Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Tunglmyrkvi ... og ský

Mig minnir að það hafi verið 3. mars 2007 sem ég sat útí garði með listmálara um nótt. Tilefnið var tunglmyrkvi. Það var kalt og rakt í lofti, en hann setti gasofn milli stólanna og borð þar sem við hrúguðum rauðvíni og ostum. Ég beindi vídeókamerunni til himins og tók herlegheitin upp. Það var svo hugmyndin að gera eitthvað skemmtilegt úr þessu. Ég var þá á kafi í því að klippa Svarta Sandinn og gaf mér ekki tíma í tunglið.

Eins og góðum kvikmyndagerðarmanni sæmir á ég fullt af hörðum diskum með efni. Sumt er klárað, annað ekki. Ég var að fara í gegn um diskana og rakst á þetta hálfkláraða verkefni. Ég opnaði þetta og var að klára að gera stutta mynd þar sem myrkvinn er sýndur á 7000% hraða. Það sem gerðist á fjórum tímum tekur nú þrjár og hálfa mínútu. Ég ákvað að setja lag undir, Sveitin Milli Sanda með Elly Vilhjálms. Vona að Sena geri mér ekki lífið leitt út af því.

Setti þetta á youTube í HD.

 


Næsta mynd um tunglið?

Ég tók upp almyrkvann fyrir ári síðan. Hugmyndin var að gera mynd með fallegri tónlist, en ég hef ekki haft tíma til að koma þessu í verk. Vonandi kemst ég í þetta á næstu vikum. Trixið við þessa mynd verður að vera tónlistin. Sjáum til.

Annars notaði Hergé tunglmyrkvasöguna í bókinni Fangar Sólhofsins, þar sem Kolbeinn kom í veg fyrir að Tinni og felagar yrðu brenndir á báli. Þar var að vísu um sólmyrkva að ræða, en er þetta ekki sama sagan?


mbl.is Almyrkvi á tungli annað kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Don't Let it Be

Ég vona að geimverur hafi smekk fyrir tónlist. Annars erum við í klípu.

Ég vona þó að þeir sendi ekki Let it Be útgáfuna. Hún er svo slllóóóó. Phil Spector tók þetta létta og fallega lag, hægði á því og setti kór yfir. Hann fór svo langt að það virkilega hljómar eins og í slómó. Er ekki málið að senda fuglasöngsútgáfuna? 


mbl.is Bítlalagi útvarpað í geimnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

AIDS drepur of hægt, Ebola er betri.

Þetta var haft eftir hinum virta vísindamanni Eric Pianka á ráðstefnu vísindamanna í Texas árið 2006, þar sem vann fékk heiður fyrir störf sín.

Hér er brot úr grein eftir Forrest M. Mims III, formann Environmental Science Section of the Texas Academy of Science og ritstjóra The Citizen Scientist, sem var á ráðstefnunni. "AIDS is not an efficient killer, [Pianka] explained, because it is too slow. His favorite candidate for eliminating 90 percent of the world's population is airborne Ebola ( Ebola Reston ), because it is both highly lethal and it kills in days, instead of years. However, Professor Pianka did not mention that Ebola victims die a slow and torturous death as the virus initiates a cascade of biological calamities inside the victim that eventually liquefy the internal organs."

Greinina er hægt að lesa hér

Heimasíða Pianka sjálfs er hér


mbl.is Nýgreindum HIV og alnæmistilfellum fjölgar víða í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaðan kemur hugmyndin um Guð?

Douglas AdamsHvaðan kemur hugmyndin um Guð?

Margir þekkja rithöfundinn Douglas Adams og bækur hans um Arthur Dent, eina jarðabúa sem lifir af þegar jörðinni er eytt til að skapa rými fyrir hraðbraut um vetrarbrautina. Færri vita að hann var mikill hugsuður og dýraverndunarsinni. Hann kallaði sjálfan sig “fanatic atheist", eða ofsa(ó)trúarmann. Hér á eftir er þýðing hluta af ræðu sem hann hélt í Cambridge, Bretlandi í September 1998. Það lýsir snilligáfu hans að ræðan var óundirbúin. Hana má lesa í heild sinni á Ensku hér.

Hvaðan kemur hugmyndin um Guð? Ég held við höfum skakka sýn á margt, en reynum að sjá hvaðan þessi sýn kemur.

Ímyndið ykkur frummanninn. Frummaðurinn er, eins og allt annað, þróuð vera og hann lifir í heimi sem hann hefur náð einhverjum tökum á. Hann er byrjaður að búa til verkfæri og notar þau til að breyta umhverfi sínu. Hann notar umhverfi sitt til að búa til verkfæri sem hann notar svo til að breyta umhverfinu.

Tökum sem dæmi hvernig maðurinn virkar á annan hátt en önnur dýr. Sérhæfni gerist þegar lítill hópur dýra skilst að frá restinni vegna náttúruafla. Ástæðurnar geta verið náttúruhamfarir, offjölgun, hungursneyð og fleira. Einfalt dæmi, litli hópurinn er kominn á landssvæði sem er kaldara. Við vitum að eftir einhverjar kynslóðir sjá genin til þess að á dýrunum fer að vaxa þykkari feldur. Maðurinn, sem býr sér til verkfæri, þarf ekki að gera þetta. Hann getur búið á heimskautasvæðum, í eyðimörkum – hann getur jafnvel lifað í New York – og ástæðan era ð hann þarf ekki að bíða í margar kynslóðir. Ef hann kemur á kaldari slóðir og sér dýrin sem hafa genin sem láta þeim vaxa feld, segir hann “ég ætla að fá þennan feld, takk fyrir”. Verkfæri hafa leyft okkur að búa til hluti og laga heiminn að okkur, svo okkur líði betur í honum.

Ímyndum okkur frummanninn, búinn að smíða sín verkfæri, horfandi yfir landið að lokum dags. Hann horfir í kring um sig og sér heim sem veitir honum ómælda ánægju. Bak við hann eru fjöll með hellum. Fjöll eru frábær, því hann getur farið og falið sig í hellunum. Hann getur skýlt sér fyrir regni og birnir geta ekki náð þér. Fyrir framan hann er skógur með hnetum, berjum og öðru góðgæti. Það rennur lækur sem er fullur af vatni sem gott er að drekka. Svo er hægt að sigla á bátum á læknum og gera alls konar hluti við hann.

Þarna er Ug frændi. Hann var að veiða mammút. Mammútar eru frábærir. Þú getur borðað þá, klætt þig í skinnin og svo er hægt að nota beinin til að vúa til vopn til að veiða fleiri mammúta. Þetta er frábær heimur!

Nú hefur frummaðurinn okkar smá tíma aflögu og hann hugsar með sér, “þetta er athyglisverður heimur sem ég er í” og hann spyr sjálfan sig hættulegrar spurningar sem er algjerlega tilgangslaug og merkingarlaus. Spurningin kemur til vegna þess hver hann er, vegna þess að hann hefur þróst í þessa veru sem gengur svona vel. Maðurinn, skaparinn, horfir yfir heiminn sinn og hugsar, “hver bjó allt þetta til?” Þú getur ímyndað þér hvers vegna þetta er hættuleg spurning. Frummaðurinn hugsar með sér, “ég veit bara um eina veru sem býr til hluti, þannig að hver svo sem bjó þetta til hlýtur að vera mikið stærri og öflugri vera, og hún er auðvitað ósýnileg. Þetta er vera eins og ég, og þar sem ég er sterkari og geri allt, hlýtur veran að vera karlkyns”. Þannig erum við komin með hugmyndina um Guð.

Við búum til hluti sem ætlum að nota. Frummaðurinn spyr sig því, “ef hann bjó þetta til, hver er tilgangurinn?” Hér er gildran, því hann hugsar, “þessi heimur passar mér bara mjög vel. Allir þessir hlutir sem aðstoð mig, hjálpa mér, fæða og klæða.”, og hann kemst að þeirri niðurstöðu að heimurinn var skapaður fyrir hann.

Þetta er svipað og ef pollur vaknað einn morguninn og hugsaði með sér, “þetta er athyglisverður heimur sem ég er í, skemmtileg hola sem ég er í. Passar mér bara nokkuð vel, ekki satt? Hún smellpassar mér. Holan hlýtur að hafa verið búin til fyrir mig!” Þegar sólin rís og loftið hitnar og pollurinn minnkar, heldur pollurinn dauðahaldi í þessa hugmynd, að allt verði í lagi því að heimurinn var skapaður fyrir hann. Það kemur pollinum mikið á óvart þegar andartakið kemur og hann hverfur.

Ég fann þessa ræðu óvart fyrir 2-3 árum síðan þegar ég var að leita að einhverju öðru. Hún vakti strax athygli mína og ég hætti ekki fyrr en ég var búinn að lesa hana á enda. Hún er löng, en greip mig með töng. Síðan þá hef ég verið mikill aðdáandi Douglas Adams. Hann er einn fyndnasti rithöfundur sem ég hef lesið.


Föðurland

Föðurland. Hvað er það? Ég skil að það er yfirleitt landið þar sem maður fæddist, þar sem rætur manns eru. Manni líður vel þar og þekkir til. Maður skilur tungumálið og almenna siði. En föðurland er eitthvað miklu meira.

Fugl á flugiÉg get ekki ímyndað mér að fólk sem býr allt sitt líf í heimalandi sínu geti skilið til fulls hvað föðurland er. Það er erfitt að meta landið ef maður er alltaf umlukinn því. Maður saknar hlutanna ekki fyrr en maður hefur misst þá, saknar fólksins síns ekki ef maður umgengst það dags daglega.

Ég hef oft verið spurður hvort ég sakni ekki Íslands. Standard svarið hefur verið nei, ég sakna landsins ekki en ég sakna fólksins. Þetta er samt ekki svona einfalt. Þegar ég var á Íslandi siðasta sumar naut ég landsins jafn mikið og fólksins. Ég dró djúpt andann og fann lyktina af íslenskri náttúru. Ég horfði í kringum mig og dáðist af þessu stórbrotna og stórkostlega landslagi. Ég gerði eins og páfinn, lagðist í jörðina og faðmaði landið mitt. Ég naut þess að hlusta á útlendingana sem komu með, talandi um hvað litirnir í íslenskri náttúru væri sérstakir. Ég tók eftir að það skipti ekki máli hvort við stæðum frammi fyrir sandauðnum eða fjöllum, samspil náttúrunnar var það sem gerði ísland stórkostlegt.

Mig hafði lengi grunað þetta, en ég fékk staðfestingu á því að Ísland, og ekkert annað land, er land mitt og ég mun koma heim einhvern daginn. 


Tunglmyrkvi 337

Tunglmyrkvi

Ofboðslega getur heimurinn verið spennandi! Ég var að tékka á hvenær fullt tungl verður á næstunni. Það er nebbla þannig að kérlingabækurnar segja að börn eigi það til að fæðast við slík tækifæri. Þar sem tilvonandi afkvæmi undirritaðs er væntanlegt innan tveggja mánaða vildi ég sjá hvaða dagsetningar væru líklegastar.

Ég komst að þvi að almyrkvi verður 3. mars 2007. Hann verður vel sýnilegur í Evrópu ef veður leyfir. Þetta fannst mér voða spennandi og hef lesið heilmikið um þetta fyrirbæri. Spurning með að beina HD camerunni í átt að tunglinu og ná góðu vídeói af þessu. Gæti verið gaman.

Þetta er tíminn (CET þar sem ég er á meginlandinu). Ég held að íslendingar þurfi að draga klukkutíma frá.

                   Total Eclipse of the Moon

                   Zone:  1h East of Greenwich

                                                      Moon's
                                                Azimuth   Altitude
                                     h  m            o        o
Moonrise               2007 Mar 03  19:04          81.8     ----
Moon enters penumbra   2007 Mar 03  21:16.4        81.0     31.2
Moon enters umbra      2007 Mar 03  22:30.0        78.6     49.0
Moon enters totality   2007 Mar 03  23:43.8        71.6     66.7
Middle of eclipse      2007 Mar 04  00:20.9        61.4     75.2
Moon leaves totality   2007 Mar 04  00:58.0        29.5     82.1
Moon leaves umbra      2007 Mar 04  02:11.7       295.1     74.3
Moon leaves penumbra   2007 Mar 04  03:25.4       281.6     57.0
Moonset                2007 Mar 04  07:24         275.3     ---- 


Erum við að skemma mannorð íslensku þjóðarinnar?

Ég var að fá emil frá vinkonu minni hér í Hollandi með titlinum, "Þar fór mannorð þitt". Maður hafði svo sem átt von á þessu. Málið er að það er í fréttum hér úti að íslendingar séu farnir að veiða hvali á ný og nú þykjast þeir ekki einu sinni vera að gera þetta fyrir þekkingu og vísindi. Nú er þetta einfaldlega veiðar til að selja kjöt og ná í gjaldeyri.

Það hefur verið talað mikið um hvalveiðar á Íslandi, með og á móti. Erlendis eru allir á móti. Ég ætla ekki að dæma um það hvort hvalveiðar séu hættulegar hvalastofnunum, aðrir vita meira um það. Samt hef ég skoðun og hún er einföld. Það ætti að banna hvalveiðar þar til heimurinn er tilbúinn til að samþykkja þær.

Það er ekki gaman, þegar maður býr erlendis, að lenda alltaf í samræðum um hvalveiðar. Það gerist nú samt. Fólk kemur að manni í samkvæmum og matarboðum og spyr hvað íslendingar séu að spá. Það er fátt um svör hjá mér því ég veit það hreinlega ekki. Það helsta sem mér dettur í hug er þjóðremba og moldarkofar, en ég læt vera að minnast á það.

Annað sem hvalveiðar gera er að skemma atvinnutækifæri íslendinga. Hvalaskoðanir eru þekkt dæmi, ferðamannaiðnaðurinn einnig, en ég sé aðra hlið á málinu sem íslendingum á Íslandi er ósýnileg. Stærsta matvöruverslun í Hollandi gefur út tímarit sem dreift er frítt í verslanir. Blaðið er fullt að upplýsingum um mat, uppskriftir og hvaðan hráefni koma og hvernig viss vara er framleidd. Ísland var tekið fyrir í vor. Þar var talað um hvernig fiskurinn er innan við tveggja daga gamall þegar hann er seldur til neytandans hér í Hollandi. Ferlinu var lýst, myndir af togara, af löndun, úr frystihúsi, frá pökkun sem fer fram í Belgíu og loks hvernig best er að elda íslenskan fisk svo að ferska bragðið njóti sín sem best.

Það er alveg ljóst að þessi grein myndi ekki birtast í dag. Ef verslanakeðjan vill yfir höfuð halda áfram að selja íslenskan fisk, þá vill hún svo sannarlega ekki vekja athygli neytenda á því hvaðan hann kemur. Þeir færu sennilega annað í mótmælaskyni.

Það skiptir því alls engu máli hvort hvalir séu í útrýmingarhættu eða ekki, hvort markaður sé fyrir hvalkjöt, eða hvort japanir og norðmenn veiði svo við meigum líka. Það sem skiptir máli er að hvalveiðar skemma mannorð íslendinga og tækifæri erlendis. Ekki svo léttvægt hjá þjóð sem á allt sitt undir útflutningi.


mbl.is Hvalur 9 væntanlegur að hvalstöðinni um hálf tíuleytið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland var land þitt

Byrja á að safna vatni í Hálslón í næstu vikuÞetta er sorgleg vika. Þetta er vikan sem byrjað verður að safna í Hálslón, vikan sem Íslandi verður fórnað fyrir áldósir, vikan þar sem hálendinu, náttúrunni og íslandssögunni verður fórnað fyrir skiptimynt.

Í fréttinni segir meðal annars, "Á því 57 ferkílómetra svæði sem Hálslón mun þekja þegar það er fullt, eru auk gróðurlendis þekkt burðar- og farsvæði hreindýra auk fornminja frá því um 950, sem hafa verið rannsakaðar og skrásettar."

Til hamingju, Ísland.


mbl.is Hálslón byrjar að myndast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rigning er góð

Mikið öfunda ég íslendinga sem kvarta yfir rigningu og haustveðri. Hér í útlandinu er ekki kalt, 30 stig í svefnherberginu. Ég myndi sofa annars staðar en þetta er sennilega svalasti staðurinn í húsinu þrátt fyrir allt. Hitastigið úti fer kannski niður um 2-3 gráður þegar myrkur skellur á en það er svo lygnt að það skiptir engu þó maður opni alla glugga.

Það er hægt að klæða af sér kulda og regn, en hvað gerir maður í svona hita þegar kalt bað er eini staðurinn sem líft er á? Ekki get ég sofið þar í alla nótt?


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband