9.9.2008 | 08:48
Latté það vera?
Nú brýna hreyfingarnar tvær sverðin og grafa skotgrafir og aðrar grafir. Sveitapakkið sakar lattéþambandi skáldin um aumingjaskap og segja þau ekki bera hag þjóðarinnar fyrir brjósti, meðan svitafýluskáldin á Hressó segja sveitavarginn vilja eyðileggja landið fyrir erlenda auðhringa.

Ég hef ekki myndað mér skoðun á Ballarvirkjun, en ákvað þó, af gefni tilefni, að afla mér upplýsinga um drykkinn sem ég á víst að vera að þamba svona dags daglega. Hér á eftir er uppskrift sem ég fann á netinu. Eins og lesandi getur séð er latté ekki einfaldur drykkur og eiga skáldin virðingu skilið fyrir að hafa svo fágaðan smekk. Svo er auðvitað mikilvægt að bera nafnið rétt fram. Latté er borið fram latte með smá snert af ei í lokin. Framburðurinn skiptir hér öllu málin, eins og í uppistöðulónum. Þetta er sennilega betra en Ícelandic Coffee sem er mun grófara en Irish Coffee. Þar er króna sett í bolla, kaffi hellt í þar til krónan hverfur og brennivíni bætt út í þar til hún sést aftur.

To write a word, such as "love" in the picture, melt milk chocolate and using a pin as a paintbrush drag the melting chocolate over the foamed milk. More commonly this is done by dipping said pointy object into the crema of the drink being decorated, and then transfering that crema stained foam to the pure white foam to 'draw' a design.
Þar sem ég verð mikið til í 101 Reykjavík eftir nokkrar vikur skal ég fá mér einn svona, þó ég vilji kaffið helst svart og sykurlaust.
![]() |
Litlu minna en Hálslón |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.9.2008 | 14:22
Verðtrygging og fjölbreytt atvinna?
Það er tvennt sem mér finnst að þurfi að gera til að tryggja áframhaldandi stöðugleika á Íslandi.
1. Það verður að afnema verðtryggingar á húsnæðislán. Geir talar um að styðja við lánastofnanir, en þær eru á sérkjörum. Hvergi, svo ég viti til, fá þær að rukka vexti og svo verðtryggingu ofan á. Vextir á húsnæðislánum eru síst lægri á Íslandi en í nágrannaríkjunum, en svo koma 5-15% vextir ofan á það. Hvern þarf að styðja við?
2. Íslendingar þurfa fjölbreytta atvinnu allsstaðar á landinu. Það getur ekki gengið til lengdar að setja öll þjónustustörf á höfuðborgarsvæðið og einhver verksmiðjustörf hér og þar á landsbyggðinni. Ríkið á reyndar ekkert að vera að rembast í atvinnurekstri meira en nauðsynlegt er. Það skýtur skökku við að á meðan bankar, símafyrirtæki og önnur stórfyrirtæki eru seld, er ríkið að bardúsa í stóriðju hér og þar. Í annarri frétt í dag var tekið fram að fólksfækkun sé á Austurlandi. Það kemur mér ekkert á óvart, enda voru milljarðarnir notaðir í eitt stórverkefni með umsvif á takmörkuðu svæði. Hefði ekki verið betra, fyrst þessir peningar virtust vera til, að styðja við þá sem vildu setja upp eigin fyrirtæki?
Það er vonandi að ræðan í október verði innihaldsrík.
![]() |
30 milljarða króna lán |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.8.2008 | 15:06
Nú verður róið til fiskjar...
![]() |
Varaforsetaefni McCain |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.8.2008 | 07:35
Fallegt bros
Flott hjá Baltasar að fá James Newton Howard til að semja tónlistina fyrir sig. Málið er nefninlega frekar einfalt, reyni maður ekki, gerist ekkert.

Baltasar Kormákur er að gera góða hluti, er kominn með flotta ferilsskrá og á það skilið að geta umkringt sig góðu fólki. Eins og margir lesendur þessa bloggs vita tókst mér, óþekktum bardúsaranum, að fá Guy Fletcher til að semja tónlistina við stuttmyndina Svartan Sand. Guy er þekktur sem hljómborðsleikari Dire Straits. Hann hefur líka unnið með Roxy Music, Tinu Turner og fleiri heimsþekktum nöfnum. Ég ákvað að gefast ekki upp fyrirfram, heldur reyna bara. Hann myndi þá bara segja nei.
Skemmst er frá því að segja að hann sagði ekki nei. Hann hafði í raun ekki tíma í þetta, en notaði jólafríið 2006 til að semja fimm verk. Eitt þeirra endaði svo á plötu sem hann gaf út í upphafi þessa árs.
Ég veit ekki hvort það sé eitthvað íslenskt að ráðast á garðinn þar sem hann er hár. Málið er bara að miða hærra en maður vill komast. Þá getur maður sætt sig við útkomuna. Stundum hittir maður í mark, þótt hátt sé miðað og þá er gaman að vera til.
Ég óska auðvitað Baltasar til hamingju og óska honum ennþá hærra flugi.
![]() |
Fær Batman-tónskáld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.8.2008 | 21:16
Ekki mjög bjartur
Jæja.
1. Dan Brown er alveg ofboðslega ofmetinn. Englar og Kvikyndi, eða hvað Angela and Damien heitir á íslensku var nokkuð góð, þó ég neiti að trúa að nokkur maður lifi það af að henda sér út úr þyrlu í hundruða metra hæð. Jafnvel þó hann noti jakkann sinn sem fallhlíf. Da Vinci Lykillinn var skítsæmileg spennusaga, en það skemmdi að Danni hélt því fram að allt þetta bloodline dæmi væri sannleikur og að Priory of Sion hafi verið til í margar aldir. Deception Point var svo fyrirsjáanleg að ég var farinn að hlæja upphátt undir lokin. Hef ekki nennt að lesa hann síðan.
2. Það er ekki til neitt sem heitir ritstífla. Það eru til ótal leiðir til að koma sögunni af stað aftur. Þær virka, nema sagan sé svo mikið rugl að það sé engin leið áfram. Þá er bara að endurskrifa eða hreinlega byrja upp á nýtt. Skil ekki hvað ritstífla hefur með Danna Brúna að gera. Hann er að skrifa eftir formúlunni, svo það ætti að vera létt verk að klára síðasta kaflann.
3. Bjartur var í dimmunni. Kannski var ég bara ekki að taka eftir, en ég hafði ekki hugmynd um þessa keppni. Ég er að vísu ekki á landinu, svo ef þeir auglýstu í sjónvarpi, útvarpi, blöðum eða á plakötum, hef ég ekki getað séð það. Ég fylgist þó þokkalega með netinu. Ekki að það hefði breytt neinu. Hefði ég ákveðið að taka þátt, hefði ég aldrei unnið.
![]() |
Íslenskur Dan Brown ófundinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.8.2008 | 07:40
Sjötugur Hollendingur?
Alltaf skulu það vera helvítis hollendingarnir sem eru að smygla og selja dóp. Hér í Hollandi þykir það sjálfsagt að reykja hass og gras, enda eru fjölmargar Coffeeshops í helstu borgunum hér. Nú er búið að banna tóbaksreykingar á opinberum stöðum, þar með talið í kaffisjoppunum. Kunningi minn sem kann við grasið fór á eina slíka nýverið til að kaupa sér jónu. Á gangstéttinni fyrir utan stóðu kusurnar, reykjandi sitt gras og hass. Það er nefninlega ekki búið að banna reykingar utandyra. Inni má þó reykja hreint gras, enda ekkert tóbak í því.

Einhvern tíma var ég fylgjandi meira frelsi í sölu mjúkra eiturlyfja. Svo flutti ég til Hollands og skipti um skoðun. Hér er þetta sjálfsagt mál. Vandamálið er að hingað kemur fólk frá nágrannalöndunum að ná sér í nammi. Þetta er ekki bundið við gras og hass. Holland er miðstöð eiturlyfjasmygls. Hér eru stórir hópar sem lifa á innflutningi og sölu eiturlyfja. Allt er til sölu, frá heimagrónu grasi upp í krakk og heróín. Ég veit nákvæmlega hvar ég get náð mér í nokkrar kúlur. Ég gæti farið núna og verið farinn að sprauta mig eftir hádegi. Svo einfalt er þetta hérna. Það tekur mig u.þ.b. 15 mínútur að keyra þangað.
Það kemur nokkuð oft fyrir að fólk er tekið af lífi. Einhver er að fara úr húsi og um það bil að opna hurðina á svarta Bensanum sínum. Vespa keyrir fram hjá og maðurinn er skotinn í spað og klessist út um allt. Þeir kalla þetta uppgjör. Gerist nokkrum sinnum á ári. Ég var í mat hjá kunningjum fyrir einhverju síðan, þegar við heyrðum nokkrum skotum hleypt af. Nokkrum mínútum síðar var löggan búin að loka götunni. Þar hafði uppgjör verið í gangi.
Svona er þetta. Hugmyndin um frjálsar ástir og gras er falleg, en kókið og krakkið virðist bara alltaf þurfa að fylgja. Og hvað gerir ríkisstjórnin? Nákvæmlega það sama og sú íslenska gerir í efnahagsmálunum. Talar smá og gerir ekkert.
![]() |
Hasshlass í rannsókn: Beðið eftir gögnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.8.2008 | 20:45
Að spæla...
Ég er svo lítið fyrir íþróttir að það er mesta furða að ég sé ekki kominn langt yfir 150 kíló. En þetta er öðru vísi.
Fyrst, TIL HAMINGJU ÖLL!
Ég er á meginlandi Evrópu svo úrslitaleikurinn verður klukkan 9:45. Fínn tími til að smjatta yfir sjónvarpinu. Ég bauð einhverjum í morgunmat. Nú verða eggin spæld og étin. Og frakkar líka!
![]() |
Íslendingar í úrslitaleikinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
21.8.2008 | 09:54
Gaman í Reykjavík
Það er svo gaman að sjá hvað mikið er alltaf að gerast í Reykjavík. Shorts&Docs að byrja og RIFF eftir sex vikur. Í flestum löndum eru "borgir" á stærð við Reykjavík draugabæli þar sem ekkert er að gera.
Annars langaði mig að láta vita að stuttmyndin Svartur Sandur verður frumsýnd á RIFF í byrjun október. Mér var líka boðið að taka þátt í Talent Campus, eða kvikmyndasmiðjunni, sem fer fram samfara hátíðinni.
Ég geri ráð fyrir að lenda í KEF 30. september. Þeir sem vilja eitthvað með mig hafa geta sent mér emil (sjá hér til vinstri) eða hringt í síma 8686976 þegar ég er kominn. Ég set meiri upplýsingar inn á síðuna þegar ég hef þær.
Til hamingju S&D. Vona að sem flestir komi og kíki á myndirnar.
Til upprifjunar, þetta er Svartur Sandur:
![]() |
Reykjavík Shorts&Docs-hátíðin hefst á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 09:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
20.8.2008 | 08:29
Heima er best?
Fyrst vil ég óska Valdísi til hamingju með myndina. Ég hef vitað af henni (Valdísi) í einhvern tíma og dáðst af því hve langt hún hefur komist. Nú dáist ég ennþá meira af henni fyrir að þora að gefa skít í Hollywood. Það er svo auðvelt að láta sig hafa það að leiðast allt lífið því maður þorir ekki að prufa eitthvað nýtt. Ég vona að ég geti séð myndina á RIFF í haust og ef hún tekur þátt í Talent Campusnum vil ég endilega hitta hana.
![]() |
Vonbrigði í Hollywood ýttu Valdísi í leikstjórastólinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.8.2008 | 20:30
Loftur "ríki" Guttormsson klúðraði arfinum mínum
![]() |
Krafðist arfs frá Noregskonungi sem lést á 14.öld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |