18.1.2007 | 10:44
Föðurland
Föðurland. Hvað er það? Ég skil að það er yfirleitt landið þar sem maður fæddist, þar sem rætur manns eru. Manni líður vel þar og þekkir til. Maður skilur tungumálið og almenna siði. En föðurland er eitthvað miklu meira.
Ég get ekki ímyndað mér að fólk sem býr allt sitt líf í heimalandi sínu geti skilið til fulls hvað föðurland er. Það er erfitt að meta landið ef maður er alltaf umlukinn því. Maður saknar hlutanna ekki fyrr en maður hefur misst þá, saknar fólksins síns ekki ef maður umgengst það dags daglega.
Ég hef oft verið spurður hvort ég sakni ekki Íslands. Standard svarið hefur verið nei, ég sakna landsins ekki en ég sakna fólksins. Þetta er samt ekki svona einfalt. Þegar ég var á Íslandi siðasta sumar naut ég landsins jafn mikið og fólksins. Ég dró djúpt andann og fann lyktina af íslenskri náttúru. Ég horfði í kringum mig og dáðist af þessu stórbrotna og stórkostlega landslagi. Ég gerði eins og páfinn, lagðist í jörðina og faðmaði landið mitt. Ég naut þess að hlusta á útlendingana sem komu með, talandi um hvað litirnir í íslenskri náttúru væri sérstakir. Ég tók eftir að það skipti ekki máli hvort við stæðum frammi fyrir sandauðnum eða fjöllum, samspil náttúrunnar var það sem gerði ísland stórkostlegt.
Mig hafði lengi grunað þetta, en ég fékk staðfestingu á því að Ísland, og ekkert annað land, er land mitt og ég mun koma heim einhvern daginn.
Meginflokkur: Ferðalög | Aukaflokkar: Bloggar, Vinir og fjölskylda, Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Það er samt ekki það sama að búa einhversstaðar og að koma í heimsókn. Og maður hefur tilhneigingu til að gleyma með tímanum öllu þessu leiðinlega. Ég væri einmitt til í að heimsækja Ísland öðru hverju; njóta þess eins og túristi. Það væri fínt.
gerður rósa gunnarsdóttir, 18.1.2007 kl. 11:03
Ég sakna Íslands en ekki stjórnmálamennina. fjarlægðin geri fjöllin blá og stjórnmálamenn Íslands litla
Gunnar Helgi Eysteinsson, 18.1.2007 kl. 11:10
Þið hafið bæði rétt fyrir ykkur. Það er spurning hvernig manni myndi líða eftir einhverja mánuði af Stöð2 og norðanbyl. Það er líka rétt að Ísland er stjornmálalegt bananalýðveldi. Það sýnir allt stóryðjubröltið. Landið sjálft er sérstakt, hvað sem manni kann að finnast um þjóðin.
Villi Asgeirsson, 18.1.2007 kl. 11:16
Mér finnst þetta allveg rétt hjá þér Villi. Sterku litina sér maður bara hér. Það er bæði fólið og landið. Mér finnst líka að þegar á allt er litið þá skíljum við íslendingar hvort annað svo vel. Það eru hlutir sem þú talar um bara við íslendinga. Veit ekki hvort þú skilur hvað ég meina.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 18.1.2007 kl. 11:18
Ég get ekki hugsað mér að búa aftur á Íslandi, mér fynst vænt um landið mitt og er stolt yfir að vera þaðan. En ég man allt of vel enþá eftir tæp 6 ár hversu leiðinlegt mér þótti að búa þar. Get ekki hugsað mér að vera aftur lokuð inni á pínulítilli eyju EN aftur á móti alveg til í að prófa önnur lönd ef tækifæri gefast, en ekki Holland, maðurinn minn er alveg búin að fá sig fullsaddan af fólksmergðini og pólitíkini þar.
Klem Sigrún.
Sigrún Friðriksdóttir, 18.1.2007 kl. 14:42
Ég fríkaði næstum út einu sinni þegar ég bjó á Íslandi og datt allt í einu í hug að skutlast til útlanda og ÞAÐ VAR EKKI HÆGT! Ég átti að þurfa að hafa skipulagt mig allavega viku fram í tímann, ef ekki meir, pantað far þá og svona. Þá ákvað ég að ég myndi aldrei stíga fæti mínum á þetta sker þegar ég kæmist loksins af því, sem reyndar reddaðist einhvernveginn fyrir horn í þetta skipti - örugglega eftir að hafa hringt í utanríkisráðherra og forstjóra allra flugfélaganna. Allra tveggja er það ekki?
En íslenskri náttúru slær ekkert við!!
gerður rósa gunnarsdóttir, 18.1.2007 kl. 17:36
4. Skil hvað þú meinar. Það er ekki að ástæðulausu að kvikmyndir og sjónvarpsþættir eru teknir upp Íslandi. Landið er eins of ofurfyrirsæta, fallegra en önnur lönd, en soldið skapstyggt inn við beinið.
5. Úff, að búa í Hollandi. Get ekki beðið með að komast héðan. Spurning samt með Ísland. Kannski er það eins og kaka, góð að smakka en gefur manni magaverk ef étin í öll mál. Svíþjóð? Þannig fær maður smá skandinvískan fíling án þess að vera fastur á eyju.
6. Þekki þessa tilfinningu, að vera fastur á skerinu og komast ekkert. Hvað sagðistu annars hafa gert? Hringt í hvern? Skrifaðu endilega færslu um það!
Ætli lykillinn að hamingjunni sé ekki að búa í góðu landi (ekki NL) og hafa færi á að komast heim 2-3 sinnum á ári?
Villi Asgeirsson, 19.1.2007 kl. 09:26
Ég elska Ísland en ég elska líka að ferðast, sól, hiti, eitthvað nýtt sem ber fyrir augu á hverjum degi. Ég gæti alveg hugsað mér að búa í útlöndum og kíkja í heimsókn "heim" öðru hvoru.
Ester Júlía, 20.1.2007 kl. 23:23
Veeeeeeeeeeeei HÚRRA HÚRRA HÚRRA! Það er engin sál eins og þjóðarsálin ... þú ættir að tala við Íslending ákkúrat núna eftir stórglæsilegan handboltasigur á Frökkum í HM ... nú er sko gaman að vera montinn Íslendingur hí hí hí
Anna Brynja (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 21:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.