31.3.2008 | 08:58
Til Íslands? Knopfler líka.
Þeir hafa aldrei komið til Íslands. Er ekki kominn tími á það?
Annars fór ég að sjá Mark Knopfler í Heineken Music Hall í gær. Hann var frábær, eins og búast mátti við. Lagavalið var flott, fannst mér. Hann var ekkert að ofgera Dire Straits efninu, en þar sem sólóplöturnar eru ekkert síðri, jafnvel betri, var það ekkert vandamál. Þetta byrjaði með 6-7 lögum af síðustu fjóru plötunum, svo kom Romeo and Juliet. Þá fóru þeir í jassaða pöbbastemningu. Undir lokin fékk sauðsvartur almúginn sem hefur ekki verið að taka eftir síðustu árin það sem þau vildu. Telegraph Road, Brothers in Arms, So Far Away og fleiri klassíkera. Hann slúttaðu þessu með Local Hero.
Spilamennskan var auðvitað fyrsta flokks, enda valinn maður í hverju horni. Hann gerði reyndar lítið úr sjálfum sér því hann er sá eini sem spilar bara á eitt hljóðfæri. Það gerir svo sem ekkert til því hann hefur þokkaleg tök á því.
Ég fór baksviðs eftir hljómleikana og hitti Guy Fletcher, höfund tónlistarinnar í Svörtum Sandi. Við sátum og ræddum málin í klukkutíma. Ég vissi að þetta var öðlingur, en bjóst ekki við að vera tekið eins vel og raunin var. Trommarinn, Danny Cummings, lét sjá sig og dældi gin og tónik í þá og bjór í mig. Hann er stórskemmtilegur náungi. Þegar hann spurði Miriam, konuna mína, hvað hún ynni við svaraði hún, I'm in fashion. Hann svaraði um hæl, ah, oh well, I'm out of fashion, but then your're young. Hún sagði, I've been doing it for 12 years. Oh? You started when you were 2? You are 14, right? Hinir komu svo undir lokin og það er ekki spurning að þetta eru ekki bara frábærir tónlistarmenn, þetta er stórskemmtilegt fólk sem gaman er að vera með. Ég hefði alveg örugglega getað farið með þeim á rúntinn um Amsterdam um nóttina, en ég þurfti að fara heim og passa barnið. Ég náði þó að taka í höndina á meistaranum sjálfum og þakka fyrir mig. Við það tækifæri fékk ég að heyra að hann var heillaður af tónlistinni sem Guy samdi fyrir mig. Þeir voru eitthvað að tala um að kíkja á hana við tækifæri. Guy er með disk, hann sér um það.
Eitt af því sem við ræddum um voru tónleikar á Íslandi. Þegar við minntumst á þetta sagði Cummings, já en það búa bara 30 manns á Íslandi. Ég svaraði að þeir fengju alveg örugglega 29 af þeim til að mæta. Við ræddum þetta þó í alvöru og þeir voru til í að skoða málið, sérstaklega eftir að þeir fréttu að listamenn á þeirra kaliber væru að koma. Þegar ég sagði þeim að Dylan væri að koma í sumar vildu þeir heyra meira.
Ef einhver hljómsveitainnflytjandi les þetta, endilega hafðu samband. Hver veit, kannski kemur Mark Knopfler til Íslands? Ekkert af því að bæta einum hljómleikum við þetta 95 daga ferðalag?
![]() |
Stones-banni aflétt í Blackpool |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
30.3.2008 | 05:32
Landráð?
Nú virðast flest spjót beinast að okkar eigin íslensku bönkum. Flest bendir til að þeir hafi eitthvað með hrun krónunnar að gera. Ég hef rétt um meðalvit á fjármálamörkuðum, svo ekki vil ég segja of mikið. Tvennt vil ég þó vita.
1. Er ekki hægt að sjá hver keypti hvaða hlutabréf og hvenær? Þannig væri hægt að sjá, svart á hvítu, hvað kom skriðunni af stað. Þannig gætum við vitað hvort þetta sé einungis veikum gjalmiðli að kenna eða hvort einhverjir séu að leika sér með markaðinn til að maka krókinn.
2. Er eitthvað hægt að gera til að verja okkar litla markað og gjaldmiðil? Við erum svo agnarsmá, fjárlögin brot af veltu sumra stórfyrirtækja. Við getum ekki leyft kerfinu að vera það veikt að einhver geti einfaldlega keypt Ísland með manni og mús.
![]() |
Seðlabankinn leggi gildru fyrir spákaupmennina? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.3.2008 | 07:37
Góða ferð...
Af hverju þurftu þær að fara? Hver ákvað það? Ég óska þeim alls hins besta og vona að hamingjan fylgi þeim.
Annars get ég tekið undir að það er gaman að koma til Íslands en ekki að fara aftur utan.
![]() |
Gaman að koma en ekki að fara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.3.2008 | 20:34
Ég vil ekki nöldra...
Þótt ýkt bölsýni sé auðvitað til óþurftar er jafn vont eða verra að gylla stöðuna fyrir sjálfum sér og almenningi og gefa til kynna að einhvers konar töfraleið sé til út úr þessum vanda. Að ljúga að öðrum er ljótur vani, að ljúga að sjálfum sér hvers manns bani, sagði þar," sagði Davíð.
Ég vil ekki vera leiðinlegur, en átti stóriðjan ekki að vera töfralausnin?
![]() |
Reynt að brjóta fjármálakerfið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.3.2008 | 09:34
Gott mál, eða hvað?
Ég var of fljótur á mér, skrifaði færslu um torrent mál í gær. Ég þykist hafa eitthvað vit á þessu þar sem ég gerði tilraun með dreifingu á netinu í desember.
Færslan frá í gær þar sem ég lýsi yfir vonbrigðum með Víkingaflóa er hér.
Færsla sem ég skrifaði í febrúar þar sem ég kom með niðurstöðu tilraunarinnar er hér.
![]() |
Máli gegn Istorrent vísað frá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 09:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2008 | 10:43
Að rolast í útlandinu...
Skemmtileg frétt, frábært framtak. Alveg hefði ég verið til í að vera heima og kvikmynda verknaðinn. Það er annars oft sem ég sé hluti gerast á Íslandi sem fá mig til að velta því fyrir mér hvað ég sé að rolast hér í Hollandi. Það er svo margt að gerast heima. Kannski ég þurfi bara að horfa betur í kring um mig hér, en maður er alltaf meira heima í föðurlandinu, hversu lengi sem maður býr erlendis.
Allavega, flott framtak. Til hamingju, Góðverkasamtök.
![]() |
Máluðu yfir veggjakrot í miðborginni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.3.2008 | 10:38
Spennandi verkefni
Sjálfstætt Fólk eftir Halldór Laxness yrði án efa stórkostleg mynd í réttum höndum. Anthony Minghella hefði eflaust gert stórmynd úr þessu. Ég vona að Pegasus nái að framleiða myndina. Ef ég get eitthvað gert er ég til...
![]() |
Minghella vildi gera Sjálfstætt fólk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.3.2008 | 17:18
Torrent ævintýrið dáið?
Fyrr í dag sá ég frétt á MBL.is þar sem Vodafone var að kvarta yfir því að merki þess væri sjáanlegt á thevikingbay.org.
Eins og lesendur þessa bloggs vita hef ég áhuga á netinu og niðurhali. Stuttmyndin Svartur Sandur var sett á netið í desember í kjölfar málsins í kring um Torrent.is. Ég skráði mig inn sem notandi á Viking Bay fyrir nokkru síðan til að skoða hvað væri í gangi. Ég er ekki svo viss um að þessir hlutir séu á góðri leið.
Það varð frægt þegar Páll Óskar bað Torrent.is um að fjarlægja nýju plötuna sína. Það var gert, vegna þess að hann bað um það án þess að vera með leiðindi. Nýja síðan, Viking Bay, sem spratt upp eftir að Torrent.is var lokað fjarlægir ekki efni þótt beðið sé um það. Skráaskipti eru komin til að vera og það er lítið sem við, framleiðendur kvikmynda og tónlistar, getum gert í því, nema að reyna að notfæra okkur þessa nýlegu tækni. Þó að Torrent.is hafi farið fyrir brjóstið á sumum, hikuðu þau ekki við að fjarlægja íslenskt efni, enda erum við svo fá og markaðurinn lítill. Það munar um hvern seldan disk. Því miður virðist sami skilningur ekki vera fyrir hendi á Víkingaflóa.
Hér á eftir má lesa bréfaskrif sem ég fann á "Hótanir" hluta Viking Bay. Það er leiðinlegt ef þetta er viðhorfið.
Ef einhver vill ekki að ég sé að birta þetta má láta mig vita.
Þessu bréfi var svarað af stjórnendum TVB vegna þess að Unnar var í útlöndum er það var sent
Póstur #1 frá Zolberg
Sæll kæri viðtakandi
Ég heiti Ragnar Sólberg og er söngvari hljómsveitarinnar Sign auk
þess að reka útgáfufyrirtækið R&R músik
Ég hef komist að því að platan okkar "The Hope" er til niðurhals á
thevikingbay og í gær voru 150 manns búnir að downloada henni.
Við höfum marg rætt þetta á milli okkar og við viljum ekki að platan
sé á síðunni ykkar (eða annari) í heilt ár eftir að hún kemur út.
Ég vil því biðja ykkur/þig fallega um að fjarlægja plötuna sem fyrst
og vona að ég þurfi ekki að beita öðrum aðferðum til að koma því í gegn.
kv. Ragnar
Svar #1 frá Stjórnanda
Sæll, Ragnar, afsakaðu hvað ég svara seint.
Plötuni ykkar hefur þegar í stað verið eytt útaf.
Ástæða eyðingar,
Þar sem póstur þinn hljómar vinalegur þá gerum við það að eyða þessu eintaki útaf.
Póstur #2 frá Zolberg
Ok cool
Takk kærlega fyrir það
Stjórnandi sem var með völd á sínum tíma gerði þetta í leyfisleysi. Þetta var leiðrétt:
Leiðrétting frá Stjórnanda
Sæll Ragnar, Ég (************) skrifa fyrir hönd TheVikingBay núna, og vill segja þér að
einhver misskilningur hefur verið á milli stjórnenda, þar sem við eyðum engu efni útaf vefsíðunni okkar.
Sá stjórnandi gerði það í leyfisleysi, og munum við sjá til þess að þetta gerist ekki aftur.
Ef einhver notandi sendir inn eitthvað efni með Sign inn, munum við ekki eyða því aftur að ósk þinni eða einhverra annara,
því það er ekki stefna okkar.
Við munum ræða þetta við þann stjórnanda sem eyddi efninu út.
Ég afsaka þennan misskilning, þetta mun ekki koma fyrir aftur og mun efni þitt haldast inni á vefsíðunni okkar.
Í von um gott samstarf, og í von að þetta eyðileggi ekki traustið á milli okkar, TheVikingBay.
Póstur #3 frá Zolberg
******** ********
Ef þú vilt fara erfiðari leiðina þá er það í lagi mín vegna, ég er alveg viss um að þú átt ekki eftir að vinna þá baráttu
Annað hvort með lögum og reglugerð eða blóði og barsmíðum : )
Heyri í þér fljótlega
og já þú ert afsakaður
kveðja Ragnar
Leiðrétting #2 frá Stjórnanda
stfu
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 17:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
15.3.2008 | 16:24
Ingibjörg, er þetta rétt? Ertu að fremja pólitískt sjálfsmorð?
Lýðveldið Ísland er 64 ára gamalt. Það er því ekki langt síðan við börðumst fyrir okkar sjálfstæði. Ísland var lítil þjóð en vildi ráða sér sjálf. Drottnarinn var frændþjóð sem hafði komið þokkalega fram við okkur, en við vildum sjálfstæði. Það fengum við eftir 100 ára baráttu. Við ættum því að skilja og finna til með þjóðum í sömu sporum. Því miður er Ísland eins og auminginn sem ýtir við barninu á Titanic til að komast sjálfur í bátinn.
Ísland er sjálfstætt smáríki, en lætur eins og spillt heimsveldi. Allt í lagi að fara í stríð í Írak þótt allir heilvita menn sjái að sönnunargögnin séu fölsuð. Við látum eins og barn sem hefur verið strítt en er nú komið í náðina hjá hrekkjusvíninu. Þegar næsta barni er strítt og það lamið, spörkum við líka til að tilheyra hópnum. Ef hrekkjusvínið sparkar í liggjandi barnið, spörkum við líka. Ef hrekkjusvínið ákveður að brjótast inn í sjoppu, tökum við þátt því við viljum svo ofboðslega vera jafn kúl og sterka hrekkjusvínið. Hvað gerist þegar við og hrekkjusvínið erum orðin unglingar? Tökum við þátt í hópnaðugun til að tilheyra hópnum? Hversu langt erum við tilbúin að fara?
Ingibjörg Sólrún getur látið eins og Írak hafi aldrei gerst. Hún getur látið eins og Taiwan sé Árnessýsla þeirra kínverja, hún getur talað um eitt Kína meðan tíbetar eru myrtir. Hún getur gert hvað sem hún vill, en ekki gera það í mínu nafni. Íslendingar vilja ekki dauða tíbeta og kúgaða taiwana í nafni viðskipta. Ég ætla að sleppa því að minnast á Falun Gong ævintýrið í bili.
Við höfum ekkert erindi í öryggisráðið. Við þorum ekki að tala eftir eigin sannfæringu. Látum bandaríkjamenn og kínverja um að eyða pening í öryggisráðið. Þeir fá hvort eð er að gera það sem þeir vilja óáreyttir fyrir okkur, hvort sem það eru stríð, pyntingar eða morð. Við erum allt of hrædd til að segja það sem okkur finnst. Nema við séum orðin svo rotin að við virkilega styðjum morð í nafni viðskipta.
Sé þetta ekki rétt eftir Ingibjörgu haft, vona ég að hún leiðrétti þetta strax. Séu þetta hennar orð, mun ég aldrei kjósa neinn flokk sem hefur hana innanborðs.
![]() |
Íslendingar styðja ekki SÞ-umsókn Taívan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
13.3.2008 | 13:54
Paranoia
Ekki ætla ég að tjá mig beint um saumavélamálið ógurlega, en tollurinn á Íslandi er á nálum, svo mikið er víst. Þegar ég kom til landsins til að taka upp Svarta Sandinn, sumarið 2006, kom ég með þrjá stórhættulega hluti með mér. Þetta var Canon EOS 350D myndavél, Sony FX1 HD videovél og Apple PowerBook ferðatölva. Þetta þótti þeim grunsamlegt og þurfti ég að skrif upp á eitthvað skjal að ég myndi taka þetta með mér þegar ég færi aftur út. Þeir tóku kortanúmerið mitt sem tryggingu.
Þess má geta að myndavélin var sex mánaða gömul, videovélin árs gömul og ferðafölvan hátt í tveggja ára. Samt héldu þeir að ég ætlaði að selja þetta gamla dót, kúguðum íslendingum. Ég er að koma aftur og það verður gaman að sjá hvort þriggja ára video vélin og tölvan og tveggja ára myndavélin séu enn þessi mikli mögulegi smygl varningur sem þetta var þá.
![]() |
Sala á saumavélum stöðvuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |