Rick Treffers II - Pissstaur í vindi

Rick Treffers - Pispaal in de windHér er falleg færsla á Sunnudegi, laus við væl, vesen og vandræði heimsins. Eins og ég sagði fyrir viku eða tveim er ég að vinna við að búa til kvikmyndahluta sviðsmyndar Ricks nokkurs Treffers fyrir hljómleikaferðina sem verður haldin í vetur og kannski fram á sumar. Ekki sat ég á fingrum mér, heldur notaði æeg þá til að munda myndavél og pota í hnappa forritsins Final Cut Pro, sem landsmenn þekkja kannski ekki af fenginni reynslu.

Verkefnið var tiltölulega einfalt. Ljósmyndir voru teknar af kappanum. Þær eru svo notaðar í bókina sem kemur með disknum. Þetta eru flottar myndir, skotnar á Hasselblad myndavél. Þegar hann innti mig eftir hugmyndum, hvað skyldi nú spilast fyrir aftan hann og spilafélagana, var ég ekki lengi að svara. Nei, mér leist ekki á hugmynd hans um að fara að spila VJ, allt of mikið verk og myndi kosta hann of mikið. Kannski texta? Nei, það er næstum vonlaust að synca það þannig að textinn sé á réttum stað þegar spilað er live. Nei, sagði ég, KISS. Ha, KISS? Já, Keep It Simple Stoopid, eigum við ekki bara að endurskapa ljósmyndirnar? Já, sagði hann, asskoti gæti það virkað.

Þannig var þetta sem sagt unnið. Ljósmyndirnar voru fyrirmyndin og við reyndum að gera hreyfanlegar útgáfur með því að fara aftur á sama stað og myndin var tekin og reyna að ná sama effect. Þetta er sem sagt ekki tónlistarmyndband eða músikkvídíó og ekki hannað til að vera kúl sem slíkt. Þetta á að fylla upp í reynsluna af hljómleikunum, án þess að draga óþarflega mikla athygli frá tónlistarmönnunum.

Hvað finnst ykkur, landar góðir? Hér er eitt sýnishorn af tólf. Ég má til með að vara við því að textinn er á hollensku.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 16.9.2007 kl. 17:31

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Takk fyrir, Gunnar.

Villi Asgeirsson, 16.9.2007 kl. 19:35

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Þetta finnst mér flott hjá þér. 

Jórunn Sigurbergsdóttir , 17.9.2007 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband