Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
10.4.2008 | 19:35
Ef ég lem konuna mína í spað...
![]() |
Arbour ekki velkomin til Kína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.4.2008 | 06:27
Al Gore spornaði gegn breytingum
Fyrir þá sem ekki muna, neitaði Al Gore að skrifa undir Kyoto samninginn fyrir 11 árum. Honum fannst það ekki réttlátt að Bandaríkin skrifuðu undir meðan "þróunarlönd" þyrftu ekki að vera bundin af samningnum. Einn þessara landa var Kína, og skil ég hans sjónarmið. Hitt er annað mál að á meðan Bandaríkin neita að taka þátt geta þau ekki þrýst á aðrar þjóðir að gera það. Skammsýni?
Það verður gaman að sjá hvað hann segir um Ísland. Við erum ein mest mengandi þjóð í heimi. Merkilegt, þar sem húshitun er hrein. Vetnisævintýrið er kannski ekki dáið, en ég sé lítið talað um það. Okkar endurnýjanlega orka fæst með því að stórskemma náttúruna. Okkar orka er líka dropi í haf orkuþarfar heimsins. Út á við erum við hrein og framsýn, en raunveruleikinn er annar. Þetta verður spennandi dagur.
![]() |
Margir sporna gegn breytingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.4.2008 | 04:20
Barist á Vesturbakka
Þegar ég kom í heimsókn til Íslands í mars 2006, sagði mamma mér í bílnum að þeir vildu stækka álverið í Straumsvík. Ég spurði af hverju þeir gerðu það þá ekki. Fá ekki leyfi til þess enn sem komið er. Þvílíkt rugl, hugsaði ég. Forsjárhyggja, sósílismi, kommúnismi, whatever. Hvað eru stjórnvöld eða bæjaryfirvöld að gera með puttana í einkafyrirtækjum? Af hverju þarf alltaf allt að vera bannað?
Í þessari ferð keypti ég Draumalandið. Ég las bókina með áfergju, en ákvað þó að kynna mér málið frá báðum hliðum. Á endanum tók ég afstöðu á móti frekari stóriðju. Það var ekki vegna Draumalandsins, ekki vegna Kárahnjúka, ekki vegna neðri hluta Þjórsár. Ástæðan var þessi græðgi, þessi bulldozer hugsanaháttur. Ryðja öllu í gegn, og þá meina ég öllu, áður en grænu fíflin fatta hvað við erum að gera. Í hvert sinn sem einhver vill byggja álver er læðst aftan að fólki, í hvert sinn er "ferlið komið of langt". Þetta virðist gerast í hvert skipti. Það skal virkja hverja sprænu fyrir ál.
Ég er því á móti frekari stóriðju, einfaldlega vegna þess að þetta er farið út í öfgar. Þetta er eins og Vesturbakkinn, fólk hatar hvort annað því það er endalaust barið á því. Ég er á móti áli því máið er svo öfgafullt og ekkert annað virðist komast að. Svo vantar alveg að álverjar færi rök fyrir sínu máli. Atvinna fyrir eitt þorp í einu, en það eru 100 þorp á landsbyggðinni. Styrkur efnahagur. Ekki hefur það gengið eftir þrátt fyrir ótrúleg náttúruspjöll.
![]() |
Undirbúningur álvers á Bakka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.3.2008 | 20:34
Ég vil ekki nöldra...
Þótt ýkt bölsýni sé auðvitað til óþurftar er jafn vont eða verra að gylla stöðuna fyrir sjálfum sér og almenningi og gefa til kynna að einhvers konar töfraleið sé til út úr þessum vanda. Að ljúga að öðrum er ljótur vani, að ljúga að sjálfum sér hvers manns bani, sagði þar," sagði Davíð.
Ég vil ekki vera leiðinlegur, en átti stóriðjan ekki að vera töfralausnin?
![]() |
Reynt að brjóta fjármálakerfið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.3.2008 | 16:24
Ingibjörg, er þetta rétt? Ertu að fremja pólitískt sjálfsmorð?
Lýðveldið Ísland er 64 ára gamalt. Það er því ekki langt síðan við börðumst fyrir okkar sjálfstæði. Ísland var lítil þjóð en vildi ráða sér sjálf. Drottnarinn var frændþjóð sem hafði komið þokkalega fram við okkur, en við vildum sjálfstæði. Það fengum við eftir 100 ára baráttu. Við ættum því að skilja og finna til með þjóðum í sömu sporum. Því miður er Ísland eins og auminginn sem ýtir við barninu á Titanic til að komast sjálfur í bátinn.
Ísland er sjálfstætt smáríki, en lætur eins og spillt heimsveldi. Allt í lagi að fara í stríð í Írak þótt allir heilvita menn sjái að sönnunargögnin séu fölsuð. Við látum eins og barn sem hefur verið strítt en er nú komið í náðina hjá hrekkjusvíninu. Þegar næsta barni er strítt og það lamið, spörkum við líka til að tilheyra hópnum. Ef hrekkjusvínið sparkar í liggjandi barnið, spörkum við líka. Ef hrekkjusvínið ákveður að brjótast inn í sjoppu, tökum við þátt því við viljum svo ofboðslega vera jafn kúl og sterka hrekkjusvínið. Hvað gerist þegar við og hrekkjusvínið erum orðin unglingar? Tökum við þátt í hópnaðugun til að tilheyra hópnum? Hversu langt erum við tilbúin að fara?
Ingibjörg Sólrún getur látið eins og Írak hafi aldrei gerst. Hún getur látið eins og Taiwan sé Árnessýsla þeirra kínverja, hún getur talað um eitt Kína meðan tíbetar eru myrtir. Hún getur gert hvað sem hún vill, en ekki gera það í mínu nafni. Íslendingar vilja ekki dauða tíbeta og kúgaða taiwana í nafni viðskipta. Ég ætla að sleppa því að minnast á Falun Gong ævintýrið í bili.
Við höfum ekkert erindi í öryggisráðið. Við þorum ekki að tala eftir eigin sannfæringu. Látum bandaríkjamenn og kínverja um að eyða pening í öryggisráðið. Þeir fá hvort eð er að gera það sem þeir vilja óáreyttir fyrir okkur, hvort sem það eru stríð, pyntingar eða morð. Við erum allt of hrædd til að segja það sem okkur finnst. Nema við séum orðin svo rotin að við virkilega styðjum morð í nafni viðskipta.
Sé þetta ekki rétt eftir Ingibjörgu haft, vona ég að hún leiðrétti þetta strax. Séu þetta hennar orð, mun ég aldrei kjósa neinn flokk sem hefur hana innanborðs.
![]() |
Íslendingar styðja ekki SÞ-umsókn Taívan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
13.3.2008 | 13:54
Paranoia
Ekki ætla ég að tjá mig beint um saumavélamálið ógurlega, en tollurinn á Íslandi er á nálum, svo mikið er víst. Þegar ég kom til landsins til að taka upp Svarta Sandinn, sumarið 2006, kom ég með þrjá stórhættulega hluti með mér. Þetta var Canon EOS 350D myndavél, Sony FX1 HD videovél og Apple PowerBook ferðatölva. Þetta þótti þeim grunsamlegt og þurfti ég að skrif upp á eitthvað skjal að ég myndi taka þetta með mér þegar ég færi aftur út. Þeir tóku kortanúmerið mitt sem tryggingu.
Þess má geta að myndavélin var sex mánaða gömul, videovélin árs gömul og ferðafölvan hátt í tveggja ára. Samt héldu þeir að ég ætlaði að selja þetta gamla dót, kúguðum íslendingum. Ég er að koma aftur og það verður gaman að sjá hvort þriggja ára video vélin og tölvan og tveggja ára myndavélin séu enn þessi mikli mögulegi smygl varningur sem þetta var þá.
![]() |
Sala á saumavélum stöðvuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.3.2008 | 21:56
Tíbet II: Hvað með það?
Það er skiljanlegt að tónleikahaldarar séu óhressir með Björk. Þeir vilja halda friðinn við kínversk stjórnvöld. Það eru einfldlega viðskipti. Líf (og dauði) tíbeta skiptir ekki máli. Svona uppákomur hafa slæm áhrif á viðskiptin. Spurning hvað þær milljónir tíberta sem myrtir hafa verið af kínverjum finnst um það. Í fréttinni kemur eftirfarandi fram:
Það er miður að þetta hafi gerst. Ég veit að listamenn verða að standa fyrir því sem þeir hafa trú á, en hún getur ekki búist við því að þetta muni leiða til góðs, segir John Siegel hjá China West Entertainment.
Ég hef áhyggjur af því að gripið verði til frekari takmarkana, nú þegar allt var að verða afslappaðra. Þá getur verið að listamennirnir vilji ekki sætta sig við meiri takmarkanir og sleppa því alfarið að koma til Kína.
Er það ekki nákvæmlega málið? Kínversk stjórnvöld munu ekkert gera nema þjóðin krefjist þess. Þjóðin mun ekkert gera nema hún viti hvað er að gerast. Hún getur ekki vitað hvað er að gerast með því að hlusta á ríkisfjölmiðla. Listamenn og "útlendingar" eru þeir einu sem geta haft áhrif í Kína.
Ég læt fylgja með hlekk á síðu sem er að reyna að gera eitthvað fyrir Tíbet. Ekki að það eigi eftir að bera árangur. Enginn þorir að hrófla við Kína, eins og kom skýrt fram á Íslandi fyrir örfáum árum. Kíkið samt á Race for Tibet.
![]() |
Tónleikahaldarar pirraðir yfir ummælum Bjarkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.3.2008 | 21:17
Dagbók úr stríðinu
Einhvern tíma rakst ég á dagbók hermanns úr fyrra stríði. Afkomandi hans fann bréf uppi á lofti og ákvað að setja þau á netið, nákvæmlega 90 árum eftir að þau voru skrifuð. Nýjasta bréfið á netinu er frá mánudeginum 10 mars 1918. Það hefur ekki verið gefið upp hvort höfundurinn, Harry Lamin, hafi lifað stríðið af. Það kemur í ljós á árinu.
Bréfin er að finna hér.
![]() |
Barðist fyrir Frakka í fyrri heimsstyrjöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.3.2008 | 08:04
Hollenska Lausnin...
Það verður seint sagt að Holland sé stórt. Þó á þetta fólk það til að deyja og þar sem þeir eru síst minni en annað fólk, taka þeir jafn mikið pláss eftir dauðann og aðrir. Það er lítil rómantík og múður í þessu fólki og það sést á því hvernig offullum kirkjugörðum er haldið ungum. Hér er það nefninlega svo að þegar þú ert lagður til hvílu, er það ekkert endilega hinsta hvíla. Þú mátt liggja þarna í 15 ár. Að þeim tíma loknum fær fjölskyldan reikning á 10 ára fresti. Á meðan þessir reikningar eru borgaðir, hvílur þú í friði. Það er þá bara vonandi að komandi kynslóðir elski minningu þína eins mikið og þeir sem kvöddu þig á dánarbeðinu.
Hvað verður svo um fólk þegar reikningurinn hefur ekki verið greiddur? Það er grafið upp og annar jarðaður í staðinn, en hvað verður um líkið veit ég ekki. Fólk er ekkert að velta fyrir ser svoleiðis leiðindamálum. Þokkalegt veður í dag, ha?
![]() |
Gjörið svo vel að deyja ekki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.3.2008 | 07:11
Frjálst Tíbet?
Flott hjá henni! Ef allir gerðu svona væri kínverjum ekki líft í Tíbet.
Þetta minnir mig á atvik sem ég las um fyrir nokkrum dögum síðan. Málið er víst að þegar bókin Tinni í Tíbet kom út á kínversku, hér hún Tinni í Kínverska Tíbet. Fjölskylda Hergé var ekki sátt og lét taka bókina af markaði, þangað til búið var að leiðrétta tilitinn. Það er tvennt sem sló mig við þá frétt, að fjölskyldan hafi haft þor völd til að koma þessu í gegn og að kínversk stjórnvöld hafi gefið eftir.
Það er engin spurning að Kína veit upp á sig skömmina. Öll hegðun þeirra gagnvart Tíbetsmálinu ber það með sér. Það er um að gera að sem flestir sem ná eyrum almennings geri eins og Björk, bjóði Tíbet í heim sjálfstæðra þjóða.
![]() |
Útilokar Björk sig frá frekara tónleikahaldi í Kína? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |