Tunglmyrkvi ... og ský

Mig minnir að það hafi verið 3. mars 2007 sem ég sat útí garði með listmálara um nótt. Tilefnið var tunglmyrkvi. Það var kalt og rakt í lofti, en hann setti gasofn milli stólanna og borð þar sem við hrúguðum rauðvíni og ostum. Ég beindi vídeókamerunni til himins og tók herlegheitin upp. Það var svo hugmyndin að gera eitthvað skemmtilegt úr þessu. Ég var þá á kafi í því að klippa Svarta Sandinn og gaf mér ekki tíma í tunglið.

Eins og góðum kvikmyndagerðarmanni sæmir á ég fullt af hörðum diskum með efni. Sumt er klárað, annað ekki. Ég var að fara í gegn um diskana og rakst á þetta hálfkláraða verkefni. Ég opnaði þetta og var að klára að gera stutta mynd þar sem myrkvinn er sýndur á 7000% hraða. Það sem gerðist á fjórum tímum tekur nú þrjár og hálfa mínútu. Ég ákvað að setja lag undir, Sveitin Milli Sanda með Elly Vilhjálms. Vona að Sena geri mér ekki lífið leitt út af því.

Setti þetta á youTube í HD.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Til hamingju með útkomuna Villi og þakka þér fyrir að lofa okkur að njóta sem ekki sáum.

Þetta var sannkölluð upplifun og lagið vel valið . Kær kveðja og gangi þér vel, eva

Eva Benjamínsdóttir, 10.2.2009 kl. 16:41

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Takk fyrir það. Verst með skýin... Lagið er auðvitað perla, með eða án tunglsins.

Villi Asgeirsson, 10.2.2009 kl. 19:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband