Múslimar vilja byggja?

Þetta er það fyrsta sem ég heyri af þessu máli og fréttin segir svo sem ekki mikið um málið.

Skil ég það rétt að trúfélög fái lóðir endurgjaldslaust, eða er þetta einfaldlega spurning um skipulag?

Hvað eru margir meðlimir í félagi múslima á Íslandi? Ég geri ráð fyrir að þeir vilji byggja mosku. Verður hún öllum opin, eða verður sama viðkvæmispukri og maður sér erlendis viðhaft, þar sem múslimar eiga sér samastað, innfæddir (hér notað um þjóðina sem bjó fyrir í landinu) eru ekki velkomnir og klerkar tala um að steypa stjórninni, taka af venjur og setja á fót islamskt ríki? Ég geri ráð fyrir að bænum sem farið er með fimm sinnum á dag verði ekki útvarpað um hverfið um hátalara á byggingunni eins og tíðkast víða? Fyrsta bænin fer oft í loftið milli fjögur og fimm á morgnanna. Eins og ég segi geri ég ekki ráð fyrir þessu, en það er sjálfsagt að koma því á hreint áður en framkvæmdir fara af stað.

Hvað finnst íslenskum múslimum um slæður, almennt frelsi borgarans, trúfrelsi og jafnrétti kynjanna?

Það er sjálfsagt mál að gefa múslimum sömu möguleika og öðrum, en það er líka nauðsynlegt að þeir virði reglur, lög og venjur heimalands síns fyrst og trúar sinnar þá. Íslensk lög og venjur verða að hafa meira vægi en Múhameð spámaður. Annars get ég ekki ímyndað mér að moska í Reykjavík gæti gengið upp. 


mbl.is Félag múslima undrast að félagið fái ekki lóð í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sylvía

sammála, held að margir séu hræddir við þetta, að Múhameð fái meira vægi en íslensk lög. Erfitt mál sem við ýtum á undan okkur.

Sylvía , 3.11.2006 kl. 11:13

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Það er ekki verið að gefa sér neitt fyrirfram. Málið er hins vegar að þeir hafa sýnt það ítekað í öðrum Evrópulöndum að þeir aðlagast ekki eins vel og aðrir hópar, þeir taka lögin í sínar hendur ef einhver talar illa um spámanninn, þeir hafa það að markmiði að steypa vestrænum stjórnum fyrir Allah. Það er enginn að segja að íslenskir múslimar séu að spá í svona hluti, en það er sjálfsagt að hafa vaðið fyrir neðan mittið. Reynsla annara landa sýnir það.

Villi Asgeirsson, 3.11.2006 kl. 11:28

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Það ætti líka að vera augljóst að ég er ekki að tala um hvern einasta múslima sem öfgamann, en það er með þá eins og aðra, hinn háværi minnihluti skemmir fyrir öllum.

Villi Asgeirsson, 3.11.2006 kl. 11:30

4 identicon

Það er reyndar moska á Íslandi, í Ármúla 38, en það sem félagið er að biðja um er að fá að byggja hús sérstaklega til að nota sem mosku. Þar þurfa t.d. af vera sturtur því bannað er að biðja nema maður sé tandurhreinn, svo er bænarsalur sem þarf að rúma fullt af fólki.  

Það eru um 350 skráðir múslimar á Íslandi, en múslimar gætu vel verið fleiri. Sumir þeirra nota slæður, aðrir ekki. Í lang lang flestum löndum er konum frjálst að nota slæður eða ekki - ég er reyndar á þeirri skoðun að þetta sé ljótur siður - en þetta er menning sem getur verið erfitt að skilja.

Frelsi borgara og trúfrelsið... Almennt frelsi borgarans er ekkert skert innan múslimasamfélaga í Evrópu. Hluti af því að vera trúaður er að fasta, biðja og leggja af hendi hluta tekna - en þetta er varla skerðing á frelsi ef fólk ákveður þetta sjálft. Fólk ræður því hvort það iðkar trúna - enda segir í kóraninum að engan skuli þvinga til að taka Íslamstrú, því sá einn trúi með réttu sem taki á móti Allah af eigin sannfæringu.

Staða kvenna er ekki jafn hræðileg innan Íslam og margir halda, þótt margt megi betur fara. Konur hafa (í löndum þar sem ekki er öfgatrúarklerkastjórn) jafnan rétt til þess að fara í skóla, sjá fyrir sér og eiga eignir.
Reyndar er fjölkvænið, sem ekki er bannað í Íslam, einskorðað við karla - en það reynir lítið á þetta í heiminum í dag (sérstaklega ekki þar sem fjölkvæni er bannað).
Auk þess er í moskunum sérsvæði þar sem konur og börn eru látin fylgjast með þegar beðið er, en karlar eru í aðalsalnum. Þetta finnst mér ljótt, og vona að það taki breytingum í framtíðinni.

Eflaust er hlutfall fávita álíka hátt og hjá okkur sem erum í öðrum trúfélögum. Gæinn sem fór um heiminn með dönsku teikningarnar og hvatti til mótmæla gegn Danmörku er t.d. mjög illa liðinn innan danska múslimasamfélagsins. Hann kom til landsins fyrir nokkrum árum, býr enn í athvarfi og lifir á danska ríkinu þar sem barnið hans er alvarlega veikt og því ekki hægt að henda þeim út.

Kóraninn boðar hins vegar frið og fordæmir t.d. alla þá atburði sem komið hafa óorði á trúna undanfarin ár (sprengingar, ofbeldisfull mótmæli o.s.frv.).

Erlendis tala menn ekki um að steypa stjórnum í moskum almennt, slíkir gæjar finnast innan allra trúarbragða og eru ekkert betur liðnir undir Íslam en annarsstaðar. Þetta eru bara þessir týpísku klikkhausar sem hugsa ekki rökrétt.

Hátalarar á moskunni gera auðvitað lítið gagn ef þeir ná ekki eyrnum allra í borginni. Þessvegna nota múslimar í löndum þar sem þeir eru í minnihluta frekar tölvuprógrömm sem öskra skilaboð dagsins sjálfkrafa nokkrum sinnum á dag. Moskur eru, eftir því sem best ég veit, til samkomuhalds og til þess að biðja til Allah. Til hans er beðið á föstudögum. Aðra daga, 5 sinnum á dag á að biðja til Múhammeðs, heima hjá sér (eða hvar sem maður er) á teppinu sínu.

Það eru allir velkomnir í moskur, en aðeins þeim sem trúa er heimilt að biðja í þeim (segir sig kannski sjálft). Ég hef sjálfur fengið að fara sem gestur í mosku í Evrópu og við vorum 4 gestirnir í annars yfirfullri moskunni. Stóðum bara hjá á meðan karlarnir beygðu sig og hneigðu.

Mér finnst undarlegt að ætlast til þess að nokkur heittrúaður einstaklingur setji lög og venjur ofar aðalspámanni sínum. Allir verða auðvitað að hlýða lögum, en það er ekki hægt að ætlast til þess að þeir forgangsraði lögum annars vegar og aðalboðbera trúar sinnar hins vegar.

Ég efa t.d. að meðlimir rússnesku rétttrúnaðarkirjunnar taki íslenskar venjur fram yfir Jesú. Fólk sem trúir gerir það af mismiklum hita og það verða alltaf einhverjir klikkhausar. Sjáðu bara kristilegu sértrúarsöfnuðina sem við erum með hér á Íslandi.

Samkvæmt gagnasafni mbl fékk félagið staðfestingu dómsmálaráðuneytisin árið 1997. Umræðan um lóð undir húsnæði fyrir félagið hefur verið í gangi lengi, átti t.a.m. að rísa í Öskjuhlíðinni á tímabili, en það virðist hafa breyst, sjá á Vísi í febrúar: http://www.visir.is/apps/pbcs.dll/article?AID=/20060207/FRETTIR01/102070056/1091/LIFID

 

 
Afsakaðu hvað þetta er langt svar. Ég er enginn aðdáandi Íslam, en mér finnst leiðinlegt þegar fólk hefur múslima fyrir rangri sök. Það má lesa meira um þessa trú, sem er ekkert verri en önnur trúarbrögð að mínu mati, á netinu t.d. á discoverislam.net og islam.is
Sjá líka nýlega frétt af mbl: http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1230416

Kári (IP-tala skráð) 3.11.2006 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband