Færsluflokkur: Menning og listir

Hvað gerist nú?

Á undanförnum árum hefur íslenskum kvikmyndum fjölgað, en það sem meira máli skiptir, gæðunum hefur farið mikið fram. Íslenskar kvikmyndir eru ekki lengur einfaldar, ofleiknar blótsyrðakrukkur. Það er gaman að sjá Mýrina á þessum lista og Baltasar verða smám saman nafn úti í heimi. Köld Slóð var ekki síðri, nema kannski kameruvinnan í upphafi myndarinnar. Svo var Astrópía að fá viðurkenningu um daginn á fantasíuhátíð í Bandaríkjunum. En hvað gerist nú, þegar allir eru að fara á hausinn. Hvaða áhrif mun hrunið hafa á kvikmyndagerð á Íslandi?

Ég var að lesa reglur Kvikmyndamiðstöðvarinnar og komst að því að sú stofnun leggur til allt að 40% af heildarkostnaði myndarinnar en að sá kostnaður megi ekki vera innan við 50 milljónir. Þetta er sjálfsagt gert til að sía út þá sem er ekki alvara, en ég var samt ekki viss um að þetta væri rétta leiðin. Ísland er lítill markaður og mér finnst það skipta máli að myndir reyni að standa undir sér.

Einhvern tíma skrifaði ég um sjö milljóna kvikmyndir. Sú tala gæti verið breytt í dag vegna gengisfalls krónunnar, en hugmyndin ætti að vera skýr. Ég vildi stofna sjóð eða fyrirtæki sem framleiddi, eða aðstoðaði við framleiðslu kvikmynda í fullri lengd sem kostuðu ekki meira en sjö milljónir, fullkláraðar. 10 myndir yrðu framleiddar árlega. Þetta hljómar kannski eins og verksmiðja, en það er líka hægt að segja um Hollywood og ekki er allt slæmt sem þaðan kemur.

Hvað sem við erum nú, verðum við að sjá til þess að menning okkar íslendinga verði ekki fórnarlamb kreppunnar, því án menningar erum við ekkert.

Setti inn tvo hlekki á eldri færslur eftir að færslan var skrifuð:
26.08.07, Kvikmyndalandið Ísland
05.11.08, Hrunið - Kvikmynd um fall Íslands


mbl.is Mýrin ein af bestu myndum ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skemmtilegt framtak ... burt með spillingarliðið

Þetta er stórskemmtileg hugmynd. Enn og aftur segi ég, ef ég væri á landinu... þetta er að verða alvarlegt. Verð ég ekki að fara að plana endurkomu? Mig langar að kaupa listaverk á 5000 kall, mig langar á borgarafundinn í Iðnó, mig langar að byggja upp nýtt og betra samfélag. Mig langar að vera á staðnum svo ég geti byggt upp síðuna Nýja Ísland. Mig langar svo margt.

Í fyrradag minntist ég á hugmynd sem ég fékk. Mig langar að gera kvikmynd um lífið í kjölfar hrunsins. Mér datt í hug að hún gæti orðið fjölskyldudrama. Rakel lét sér detta í hug að gera einhverskonar háðsádeilu um ástandið, sem ég held að gæti verið skemmtilegt verkefni. Gullvagninn kom svo með þá hugmynd að gera samsærismynd um þá sem að baki hruninu standa. Það er sjálfsagt full þörf á að kafa svolítið ofan í það og gera mynd. Kíkið endilega á þá færslu og látið heyra frá ykkur.

Svo er það stóra fréttin frá því í sumar sem er orðin svo lítil í samanburði við allt. Uriah Heep hljómleikarnir verða teknir upp á fimmtudag og föstudag. Maður hefur þá eitthvað að gera hér í afdalarassgatinu Hollandi.

 

PS. "burt með spillingarliðið" er átak einhverra bloggara. Við bætum þessu við titla til að minna fólk á að við viljum spillingarliðið burt. 


mbl.is Selja verk á 5.000 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Akureyri, Egilsstaðir, Ísafjörður...

the_graphic

Það er varla spurning að ef þessi blöð verða brennd er það ekkert annað en stórslys. Er ekki hugmynd að Ríkið láti Þjóðminjasafnið eða Landsbókasafnið hafa einhvern pening til að undirbúa björgunina? Það má svo örugglega fá styrk úr einhverjum Norrænum og Evrópskum sjóðum til að byggja veglegt dagblaðasafn einhversstaðar á landinu. Það má auðvitað bæta íslenskum blöðum við og hafa gamlar prentvélar til sýnis. Tekjur má svo hafa af afritunum og póstkortaprentun, svo eitthvað sé nefnt. Þetta myndi örugglega verða heimsfrægt safn ef vel yrði að staðið.

istockphoto_2677701-old-newspapers

Það þyrfti auðvitað ekki endilega að vera í Reykjavík. Þetta er kjörið tækifæri til að byggja upp eitthvað merkilegt á landsbyggðinni. Verði safnið vel hannað og blöðin aðgengileg er ekki spurning að fræðimenn munu nýta sér það. Það kemur fram í fréttinni að engin hafi sýnt þessu áhuga, en það er varla við öðru að búast, meðan blöðin eru geymd í pappakössum í kjallara og enginn veit af þeim.


mbl.is Ómetanleg dagblöð fuðra upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki mjög bjartur

Jæja.

1. Dan Brown er alveg ofboðslega ofmetinn. Englar og Kvikyndi, eða hvað Angela and Damien heitir á íslensku var nokkuð góð, þó ég neiti að trúa að nokkur maður lifi það af að henda sér út úr þyrlu í hundruða metra hæð. Jafnvel þó hann noti jakkann sinn sem fallhlíf. Da Vinci Lykillinn var skítsæmileg spennusaga, en það skemmdi að Danni hélt því fram að allt þetta bloodline dæmi væri sannleikur og að Priory of Sion hafi verið til í margar aldir. Deception Point var svo fyrirsjáanleg að ég var farinn að hlæja upphátt undir lokin. Hef ekki nennt að lesa hann síðan.

2. Það er ekki til neitt sem heitir ritstífla. Það eru til ótal leiðir til að koma sögunni af stað aftur. Þær virka, nema sagan sé svo mikið rugl að það sé engin leið áfram. Þá er bara að endurskrifa eða hreinlega byrja upp á nýtt. Skil ekki hvað ritstífla hefur með Danna Brúna að gera. Hann er að skrifa eftir formúlunni, svo það ætti að vera létt verk að klára síðasta kaflann.

3. Bjartur var í dimmunni. Kannski var ég bara ekki að taka eftir, en ég hafði ekki hugmynd um þessa keppni. Ég er að vísu ekki á landinu, svo ef þeir auglýstu í sjónvarpi, útvarpi, blöðum eða á plakötum, hef ég ekki getað séð það. Ég fylgist þó þokkalega með netinu. Ekki að það hefði breytt neinu. Hefði ég ákveðið að taka þátt, hefði ég aldrei unnið.


mbl.is Íslenskur Dan Brown ófundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blogg til tveggja árs... nenniði að halda upp á að fyrir mig?

Á morgun eru liðin tvö ár síðan ég byrjaði að blogga. Engin stórfrétt, svo sem, enda koma ekki margir hingað inn. Einstaka athugasemd slysast hérna inn. Stundum skrifa Sólarupprás 2ég eitthvað af viti, en yfirleitt ekki. Eitt hef ég þó aldrei gert, bloggað um fréttir með einni setningu sem á að vera fyndin eða endursagt fréttir. Ég er að spá í að prófa það á komandi dögum.

Þetta byrjaði allt 3. mæ 2006. Ég ákvað að leyfa fólki að fylgjast með gerð kvikmyndar. Sú hvarf þó og hefur enginn séð hana síðan. Flestar færslurnar eru því um eitthvað annað, eða alls ekki neitt, eins og þessi. Þess má geta að lang flestar færslurnar hafa verið skrifaðar á Apple PowerBook G4 með tólf tommu skjá, lyklaborði og DVD-skrifara (sem ég nota reyndar ekki við bloggskrif). Það sannar kannski að það eru ekki verkfærin sem skipta máli, heldur sá sem höndlar þau.

Ég hef stundum velt því fyrir mér hvort það tæki því að Powerbook G4taka saman færslurnar og búa til bók úr þeim. Ekki til að gefa út, heldur fyrir mig sjálfan svo ég geti lesið þær yfir og efast um snilligáfu mína. 

Það er tilheyrandi á tímum sem þessum að líta til baka, um farinn veg. Rifja upp liðnar stundir. Ég segi þó bara eins og Gunzo í prúðuleikurunum... I'm walking down memory lane without a darn thing on my mind. Segjum það gott. 

Það væri gaman ef fólk gerði athugasemd við þessa færslu og segði frá því hvort einhver skrif hafi gert eitthvað, skipt það einhverju máli. Hef ég bætt einhvers líf með skrifum mínum, móðgað eða sært, eða er bloggið mitt eins og Barry Maniloff lag, of leiðinlegt til að skipta máli en ekki nógu leiðinlegt til að skipta um stöð?


Hvers virði skyldi gamla gula vera?

Hekla á frímerkiEins og flestir fór ég í gegn um frímerkjatímabil. Þetta byrjaði, minnir mig, þegar amma gaf okkur frímerkin sem voru á póstinum. Ég átti því margar kisur, hrafna og önnur dýr sem voru í umferð upp úr 1980. Fljótlega fór að bætast í safnið og innan nokkurra vikna var maður kominn með hátt í fullt albúm. Þar voru íslensku frímerkin í hásæti, en ekki var þó fussað við útlendum heldur. Ég man sérstaklega eftir að frímerki frá Óman voru stór og litskrúðug. Maður kynntist svolítið heiminum gegn um frímerkin.

Mikið var um heklumerki þar sem gosið 1947 var sýnt á dramatískan hátt. Surtsey var líka vinsæl. Annars er ég búinn að gleyma þessu flestu. Hef ekki séð safnið mitt í 20 ár, held ég. Einu frímerki man ég þó eftir. Ég keypti það af Magna á Laugaveginum á unglingsárunum. Það var gult og gefð út fyrir aldamótin 1900. Ártalið man ég ekki nákvæmlega. Ef ég man rétt var það skildingsfrímerki með haus eða merki Friðriks eða Kristjáns danakonungs. Ef ég væri með safnið við höndina myndi ég skoða málið, en það er í geymslu á Íslandi og ég er í Hollandi. Það verður því að bíða betri tíma.


mbl.is Gamalt frímerki á eina milljón?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tíbet II: Hvað með það?

Það er skiljanlegt að tónleikahaldarar séu óhressir með Björk. Þeir vilja halda friðinn við kínversk stjórnvöld. Það eru einfldlega viðskipti. Líf (og dauði) tíbeta skiptir ekki máli. Svona uppákomur hafa slæm áhrif á viðskiptin. Spurning hvað þær milljónir tíberta sem myrtir hafa verið af kínverjumRFTLogoVerticalTransparent155 finnst um það. Í fréttinni kemur eftirfarandi fram:

„Það er miður að þetta hafi gerst. Ég veit að listamenn verða að standa fyrir því sem þeir hafa trú á, en hún getur ekki búist við því að þetta muni leiða til góðs,“ segir John Siegel hjá China West Entertainment.

„Ég hef áhyggjur af því að gripið verði til frekari takmarkana, nú þegar allt var að verða afslappaðra. Þá getur verið að listamennirnir vilji ekki sætta sig við meiri takmarkanir og sleppa því alfarið að koma til Kína.“

Er það ekki nákvæmlega málið? Kínversk stjórnvöld munu ekkert gera nema þjóðin krefjist þess. Þjóðin mun ekkert gera nema hún viti hvað er að gerast. Hún getur ekki vitað hvað er að gerast með því að hlusta á ríkisfjölmiðla. Listamenn og "útlendingar" eru þeir einu sem geta haft áhrif í Kína.

Ég læt fylgja með hlekk á síðu sem er að reyna að gera eitthvað fyrir Tíbet. Ekki að það eigi eftir að bera árangur. Enginn þorir að hrófla við Kína, eins og kom skýrt fram á Íslandi fyrir örfáum árum. Kíkið samt á Race for Tibet

 


mbl.is Tónleikahaldarar pirraðir yfir ummælum Bjarkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óttinn er ekki svo slæmur

Fyrir rúmu ári stóð ég uppi á þaki fjölbýlishúss og horfði niður. Það var ekkert öryggisnet, en ég ákvað samt að stökkva. Ég er ennþá í fallinu og veit ekki hvort ég muni lenda á fótunum. Það verður að koma í ljós.

Líf okkar er ekki svo langt. Klisja, en það er bara svoleiðis. Flest látum við eins og við höfum ótakmarkaðan tíma. Það kemur þó að því að lokastundin nálgast og þá getur verið erfitt að horfa til baka. Hvað gerði ég? Var líf mitt einhvers virði? Skil ég Villi í Blafjöllumeitthvað eftir mig? Skiptir það einhvern einhverju máli hvort ég hafi lifað eða ekki? Börnin manns eru yfirleitt fegin að við höfum verið til og þar með gert þeim mögulegt að vera til, en lífið gengur ekki bara út á að vera útungunarvélar.

Það er gott að geta skapað, hvort sem það er í frístundum eða ekki. Það er örugglega gaman að hafa skapað merkilega hluti og sjá börn manns komast á aldur og uppgötva hvað "sá gamli/gamla" gerði. Það hlýtur að vera frábær tilfinning að gramsa í gamla dótinu uppi á háalofti og uppgötva óútgefna bók eftir afa sinn, eða kannski bara vel skrifuð bréf eða greinar. Þetta gat hann þá, hugsar maður og veltir fyrir sér því sem maður vissi ekki um gamla manninn. Maður fer aftur í tímann og kynnist fólki sem er farið.

Þegar ég kláraði Svarta Sandinn um daginn, hugsaði ég með mér, ef ég dey á morgun mun Mats ekki þekkja mig. Hann mun ekki muna eftir pabba sínum. Allt sem hann hefur eru ljósmyndir og það sem aðrir hafa sagt honum. Kannski hann myndi kynnast mér betur ef hann fyndi eintak af myndinni uppi á hálofti eftir 20 ár. En ég er ekkert að spá í að hrökkva alveg strax.

Það er gaman að lesa um framtak Ólafar. Ég vona að sem flestir finni þetta eitthvað sem gerir líf þeirra pínulítið meira virði með því að stökkva fram að brúninni, hvort sem það er gert með öryggisneti eða ekki. 


mbl.is Markmiðið að stíga inn í óttann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Missi af...

Ég missi af þessu eins og svo mörgu sem gerist heima því ég erAnnaBrynja3small að rolast um í útlandinu sem margir íslendingar vildu vera í. Það er nefninlega þannig með marga að þeir vilja ekkert meira en að komast í burtu. Þegar þeir svo fara vilja þeir ekkert meira en að komast heim aftur. Svona er gangur lífsins, grasið er alltaf grænna hinumegin. Jafnvel þótt allt sé á bólakafi í snjó.

Annars hefði ég ekki tekið eftir neinu í dag. Ég var að vinna við að endurskrifa handritið Undir Svörtum Sandi, sem mun verða kvikmynd í fullri lengd um þau skötuhjú Emilíu og Pétur. Ef allt gengur eftir. Þetta verður allt öðruvísi. Sama sagan en séð frá allt öðru sjónarhorni. Sjáum hvað setur. 


mbl.is Kveikt á friðarsúlunni í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Getur það verið?

Ég er ekkert hissa. Mér hefur sjálfum verið meinilla við þá frá því ég man eftir mér. Amma Mats (barnsins Krustyvor) keypti risastóran trúð handa honum en varð að skila honur, selja, gefa... allavega koma honum í burtu. Mamma Mats var ekki á því að kvikyndið kæmi hér inn fyrir dyr.David Bowie

Trúðar eru líka oftast sýndir sem illir og kvikyndislegir eða sem misheppnaðir karlar i kvikmyndum. Frægustu trúðarnir eru sennilega Krusty úr Simpsons, the It úr bók og mynd eftir Stephen King og Ronald McDonald, sem ég hafði aldrei gaman af.

Svo klæddi David Bowie sig upp sem trúð á plötunni Scary Monsters (and Super Creeps). Nafnið segir allt.

Það verður þó að gefa þeim að í sirkus, þar sem þeir eiga heima, eru þeir ekki svo slæmir. Trúður þarf að kunna allt. Ég held að besta fimleikafólk í heimi séu trúðar. En út fyrir sirkusinn eiga þeir ekkert erindi.

---

Það er svo af myndinni að frétta að ég verð kominn með íslenskan bankareikning á næstu dögum. Ég er búinn að fá nýju útgáfuna af Black Sand Theme. Hún sómir sér vel í myndinni. Þar sem ég var að fikta hvort eð er, fór ég í að laga til litina. Ég held að þó ég hafi ekkert klippt, verði þetta allt önnur mynd. Þetta var dropinn, neistinn "the something" sem hún þurfti. Hún ætti að vera tilbúin í vikunni. Ég vonast til að geta sett diskana í póst í næstu viku. 


mbl.is Börn eru hrædd við trúða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband