5 dagar - Jóel Sæmundsson

Eins og fram hefur komið mun ég setja Svartan Sand á netið á laugardaginn. Ég ætla að reyna að vera með daglega pistla meðan ég geri hana tilbúna.

Jóel Sæmundsson er án efa einn besti leikari sem íslendingar eiga. Stór orð, en ég stend við þau.

Veturinn 2006 setti ég auglýsingu á netið. Ég var að leita að leikurum. Skylirði var að þeir töluðu Jóelfullkomna ensku. Ég hafði skrifað handrit að stuttmynd með vinnutitilinn The Darling Stones. Myndin yrði tekin upp á Íslandi, en á ensku. Jóel var einn þeirra sem svöruðu. Hann var í leiklistarnámi í Bretlandi og hafði lagt áherslu á að læra tungumálið og ná hreimnum.

Þegar ég kom heim í páskafrí hitti ég hann á Prikinu. Það var kalt úti, slydda og ég hélt um cappuchino bollann þegar hann kom inn. Hann pantaði sér Malt í gleri, íslendingurinn búsettur erlendis. Við fórum í gegn um handritið, sem var ennþá á ensku og mér leist ágætlega á hann.

Honum hafði ekki tekist að sannfæra mig, en eftir að ég fór aftur til Hollands hugsaði ég málið og ákvað að hann væri maðurinn sem ég var að leita að. Ég átti ekki eftir að sjá eftir þeirri ákvörðun.

Við hittumst aftur í byrjun ágúst. Ég var þá kominn heim til að taka myndina upp. Það var augljóst, strax við æfingar, að hann var hlutverkinu vaxinn. Hann hafði látið sér vaxa skegg fyrir tíundu aldar atriðin, hann kunni handritið og var mjög sannfærandi. Þær tvær vikur sem tökur fóru fram var hann hrókur alls fagnaðar. Stundum var ég smeykur um að hann væri ekki að taka hlutina alvarlega, en um leið og myndavélin fór í gang umbreyttist hann. Ég hefði ekki getað fengið betri mann í aðalhlutverkið. Hann skemmti sér konunglega á tökustað og smitaði það út frá sér. Leikarar þurfa oft að bíða lengi meðan sett er upp, aðrar senur eru teknar og oft þurftum við að keyra langar leiðir til að komast á tökustaði, en hann lét það aldrei hafa áhrif á sig.

Jóel er ennþá í námi í Rose Bruford skólanum í Bretlandi. Ég efast ekki um að hann á eftir að gera góða hluti og verða einn besti leikari sem íslendingar hafa átt.

Fyrri færslur um Svartan Sand:
6 dagar - um gerð Svarta Sandsins
Oft ég Svarta Sandinn leit...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Joel hljómar frábær. Hlakka til að sjá.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 26.11.2007 kl. 14:46

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Hann er það. Ég vona bara að myndin verði þér að skapi. Hvort sem svo er eða ekki, þá er Jóel topp leikari. Það skemmtilegasta er að hann sendi mér emil um daginn þar sem hann var að tala um hluti sem hann hefði viljað gera öðruvísi í myndinni. Hann er víst búinn að læra svo mikið síðan. Það er nú bara þannig að maður er aldrei fullkomlega ánægður með afraksturinn, enda væri lítil ástæða til að gera fleiri myndir ef svo væri. Það verður gaman að vinna með honum aftur.

Villi Asgeirsson, 27.11.2007 kl. 09:15

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 29.11.2007 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband