2.3.2008 | 13:14
Veitingahúsið Gullfaxi
Það er sjálfsagt að bjarga Gullfaxa ef hægt er. 80 milljónir eru ekki mikill peningur, einbýlishús í Reykjavík, kannski? Auðvitað mun slatti bætast við, því það þarf að mála vélina og sennilega gera hana flughæfa. Svo þarf að finna sæti eins og þau sem notuð voru 1967 og endurskapa myndirnar sem voru um borð. Það er alveg viðbúið að verkið myndi ekki kosta innan við 250-300 milljónir. Stórt einbýlishús í Reykjavík?
En það er ekkert sem segir að Gullfaxi muni bara kosta pening. Hvernig væri að endurskapa flugvélamatinn sem boðið var upp á fyrir 40 árum og selja hann um borð þegar vélin er uppgerð og komin á safn? Hvað þyrfti að selja margar máltíðir til að ná inn fyrir kaupverði og lagfæringum? Fyrir utan að þetta myndi auka á upplifum þeirra sem koma á safnið.
Fyrsta þota Íslendinga í hættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Bloggar, Ferðalög | Facebook
Athugasemdir
Þræl góð hugmynd hjá þér.
Ps. Mér finnst að þú eigir að skrá þig á Blogg - Topplistann og skrifa um kvikmyndagerðina þína.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 2.3.2008 kl. 14:11
Er sammála þér, finnst að það ætti að varðveita þessa vél og hún er saga okkar, eins og annað sem er friðað s.s. ýmis hús o.s.frv. Er það það of seint að fá vélina til baka og gera hana að safngrip, sem við Íslendingar getum skoðað um ókomna framtíð.???
Áslaug Sigurjónsdóttir, 2.3.2008 kl. 14:32
Æ, mér hlýnar um hjartaræturnar við að sjá og hugsa til þessarar vélar. Að hugsa sér að manni skuli geta þótt vænt um flugvél!
Lára Hanna Einarsdóttir, 2.3.2008 kl. 15:10
GÓÐ HUGMYND, KANNSKI ÞARF SAMT EKKI AÐ GERA HANA FLUGHÆFA. GÆTI SAMT VERIÐ SPURNIG AÐ GERA HANA FLUGHÆFA OG FLJÚGA HENNI NORÐUR... ÞÁ ERU VARHLUTIRNIR KOMNIR OG...VIÐ GETUM FARIÐ AÐ SERVERA
Albert Bjarni Úlfarsson, 2.3.2008 kl. 15:36
Ég vona að ég sé ekki ókurteis ef ég pota hérna aðeins minni nýust færslu um efnarákir yfir Reykjavík. Ég er að reyna að safna sem flestum í þessa umræðu og er öllum það frjálst að bæta við athugasemd ef þið viljið tjá ykkur um þetta ákveðna málefni:
Víða efnarákir yfir Reykjavík, krakkar ekki borða snjóinn!!Kær kveðja AlliAlfreð Símonarson, 2.3.2008 kl. 23:07
1. Er kominn inn, en þetta er ekkert alveg að virka. Ég er nebbla kominn inn fjórum sinnum. Svo sá ég að Jens Guð var neðstur með engar heimsóknir og fannst skrítið. Samkvæmt bloggsíðunni hans hefur hann verið heimsóttur 455 sinnum í dag.
2. Margir hafa kvartað og sagst ekki vilja láta nota sína skattpeninga í þetta. Flestir virðast þó vilja fá vélina heim. Ef 80.000 manns setja 1000 kall í púkkið er hún okkar. Það er bara byrjunin, en það er aldrei framhald án byrjunar. Spurning með að setja upp söfnun og gefa ríkinu eða safni vélina. Ef við erum ekki of sein.
3. Manni getur þótt vænt um svo margt. Að hugsa sér að maður geti elskað sand og grjót.
4. Hún þyrfti í rauninni ekkert að vera flughæf. Það myndi auðvelda flutning, en sem safngripur væri hún jafn mikils virði föst á jörðinni.
Villi Asgeirsson, 3.3.2008 kl. 12:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.