24.5.2006 | 21:33
Síðasti kall, flug 714 til Edinborgar
Ekki slæmt þetta. Tók mér frí á föstudaginn. Fjórir dagar án vinnu, um að gera að halda upp á það. Vér fljúgum til Edinborgar í fyrramálið, leigjum okkur bíl og keyrum um hálendið (Highlands). Ekki slæmt það, nema að veðrið er eitthvað að versna. Hvað um það, ef einhver skilur eftir falleg skilaboð hér að neðan, eitthvað skemmtilegt sem ég get lesið þegar ég er farinn að klepra aftur eftir helgi, skal ég setja einhverjar vel valdar myndir á bloggið. Annars ekki.
Takk fyrir, over and out. This was your captain sneaking...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.5.2006 | 06:38
Standing on a duck...
I'm standing on a whistle (þegar étið er of mikið).
Standing on a duck .
Það er meira en ég er að verða of seinn í vinnuna. Ef einhver er að lesa þetta, komið endilega með fleiri dæmi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.5.2006 | 06:43
RIGNING!
Ég keyrði heim í sól. Þegar ég beygi inn í götuna þar sem ég bý skellur á þessi rosalega demba. Ég sat í bílnum í nokkrar mínútur en gaft á endanum upp. Ég rennblotnaði í gegn bara við að hlaupa yfir götuna. Hér er mynd sem ég tók eftir að ég var kominn inn (og búinn að skifta um föt).
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2006 | 19:58
Stefnumál Aðfaraflokksins
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2006 | 09:21
Ekki tala...
Hvað er fólk alltaf að röfla um Ísland í ESB? Þetta lítur út eins og heilaþvottur. Eftir því sem oftar er tuggið á þessu er líklegra að fólk móttaki boðskapinn og krefjist þess að við göngum í klúbbinn. Spurningin er, er ESB gott fyrir Ísland?
Efnahagslífið er öðruvísi hér á landi, útlendingar skilja það ekki samkvæmt forsætisráðherra.
Fiskurinn verður ekki okkar mál lengur, heldur verða allar ákvarðanir teknar í Brussel þar sem stærri þjóðir huga að sjálfsögðu að eigin hagsmunum.
Ísland mun ekkert hafa til málanna að leggja um framtíð samtakanna. Við erum of lítil við hliðina á Þýskalandi, Bretlandi, Frakklandi, Ítalíu, Spáni og Póllandi þegar það hefur rétt sig við.
Við getum ekki átt von á neinum Evrópustyrkjum af viti þar sem uppbygging austur Evrópu hlýtur að ganga fyrir. Sem ein ríkasta þjóð í Evrópu megum við sennilega borga í þessa uppbyggingasjóði.
Ég er ekki á móti útlendingum en íslenska þjóðin er lítil og það þarf því aðeins nokkur þúsund innflytjendur til að hafa mikil áhrif á landið. Þarf ekki að vera slæmt en reynsla annara landa er að ef innflytjendvandinn fer úr böndunum eiga þeir til að hafast út af fyrir sig. Það skapar svo togstreitu, misjöfn tækifæri og þ.a.l. glæpi.
Auðvitað eru einhverjir kostir við að ganga í ESB en ókostirnir virðast vera stærri. Það er bara að vona að verði þessi ákvörðun tekin, verði það að vel skoðuðu máli, að þessu verði ekki troðið upp á þjóðina eins og svo mörgu öðru.
![]() |
Rehn segir Ísland geta fljótlega orðið ESB-ríki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.5.2006 | 11:24
Flugvallarskattur
Ég var að bóka flugið til Íslands í sumar. Woohoo, verður voða gaman. Verð Flugleiða (Icelandair whatever) eru ekki einu sinni svo slæm. Ég man að maður komst ekki til landsins nema kannski á 18 mánaða fresti því flugmiðinn kostaði mann mánaðarlaunin. Ef maður vildi gera eitthvað annað, fara í ferðalag til ókunnra landa varð maður að sleppa Íslandi ansi oft. Þetta var auðvitað voðalega leiðinlegt, maður sá fólkið sitt ekki mánuðum og árum saman, börn fæddust, þau börn sem fyrir voru urðu fullorðin og fullorðnir urðu gamlingjar... ég minnist ekkert á þá sem voru gamlir fyrir.
Hvað um það, Icelandair miðinn kostar 293 evrur, eitthvað um 25-30 þúsundkall. Ekki klink en maður ræður svo sem við þetta. Plús skattur. Í Hollandi er flugvallaskattur aldrei tekinn með. Honum er klínt ofan á þegar allt annað er klárt. 91 evra takk fyrir (8-9000kall). Þetta var helmingi minna síðast þegar ég flaug, og það var í mars og það var til Bandaríkjanna með millilendingu á Íslandi. Ég er að fljíga til Skotlands á Fimmtudaginn. Við borguðum rúmlega 180 evrur í skatt fyrir okkur tvö. Viðaverð til Bretlands eru þannig að við gætum flogið fram of til baka í viku fyrir skattinn.
Ég skil þetta ekkert. Hvað er fólk heima að borga í flugvallaskatta þegar flogið er að heiman? Væri gaman að heyra það, sérstaklega ef einhver hefur bókað flug til Amsterdam á síðustu vikum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.5.2006 | 13:49
iBókin er dáin, lengi lifi MacBókin!
Bara svona rétt að láta vita, stærsti Eplaframleiðandi heims var að koma með nýtt smáepli á markað. Þetta er skemmtilegt vegna þess að það er 13 tommu widescreen, dual Intel flaga. Þetta kemur auðvitað með hinu stórfína OSX Tiger en getur líka keyrt Windows (svona ef einhver er ennþá að nota það).
Stórskemmtileg vél, virðist vera. Fáanleg í hvítu og svörtu, alveg eins og iPodinn.
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 14:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.5.2006 | 20:19
Ríkisstjórnin grátbiður, kjósið VG.
Það er furðuleg ríkisstjórnin sem grátbiður um að vera ekki endurkjörin. Það er bara vonandi að kjósendur heyri ekkann.
Alcoa aftur. Þeir vilja byggja annað álver, og svo annað og svo annað. Umhverfismál eru okkur mikilvæg eins og Kárahnjúkar, Trinidad og Rockdale sanna. Málið er að Alcoa er skítsama um umhverfið. Það eina sem Alcoa vill er rafmagn svo hægt sé að bræða ál. Það vill svo til að íslendingar eru meira en til í að eyðileggja landið fyrir Alcoa. Það er líka eins gott því heimskingjarnir í Trinidad og Tobago virðast ekki vera sama um sitt land (www.NoSmelterTNT.com) og fíflin í San Antonio, Texas eru svo frek að þau krefjast hreins drykkjarvatns (http://texas.sierraclub.org/newsletters/lss/Fall-99/alcoa.html).
Sem betur fer er Kathryn S. Fuller bæði í stjórn Alcoa og WWF og getur því komið í veg fyrir að þær grænmetisætur séu að skipta sér af hlutunum (http://en.wikipedia.org/wiki/Kathryn_S._Fuller). Fyrir utan það að hún og fleira Alcoa fólk er með puttana í Washington og hafa áhrif á bandarísk stjórnmál.
Hvenær ætla íslensk yfirvöld að skilja að þau eru að leika sér með eld? Þetta er fólk sem notfærir sér sakleysi (ignorance, ekki innocence) leiðtoga. Allavega vona ég frekar að íslensk stjórnvöld séu bara svona saklaus eða vitlaus en að þau séu að selja landið fyrir eigin gróða.
Mér sýnist vera ein staða í málinu og það er að kjósa ríkisstjórnarflokkana út, ekki bara á næsta ári heldur strax í næstu viku.
![]() |
Viljayfirlýsing um álver á Húsavík undirrituð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.5.2006 | 16:01
My Melancholy Blues
Það kemur fyrir þegar farið er í gegn um plötusafnið að maður finnur gullmola. Queen er hljómsveit sem kemur alltaf aftur, hún gleymist en nokkrum mánuðum seinna skýst hún upp á yfirborðið, sérstaklega eftir að hafa séð þá eftirlifandi á hljómleikum í fyrra. Ég var að fara í gegn um iTunes og brenna disk í bílinn. Ég ákvað að búa til öðruvísu Queen safn, óþekkt lög. My Menancholy Blues var það á meðal. Þetta spilaðist svo á leiðinni heim úr vinnunni og ég mundi hvers konar meistaraverk þetta lag er. Freddie samdi þetta á þeim tíma sem hann drakk og skemmti sér sem mest og það hljómar eins og hann hafi fengið sér of mikið neðan í því og það síðan verið frétt dagsins. Textinn er frábær og lagið svo einfalt, en jaðrar þó við klassíska tónlist. Píanóleikurinn gefur bestu klassískum leik ekkert eftir.
Ég mæli því með að þeir sem eiga diskinn News of the World spili lagið og þeir sem eiga hann ekki verði sér út um þetta. Lagið er algjör andstæða vinsælli laga á plötunni, We are the Champions og We Will Rock You.
Hér er textinn, lagið verið þið að finna sjálf.
My Melancholy BluesAnother party's over
And I'm left cold sober
My baby left me for somebody new
I don't wanna talk about it
Want to forget about it
Wanna be intoxicated with that special brew
So come and get me
Let me
Get in that sinking feeling
That says my heart is on an all time low - So
Don't expect me
To behave perfectly
And wear that sunny smile
My guess is I'm in for a cloudy and overcast
Don't try and stop me
'Cos I'm heading for that stormy weather soon
I'm causing a mild sensation
With this new occupation
I'm permanently glued
To this extraordinary mood so now move over
Let me take over
With my melancholy blues
I'm causing a mild sensation
With this new occupation
I'm in the news
I'm just getting used to my new exposure
So come into my enclosure
And meet my
Melancholy blues
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2006 | 14:40
Kvik3: Leikkona óskast!
Stuttmyndin er að koma til, handritið nokkurn vegin þar sem það á að vera og mannskapur mikið til ráðinn. Þó vantar í einhverjar stöður ennþá, þar á meðal er aðalleikkonan ófundin. Ég veit auðvitað ekki hvort upprennandi og áhugaleikkonur séu mikið að lesa moggabloggið en ef svo er, hér er atvinnuauglýsing.
Hlutverkið sem um ræðir er svohljóðandi: Leikkonan skal vera um eða yfir tvítugt eða líta út fyrir að vera það. Helst skal hún hafa dökkt sítt (a.m.k. axlarsítt hár. Þar sem myndin gerist að hluta til fyrr á öldum þegar fólk hafði minna að éta er æskilegt að hún sé grannvaxin. Myndin verður tekin upp á ensku og er því mikilvægt að viðkomandi hafi góð tök á henni.
Myndin verður tekin upp seint í ágúst í Reykjavík og á Suðurlandinu.
Áhugasamar vinsamlega hafið samband. Öðrum sem vit og áhuga hafa á kvikmyndagerð er velkomið að vera í sambandi líka: