Að texta mynd...

...sökkar. Þvílíkt starf. Allavega, ég skulda ykkur ekki kvikmyndablogg, svo hér er það.

Anna Brynja í bílÉg var frekar upptekinn í gærkvöldi, var að klippa til fjegur um morguninn. Það var fluga í hausum á mér sem hætti ekki að suða. Klára röffköttið fyrir miðvikudaginn. Þá er hægt að texta og koma þessu frá sér. Ég kláraði sem sagt að búta saman myndinni og horfði á hana frá upphafi til enda í fyrsta sinn. Þetta var mikil stund, vegna þess að þarna var ég að sjá sköpunarverkið mitt í fyrsta skipti og af því myndin er svo löng. Mér er talin trú um að mynd er stuttmynd svo lengi sem hún nær ekki klukkutímanum. Þessi er 37 mínútur. Það er 1/3 af bíómynd. Spáið í það. Það held ég að maður sé léttskrítinn að fara út í svona dæmi.

Það var skrítin tilfinning að sjá myndina frá upphafi til enda. Ég var ekkert alveg viss um að þetta væri að virka. Þá minnti ég mig á að það á eftir að fínpússa klippinguna, laga liti og hljóð og semja tónlist. Þetta er ekki tilbúið. Í dag fór ég í að prufa liti og lagaði klippinguna til. Þetta er bara að virka, svei mér þá. Ég hef trú á þessu. Ójá.

Það skemmtilega var að leikaranir (here I go again) voru að skila sínu. Ég horfði upp á persónurnar falla í gryfjurnar sem ég hafði skrifað og hugsaði með mér, ekki gera þetta. Farðu varlega. Það verður gaman að sjá hvað öðrum finnst um þetta allt saman.

En af hverju er ég að texta þetta? Það er nebbla þannig að tónskáldið er enskt og skilur ekki baun í íslensku. Ég þarf því að texta alla myndina áður en ég set hana á DVD og sendi hana til hans. Það er voðaleg vinna. Svo mikil vinna að ég hlýt að vera fífl að vera að taka mér pásu til að pikka þetta blogg. Það er eins og sé ekkert líf nema maður hafi lyklaborðið undir nefinu.

Allavega, ég er spenntur. Svo spenntur að nú hætti ég þessu svo ég geti farið að texta svo ég geti sent diskinn svo ég geti heyrt hvers konar tónlist myndin fær heimsfrægan tónlistarmann til að semja. Ojá, hann er heimsfrægur. Ég er viss um að flestir íslendingar, flestir vesturlandabúar reyndar, undir fimmtugu eigi plötu sem hann spilar á.

Gleymið svo ekki að tilnefna fyndnasta bloggarann hér! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Frábært að þetta gengur svona vel.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 8.11.2006 kl. 22:31

2 Smámynd: Sigurlín Margrét Sigurðardóttir

Sæll, vona að þú sért að setja íslenskan texta á stuttmynd þína.  Ég tek hattinn ofan fyrir þér ef þú ert að gera það.  Hlakka bara til að sjá útkomuna.  Bestu kveðjur Sigurlín Margrét Sigurðardóttir

Sigurlín Margrét Sigurðardóttir, 8.11.2006 kl. 22:44

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ég er núna að setja enskan texta svo að erlendir samstarfsmenn skilji hvað er að gerast. Þegar myndin er tilbúin verður hún sett á DVD með íslenskum, enskum og hollenskum texta. Sennilega þýskum, frönskum og spænskum líka, ef ég næ í fólk sem talar þau mál.

Íslenskur og enskur texti er minnsta málið. Ég skrifaði handritið á ensku, skipti um skoðun, þýddi það og tók myndina upp á íslensku.

Sem sagt, eru sjálfboðaliðar í textaþýðingar?

Villi Asgeirsson, 8.11.2006 kl. 22:56

4 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Mig grunaði alltaf að þú myndir taka myndina upp á ískensku. Gott hjá þér.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 9.11.2006 kl. 10:55

5 Smámynd: Sigurlín Margrét Sigurðardóttir

Sæll endilega kíktu á þessa slóð:  http://www.deaf.is/bjargarsjodur/index.html   Kannski þú finnir eitthvað þar sem myndi styrkja þig í að setja íslenskan texta á stuttmyndina þína. Um að gera að skoða málið. Bestu kveðjur SMS

Sigurlín Margrét Sigurðardóttir, 9.11.2006 kl. 11:42

6 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Ég býð mig fram. En ég skil ekki. Hún er tekin upp á íslensku en á svo að verða með íslenskum texta líka? Ég kann bara íslensku. Öll hin tungumálin mín eru farin til fjandans.

gerður rósa gunnarsdóttir, 9.11.2006 kl. 14:40

7 Smámynd: Villi Asgeirsson

Hún er á íslensku. DVDinn verður textaður, og ég hélt, af hverju ekki að setja líka inn íslenskan texta fyrst maður er að þessu. Það er auðvitað fólk sem er hernardauft eða hefur aðrar ástæður til að vilja texta, eins og Sigurlín benti á. Þetta var svona hugmynd sem ég var að gæla við, en hún minnti mig á að það geta ekki allir hlustað á leikarana.

Svo er spurningin, hver kaupir stuttmynd á DVD þegar Hollywood myndir kosta þrjár evrur? 

Getur þú ekki komið með grískan texta?

Villi Asgeirsson, 9.11.2006 kl. 16:01

8 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Jújú. Ef myndin er um hunda, asna og önnur dýr, jafnvel broddgelti. Einnig ef hún er um hvað ég sé gömul, hvort ég eigi börn, afhverju ég sé ekki gift, og afhverju ég vilji ekki fara á kaffihús meððér.

gerður rósa gunnarsdóttir, 9.11.2006 kl. 17:19

9 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Til hamingju með áfangan

Sigrún Friðriksdóttir, 9.11.2006 kl. 19:27

10 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Glæsilegt

Gunnar Helgi Eysteinsson, 9.11.2006 kl. 20:17

11 Smámynd: Villi Asgeirsson

Af hverju myndir þú ekki vilja far á kaffihús með mér? Ég sé ekkert að því, svo lengi sem það gerist á sunnudegi...

Textunin er búin og ég geri ráð fyrir að geta sent diskinn á morgun. Maður er bara spenntur. Takk öll fyrir að fylgjast með! 

Villi Asgeirsson, 9.11.2006 kl. 23:53

12 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Að drekka kaffibolla saman á grísku þýðir ekki það sama og að drekka kaffibolla saman á íslensku. Auðvitað væri ég til í að drekka kaffi með þér á íslensku. Á sunnudegi.
Mikið svakalega hlakka ég til að geta séð myndina þína. Mér finnst þú voða duglegur að kýla þetta í gegn.

gerður rósa gunnarsdóttir, 10.11.2006 kl. 09:01

13 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég fíla þig í botn... come on! Þú verður að fara að skrifa eitthvað

Gunnar Helgi Eysteinsson, 18.11.2006 kl. 21:15

14 Smámynd: Villi Asgeirsson

Fílarðu mig í botn? Nú roðna ég bak við báðar grímurnar sem runnu á mig.

Ég skal pikka eitthvað inn við fyrsta tækifæri. Þetta er bara ein af þessum vikum þar sem tölvan fær fráhvarfseinkenni. 

Villi Asgeirsson, 19.11.2006 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband