Erum við að skemma mannorð íslensku þjóðarinnar?

Ég var að fá emil frá vinkonu minni hér í Hollandi með titlinum, "Þar fór mannorð þitt". Maður hafði svo sem átt von á þessu. Málið er að það er í fréttum hér úti að íslendingar séu farnir að veiða hvali á ný og nú þykjast þeir ekki einu sinni vera að gera þetta fyrir þekkingu og vísindi. Nú er þetta einfaldlega veiðar til að selja kjöt og ná í gjaldeyri.

Það hefur verið talað mikið um hvalveiðar á Íslandi, með og á móti. Erlendis eru allir á móti. Ég ætla ekki að dæma um það hvort hvalveiðar séu hættulegar hvalastofnunum, aðrir vita meira um það. Samt hef ég skoðun og hún er einföld. Það ætti að banna hvalveiðar þar til heimurinn er tilbúinn til að samþykkja þær.

Það er ekki gaman, þegar maður býr erlendis, að lenda alltaf í samræðum um hvalveiðar. Það gerist nú samt. Fólk kemur að manni í samkvæmum og matarboðum og spyr hvað íslendingar séu að spá. Það er fátt um svör hjá mér því ég veit það hreinlega ekki. Það helsta sem mér dettur í hug er þjóðremba og moldarkofar, en ég læt vera að minnast á það.

Annað sem hvalveiðar gera er að skemma atvinnutækifæri íslendinga. Hvalaskoðanir eru þekkt dæmi, ferðamannaiðnaðurinn einnig, en ég sé aðra hlið á málinu sem íslendingum á Íslandi er ósýnileg. Stærsta matvöruverslun í Hollandi gefur út tímarit sem dreift er frítt í verslanir. Blaðið er fullt að upplýsingum um mat, uppskriftir og hvaðan hráefni koma og hvernig viss vara er framleidd. Ísland var tekið fyrir í vor. Þar var talað um hvernig fiskurinn er innan við tveggja daga gamall þegar hann er seldur til neytandans hér í Hollandi. Ferlinu var lýst, myndir af togara, af löndun, úr frystihúsi, frá pökkun sem fer fram í Belgíu og loks hvernig best er að elda íslenskan fisk svo að ferska bragðið njóti sín sem best.

Það er alveg ljóst að þessi grein myndi ekki birtast í dag. Ef verslanakeðjan vill yfir höfuð halda áfram að selja íslenskan fisk, þá vill hún svo sannarlega ekki vekja athygli neytenda á því hvaðan hann kemur. Þeir færu sennilega annað í mótmælaskyni.

Það skiptir því alls engu máli hvort hvalir séu í útrýmingarhættu eða ekki, hvort markaður sé fyrir hvalkjöt, eða hvort japanir og norðmenn veiði svo við meigum líka. Það sem skiptir máli er að hvalveiðar skemma mannorð íslendinga og tækifæri erlendis. Ekki svo léttvægt hjá þjóð sem á allt sitt undir útflutningi.


mbl.is Hvalur 9 væntanlegur að hvalstöðinni um hálf tíuleytið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Stríðsrekstur er bannaður, það er bannað að gera innrás í annað land nema aðgerðarleysi sé útilokað. Stríð eins og í Írak er bannað, en hver ætlar að stoppa USA? Íslendingar meiga veiða hvali, annars væri fólk að tala um aðgerðir gegn okkur, sem er ekki að gerast. það er hins vegar spurning hvort þetta sé gáfuleg ákvörðun og hvað hún muni kosta íslendinga.

Villi Asgeirsson, 22.10.2006 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband