Dýragarðstuðrur

Einu sinni var íslendingur sem fór til London í nám. Hann átti systur. Hún kom í heimsókn og það vildi svo til að fjórir írar höfðu ákveðið að spila fjórum sinnum á Wembley Stadium. Það var því farið, enda mikið um dýrðir.

Ég man eftir að hafa keypt ZooTV smokka. Held ég eigi þá ennþá einhversstaðar. Myndinni hér til hægri var stolið af netinu.


mbl.is Smokkar með félagsmerki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Missi af...

Ég missi af þessu eins og svo mörgu sem gerist heima því ég erAnnaBrynja3small að rolast um í útlandinu sem margir íslendingar vildu vera í. Það er nefninlega þannig með marga að þeir vilja ekkert meira en að komast í burtu. Þegar þeir svo fara vilja þeir ekkert meira en að komast heim aftur. Svona er gangur lífsins, grasið er alltaf grænna hinumegin. Jafnvel þótt allt sé á bólakafi í snjó.

Annars hefði ég ekki tekið eftir neinu í dag. Ég var að vinna við að endurskrifa handritið Undir Svörtum Sandi, sem mun verða kvikmynd í fullri lengd um þau skötuhjú Emilíu og Pétur. Ef allt gengur eftir. Þetta verður allt öðruvísi. Sama sagan en séð frá allt öðru sjónarhorni. Sjáum hvað setur. 


mbl.is Kveikt á friðarsúlunni í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólafur Ragnar Grímsson...

...forseti Íslands staðfesti í dag stjórnarskrá landsins með því að skjóta málinu til þjóðarinnar...

Það væri allavega gott ef hann gerði það. Eitt er ég viss um, ef af þessu verður mun Samfó missa mikið af þingmönnum í næstu kosningum. Annars er ég ekkert viss, gullfiskaminni kjósenda er alþekkt fyrirbæri.


mbl.is Þjórsárvirkjanir hafa forgang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leifsstöð er ekkert sprungin!

Eins og kemur fram í fréttinni er Keflavíkurflugvöllur notaður í tvo tíma, tvisvar á dag. Það er alls ekki hægt að segja að flugstöð sem er tóm 20 tíma á dag sé sprugin. Þetta er bara léleg nýting, nema á háannatímum.

Eftir því sem ég get best séð eru tvær lausnir í málinu. Fara út í framkvæmdir sem munu sjálfsagt kosta milljarða, eða að lækka lendingargjöld hlutfallslega utan annatímans.

Ég vinn á Schiphol, með um 40 milljónir farþega á ári. Munurinn á flugvöllunum er ranafjöldi, 11 í Keflavík, um 110 á Schiphol, en líka að Schiphol er í fullri notkun frá morgni til kvölds.

Það að nota rútur er svo ekkert sér fyrirbæri. Á Schiphol þarf líka að nota þessa lausn yfir háannatímann. Þar fyrir utan nota öll lággjaldafélög H-hliðin, sem eru ranalaus. Allt til að spara tíma og kostnað. Ef einhver vill ráða mig í vinnu við að gera Keflavíkurflugvöll betur í stakk búinn til að taka við fjórum milljónum farþega á ári, er ég til í að flytja heim.


mbl.is Leifsstöð sprungin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Diskurinn til Winnipeg?

Það er alltaf gaman að sjá hvað hópur vestur-íslendinga heldur í ræturnar. Það hefur verið ætlunin í mörg ár að fara til Kanada og skoða sig um í Winnipeg og annars staðar.

Kannski er það byrjun að ég sendi Svarta Sandinn á kvikmyndahátíðina sem fer þar fram í sumar. Nú er bara að bíða og sjá hvort tekið verði við henni. Ætli hún eigi meiri möguleika en annars staðar, eða eru áhrif Íslands kannski minni en maður heldur? Annars verður fólki auðvitað að líka myndin, annars gerist ekkert.

Diskurinn var þó ekki bara sendur til Kanada. Allir sem pöntuðu hann mega eiga von á honum á næstu dögum. Allir sem hjálpuðu til við gerð myndarinnar fá líka diskinn, því gamla útgáfan er úrelt. En hvað er á þessum diski?

Það eru fjórir matseðlar (athugasemd með íslenskri þýðingu á menu er vel þegin) í boði. Sá fyrsti býður upp á Black Sand (myndina með íslensku tali, enskum titlum og texta), Svartan Sand (allt á íslensku, þó ein mistök, því enskur texti britist (sem hægt er að slökkva á með Subtitles takkanum á fjarstýringunni)), Subtitles og Extras.

Sé Subtitles valmyndin valin fær áhorfandi að velja um að horfa á myndina með enskum, íslenskum, hollenskum eða sænskum texta.

Extras valmyndin er full að dóti sem ég henti inn, fólki til tímaeyðslu. Þar er hægt að velja Black Sand Theme. Þetta er nýja sýnishornið með nýju tónlistinni og útlitinu, sem ég setti í færslu fyrir um viku síðan. Einnig er Black Sand Trailer. Þetta er gamla sýnishornið og sýnir hve mikill munur er á endanlegu útgáfu myndarinna og þeirri fyrri. Black Sand Preview er fyrsta sýnishornið sem ég setti á netið haustið 2006, sýnishornið þar sem Emilíu er að dreyma. Þetta var reyndar atriði sem ég ætlaði að vinna úr, en það fór ekki lengra. Því næst er smábúturinn On the Set. Þar er hægt að sjá hvað okkur fannst leiðinlegt að gera myndina og hvað við vorum leiðinleg við hvort annað.

Previewið var ekki eina atriðið sem klippt var úr myndinni. Pétur, aðalpersónan, dó á söguöld í sínum torfkofa og Emilía, konan hans var heimsótt af látinni ömmu sinni. Þetta var ekki að virka eins og ég hefði viljað, svo ég klippti út bæði atriðin. Þriðja atriðið sem klippt var er það sem kallast Dance of Death í valmyndinni. Þar dansa aðalpersónurnar tvær meðan Emilía unga fylgist með, þar til allt er um seinan og dauðinn einn er framundan. Þetta var góð hugmynd í handritinu, en virkaði ekki í myndinni.

Síðasta valmyndin heitir einfaldlega Extra Extras og þar er hægt að sjá hluti sem ég hef gert en hafa ekkert með Svartan Sand að gera. Fyrst er sýnishorn úr gömlu myndinni, The Small Hours. Þetta var stuttmynd sem ég samdi og leikstýrði meðan ég var í námi. Við höfðum lítinn tíma og mig minnir að ferlið hafi verið tvær vikur, frá hugmynd til myndar. Hún var tekin upp á þremur nóttum, við vorum að frá kvöldmat til þrjú, fjögur, fimm að morgni og svo var farið í vinnu.

Síðan eru tvö myndbönd. Marike Jager syngur Focus. Þetta var reyndar sýnt á blogginu fyrir einhverjum mánuðum, en hér er þetta í DVD gæðum. Einnig er hægt að sjá Pispaal in de Wind eftir Rick Treffers. Þetta er eitt "myndbandanna" sem hann sýnir á risaskjá meðan hann spilar á tónleikum. Ekki myndband sem slíkt, svo ekki vil ég heyra folk vælandi yfir að það gerist svo lítið.

Þetta er sem sagt diskurinn sem fólk ætti að vera að fá í póst. Ég vona að ykkur líki og að þið látið vita hér að neðan. Þeir sem ekki hafa pantað diskinn geta gert það hér, eða með því að leggja inn á reikning 0325-26-000039, KT. 100569-3939. Öll framlög eru vel þegin, hvort sem það er hundraðkall eða hundraðþúsundkall. Greiði fólk meira en 1100 kr. eða 12 evrur mun ég senda disk. Ef ég næ að greiða upp kostnað með framlögum og öðru, mun ég skipta "gróðanum" með fólkinu sem hjálpaði til við gerð myndarinna, því allir unnu frítt.

Ég vona að ykkur líki. Takk fyrir stuðninginn! 


mbl.is Aldrei fleiri á þorrablóti í Ottawa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óskalög Sjómanna

Allir sem komnir eru yfir áttrætt muna sennilega eftir óskalögum sjómanna þar sem Gylfi Ægisson og aðrir áttu heima. Fyrirvinnan var að heiman svo dögum skipti og þá var ekkert annað að gera en að senda hvoru öðru óskalög. Stundum voru smellir líðandi stundar spilaðir, en yfirleitt voru þetta sjóaravísur.

Það er spurning hvort þetta lag Mark Knopfler hefði ekki verið vinsælt. Það heitir The Trawlerman Song (Lag Togarasjómannsins). Það er ekki bara textinn sem hefði passað við óskalagaþáttinn, heldur finnst mér lagið og spilamennskan svipuð því sem var í gangi. Kannski Lónlí Blú Bojs eða Lúdó hefði vippað þessu yfir á íslensku og gert megasmell úr því.



Það er svo auðvitað gaman að segja þeim sem ekki vita að hljómborðsleikarinn í þessu lagi samdi tónlistina við myndina sem ég var að senda fullt af fólki. Heimurinn er svo lítill ef maður heldur kíkinum öfugum.

Ég vonast til að hafa tíma til að blogga almennilega um DVD diskinn á mánudaginn. Á morgun þarf ég að taka upp hljómleika.

Góða helgi. 


Don't Let it Be

Ég vona að geimverur hafi smekk fyrir tónlist. Annars erum við í klípu.

Ég vona þó að þeir sendi ekki Let it Be útgáfuna. Hún er svo slllóóóó. Phil Spector tók þetta létta og fallega lag, hægði á því og setti kór yfir. Hann fór svo langt að það virkilega hljómar eins og í slómó. Er ekki málið að senda fuglasöngsútgáfuna? 


mbl.is Bítlalagi útvarpað í geimnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varnarmálaráðherrann seinheppni

Aumingja Gates. Honum getur ekki komið saman við evrópubúa. Fyrir 2-3 Robert Gatesvikum féllu tveir hollenskir hermenn í Afghanistan. Það var mikið talað um málið í fjölmiðlum hér í landi, eins og gefur að skilja. Mig minnir að það hafi verið daginn eftir sem að hann lét hafa eftir sér að hollendingar væru slappir, hefðu hvorki getu né vilja til að halda úti friðargæsluliði. Orð hans höfðu ekkert með föllnu hermennina að gera, mér skilst að hann hafi ekki vitað af því.

Það er óhætt að segja að Gates var ekki beint vinsæll, sérstaklega þar sem Holland heldur úti stóru liði og var að framlengju veru sína til 2009 þar sem ekkert land var tilbúið til að taka við verkinu. Þetta endaði í diplómatískum leiðindum, Gates sagðist hafa verið misskilinn en endaði á að biðjast afsökunar.

Hér er greinilega öðlingur mikill á ferð, maður sem kann sig. 


mbl.is Bandaríkin gera kröfur til Þjóðverja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband