Hvers virði skyldi gamla gula vera?

Hekla á frímerkiEins og flestir fór ég í gegn um frímerkjatímabil. Þetta byrjaði, minnir mig, þegar amma gaf okkur frímerkin sem voru á póstinum. Ég átti því margar kisur, hrafna og önnur dýr sem voru í umferð upp úr 1980. Fljótlega fór að bætast í safnið og innan nokkurra vikna var maður kominn með hátt í fullt albúm. Þar voru íslensku frímerkin í hásæti, en ekki var þó fussað við útlendum heldur. Ég man sérstaklega eftir að frímerki frá Óman voru stór og litskrúðug. Maður kynntist svolítið heiminum gegn um frímerkin.

Mikið var um heklumerki þar sem gosið 1947 var sýnt á dramatískan hátt. Surtsey var líka vinsæl. Annars er ég búinn að gleyma þessu flestu. Hef ekki séð safnið mitt í 20 ár, held ég. Einu frímerki man ég þó eftir. Ég keypti það af Magna á Laugaveginum á unglingsárunum. Það var gult og gefð út fyrir aldamótin 1900. Ártalið man ég ekki nákvæmlega. Ef ég man rétt var það skildingsfrímerki með haus eða merki Friðriks eða Kristjáns danakonungs. Ef ég væri með safnið við höndina myndi ég skoða málið, en það er í geymslu á Íslandi og ég er í Hollandi. Það verður því að bíða betri tíma.


mbl.is Gamalt frímerki á eina milljón?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband