanni. Við þurfum bæði að mæta, svo hún tók sér frí í vinnunni í tilefni dagsins. Við mætum á sýslumannsskrifstofu klukkan níu með vegabréfin og hið gullna bréf merkt Þjóðskrá.
Til að gera stutta sögu langa get ég sagt að þetta gekk ekki upp. Við sáum sama möppudýrið standandi þarna. Hann sagði góðan morgunn án þess að meina það. Tók vegabréfin og pappírana og ljósritaði og spurði svo hvenær við vildum koma til að votta faðernið. Núna, segi ég og velti fyrir mér hvaða bull sé nú í gangi. Nei, það er ekki hægt. Ef ég leiðrétti eftirnafnið þitt í kerfinu verðum við að bíða þangað til á morgun. Ókei, slepptu þá að leiðrétta nafnið og vottum faðernið. Ég get komið seinna án hinnar óléttu móður til að leiðrétta kerfið. Nei, það er ekki hægt. Það verður að leiðrétta kerfið fyrst og það tekur dag. Af hverju sagður þú það ekki fyrr? Hún tók sér frí til að koma hingað. Af hverju spurðir þú ekki, svaraði hann og snéri við í átt að tölvunni. Hann pikkaði eitthvað og sagði svo að við gætum komið afur á morgun til að votta faðernið.
Við létum hann heyra að við værum ekki sátt og snérum við til að fara. Viljið þið bóka tíma til að ganga frá faðerninu, heyrði ég rödd hans segja fyrir aftan okkur. Nei, sagði ég, fyrst verður hún að sjá hvenær hún getur tekið sér frí aftur. Verður sennilega í desember, bætti hún við. Gleðileg jól.
Nú er bara að sjá hvenær hún kemst úr vinnu til að redda þessu. Ég hefði getað farið í gær til að ganga frá nafninu svo að allt væri klárt í dag. Máli er bara að þessi mannfýla virðist hafa gaman að því að gera fólki lífið leitt. Skiptir ekki máli, við göngum frá faðerninu og kvörtum svo í sýslumann. Þessi maður er ekki starfi sínu vaxinn.
21.11.2006 | 16:52
Samferða...
Ég var að taka til á háaloftinu. Það þarf að búa til pláss svo að unginn komist fyrir þegar þar að kemur. Það er mikið að gera, tonnum af gömlum blöðum og tímaritum er hent og allt gamla draslið sem maður þurfti svo á að halda en gleymdi svo er fokið. Það er nefninlega alveg merkilegt hvað maður er góður að safna að sér rusli.
Það er samt annað sem situr eftir, eftir svona dag. Ég fann kassa með bréfum sem mér voru send í gegn um árin og hélt að væru löngu týnd. Elstu bréfin eru yfir tuttugu ára gömul. Þetta eru bréf frá skólafélögum á Skógum og Laugavatni. Seinni bréf voru send þegar ég var í London um miðjan síðasta áratug. Einhver eru yngri en það, en tölvupóstur fór að taka við um 1997.
Það er merkilegt hvað maður kynnist mörgum persónulega, verður vinur og býst við að þekkja viðkomandi það sem eftir er, en svo dettur þetta allt upp fyrir. Það hjálpar sennilega að hafa flakkað svona um því þetta er fólk frá Bretlandi, Þýskalandi, Ástralíu, Póllandi, Svíþjóð, Írlandi og fleiri löndum. Svo eru það bréfin frá íslendingum, fjölskyldunni sem er núna allt of langt í burtu. Þetta er eins og að ferðast aftur í tímann.
Stundum er ég ekki viss um að ég hafi tekið rétta ákvörðun með að flytjast úr landi. Af hverju var ég að yfirgefa allt og alla? Hitt er svo annað mál að hefði ég ekki farið, hefði ég ekki kynnst mörgum af bestu vinum mínum. Vinum sem ég hef ekki lengur samband við og sakna þegar ég er minntur á þá.
Af hverju hættum við að vera í sambandi við fólk sem okkur er kært um? Er einhver sem veit það?
-
PS! Endilega lesa þessa færslu og kjósa svo.
20.11.2006 | 08:51
Fyndnasti bloggarinn er...
Fyrir einhverjum mánuðum síðan bað ég fólk að tilnefna fyndnasta bloggarann á Blog.is. Það er augljóst að það eru ekki margir fyndnir pennar hér, þar sem aðeins var stungið upp á þremur. Nema að bloggið mitt sé bara ekki vinsælla en svo að enginn hafi séð þessa færslu og þar af leiðandi ekki vitað af þessari samkeppni. Verum ekkert ap velta okkur upp úr því. Sannleikurinn getur verið pínlegur.
Það komust sem sagt þrír bloggarar í úrslit. Hægt er að kjósa hér til hliðar. Endilega potið í hlekkina hér að neðan og kynnið ykkur málið
Beitt og skemmtilegt sjálfsháð sem fáir leika eftir. (Galdrmeistarinn)
-
Gunnar Helgi Eysteinsson er nátturlega bara algjör snilld... (Petra)
-
...hún hefur sérlega skemmtilega sýn á hversdagsleikann. (Vala)
Svo má koma með athugasemdir þar sem stungið er upp á hvað skal vera í vinning. Ég náði ekki að hugsa dæmið svo langt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
8.11.2006 | 21:51
Að texta mynd...
...sökkar. Þvílíkt starf. Allavega, ég skulda ykkur ekki kvikmyndablogg, svo hér er það.
Ég var frekar upptekinn í gærkvöldi, var að klippa til fjegur um morguninn. Það var fluga í hausum á mér sem hætti ekki að suða. Klára röffköttið fyrir miðvikudaginn. Þá er hægt að texta og koma þessu frá sér. Ég kláraði sem sagt að búta saman myndinni og horfði á hana frá upphafi til enda í fyrsta sinn. Þetta var mikil stund, vegna þess að þarna var ég að sjá sköpunarverkið mitt í fyrsta skipti og af því myndin er svo löng. Mér er talin trú um að mynd er stuttmynd svo lengi sem hún nær ekki klukkutímanum. Þessi er 37 mínútur. Það er 1/3 af bíómynd. Spáið í það. Það held ég að maður sé léttskrítinn að fara út í svona dæmi.
Það var skrítin tilfinning að sjá myndina frá upphafi til enda. Ég var ekkert alveg viss um að þetta væri að virka. Þá minnti ég mig á að það á eftir að fínpússa klippinguna, laga liti og hljóð og semja tónlist. Þetta er ekki tilbúið. Í dag fór ég í að prufa liti og lagaði klippinguna til. Þetta er bara að virka, svei mér þá. Ég hef trú á þessu. Ójá.
Það skemmtilega var að leikaranir (here I go again) voru að skila sínu. Ég horfði upp á persónurnar falla í gryfjurnar sem ég hafði skrifað og hugsaði með mér, ekki gera þetta. Farðu varlega. Það verður gaman að sjá hvað öðrum finnst um þetta allt saman.
En af hverju er ég að texta þetta? Það er nebbla þannig að tónskáldið er enskt og skilur ekki baun í íslensku. Ég þarf því að texta alla myndina áður en ég set hana á DVD og sendi hana til hans. Það er voðaleg vinna. Svo mikil vinna að ég hlýt að vera fífl að vera að taka mér pásu til að pikka þetta blogg. Það er eins og sé ekkert líf nema maður hafi lyklaborðið undir nefinu.
Allavega, ég er spenntur. Svo spenntur að nú hætti ég þessu svo ég geti farið að texta svo ég geti sent diskinn svo ég geti heyrt hvers konar tónlist myndin fær heimsfrægan tónlistarmann til að semja. Ojá, hann er heimsfrægur. Ég er viss um að flestir íslendingar, flestir vesturlandabúar reyndar, undir fimmtugu eigi plötu sem hann spilar á.
Gleymið svo ekki að tilnefna fyndnasta bloggarann hér!