19.1.2008 | 22:32
Nýtt myndband við nýja tónlist með nýjum litum og stöfum
Fyrirsögnin segir allt. Þá er ekkert annað að gera en endurtaka sig.
Guy Fletcher sendi mér nýja útgáfu af Black Sand Theme, lokalaginu af nýja diskinum hans. Ég setti það inn í myndina, en þar sem ég var að fikta hvort eð var, fór ég að fikta meira. Ég lék mér með liti og gerði myndina eitthvað dramatískari með því að breyta þeim. Svo var ég ekki sáttur við stafagerðina og breytti henni. Að lokum gerði ég trailer, sýnishorn, myndband, eitthvað við nýju tónlistina. Gæðin eru auðvitað frekar hallærisleg, enda er þetta tekið að youTube. Þetta gefur þó hugmynd um hvernig hlutirnir líta út í endanlegu útgáfunni.
Svo er um að gera að fylgjast með blogginu í vikunni. Ég mun henda inn reikningsnúmeri fyrir 61% lesenda sem vilja borga en ekki með korti. Kannski að ég setji líka myndbandið að neðan á netið í HD gæðum. Hver veit?
Þar sem myndin er tilbúin, sænski textinn kominn í hús og Svarts Sands Þemað tilbúið og myndin tilbúin fyrir DVD, en líka meira en líklegt að diskarnir fari í póst í vikunni.
Takk fyrir að fylgjast með!
Meginflokkur: Kvikmyndir | Aukaflokkar: Bloggar, Sjónvarp, Tónlist | Breytt s.d. kl. 22:34 | Facebook
Athugasemdir
Ég komst af því þegar ég horfði á Trailern að það vantaði þýðingu á nafni myndarinnar Black Sand = Svart Sand, en það er kannski óþarfi. Ég ætla að panta mynd síðan með sænskum texta
Gunnar Helgi Eysteinsson, 19.1.2008 kl. 23:55
Áttu við í myndinni sjálfri? Það er sennilega rétt. Ég bæti því við, svo allir, líka svíar skilji hvað Black Sand er.
Hvað fannst þér annars um þetta nýja myndskeið?
Villi Asgeirsson, 20.1.2008 kl. 06:39
Flott Mild og falleg músik. Fallegar myndir.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 20.1.2008 kl. 18:50
Mjög falleg og góð blanda
Einar Bragi Bragason., 21.1.2008 kl. 00:38
Þetta er virkilega fallegt og írskur fílingur í tónlistinni.
Lára Hanna Einarsdóttir, 21.1.2008 kl. 01:03
Vel gert, rómantískt drama, tónlistin mjög óíslensk en situr í manni einsog klukknahljómur. Til hamingju!
Eva Benjamínsdóttir, 21.1.2008 kl. 01:38
Takk fyrir fögur orð, fyrir hönd Fletchers og mín.
Ég var að klára að gera nýju útgáfuna af DVD disknum. Biðin ætti að vera þess virði, því þetta er allt annað en "lokaútgáfan" sem ég sendi tökuliðinu í haust. Nýja lokaútgáfan er bara nolluð góð, ég er sjálfur næstum því ánægður með hana. Það þýðir bara eitt. Nú er þetta hoggið í grjót og mun aldrei breytast. Onei. Ég þarf nú að henda þessu á diska, prenta umslög og diskana sjalfa og henda þessu í póst. Þetta er allt að koma.
Hafi ykkur líkað við myndbandið að ofan, en hægt að sækja Quicktime skrá í mikið betri gæðum hér.
Villi Asgeirsson, 23.1.2008 kl. 07:18
Nýja stefið er frábært. Ég er sammála þeim sem hafa sagt það hér að ofan að það sé svona Írskur fílíngur í því. Hins vegar finnst mér "trailerinn" kannski ekkert spes, þar sem hann er í raun bara hálfgerð "abridged" útgáfa af myndinni, og sýnir lykil "plot punktana" og spillir jafnvel endinum fyrir þá sem ekki hafa séð stuttmyndina. En þú sagðir sjálfur að þetta væri "trailer, sýnishorn, myndband, eitthvað", sem var í raun gert til að fylgja laginu, þannig að maður er varla of harður. :D
Annars bíð ég bara spenntur eftir því að geta lagt inn á þig, og eftir að kaupa diskinn frá Guy, en ég myndi kannski vilja fá að semja við þig aðeins um að jafnvel borga extra fyrir aukadisk bara með DVD myndinni, sem myndi innihalda lágmarks þjappaða full-HD (720p eða 1080p) útgáfu.
BizNiz (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 22:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.