24.12.2006 | 22:15
Focus
Í tilefni jólanna hef ég ákveðið að setja inn myndband sem ég gerði fyrir hollenska söngkonu í fyrrahaust. Þetta gerðist svona...
Ég fór á tónleika sem voru kallaðir Live in the Living af því að hljómsveitir komu fram í stofu heima hjá fólki. Ein þeirra sem komu fram var Marike Jager. Röddin var heillandi og ég ákvað að ég yrði að gera eitthvað með henni. Það sem ég er siðvandur maður bauðst ég til að gera myndband við lag af þá óútkominni plötu hennar. Það var slegið til og ég fór að hugsa um hvað myndbandið skyldi vera.
Sagan var samin og við komum okkur saman um tökustaði og daga. Stór hluti var tekinn upp í sandöldum í Soest í mið-Hollandi. Café hlutinn og götuatriðið var svo tekið upp í Amsterdam. Við notuðum líka myndver með bláum vegg til að taka upp sum atriðin, eins og þar sem hún er tvisvar í mynd.
Myndbandið var svo klippt og litað af mér. Ójá, ég lærði tvennt af þessu verkefni. Ekki gera allt sjálfur án þess að biðja nokkrn mann (eða konu) um hjálp (þó að erfitt sé að fara eftir því) og hitt var...
Látið svo endilega vita hvað ykkur finnst. Og til þeirra sem ekki lásu síðustu færslu, Gleðileg Jól!
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Bloggar, Kvikmyndir, Menning og listir, Sjónvarp | Facebook
Athugasemdir
Gleðileg jól . Þetta er glæsilegt.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 25.12.2006 kl. 00:09
Ég er ekki fagmaður, en mér fannst þetta bara vera flott
Gunnar Helgi Eysteinsson, 26.12.2006 kl. 10:47
segi það sama flott
Ólafur fannberg, 27.12.2006 kl. 08:13
Æ nenniru ekki bara að senda mér allt þetta dót á dvd? Ég skal senda þér dót í staðinn, svo sem olífuolíu, hunang, eða eitthvað. Það er greinilega ofverkið mitt að fá mér ADSL. Heimilisfangið er: ROSA, Merada - Lousakies, 73400 Kissamos, Crete, Greece.
gerður rósa gunnarsdóttir, 27.12.2006 kl. 15:46
Virkilega flott myndband! Klipping og litir og allt! Til lukku með það .
Ester Júlía, 27.12.2006 kl. 23:32
Flott myndband Villi. Vona að jólin hafi verið góð hjá þér, ég hef aldrei haldið jól í Hollandi og hef þessa tilfinningu eins og þú að þetta sé ekki svo spennandi fyrir hollendinga eins og okkur sem komum frá nyrðri löndum
En allavega kær kveðja Sigrún.
Sigrún Friðriksdóttir, 28.12.2006 kl. 23:07
Gleðilegt ár Villi.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 1.1.2007 kl. 17:44
Gleðilegt ár Villi minn og takk fyrir blogg vinnáttuna á gamla árinu, óska þér og þínum alls hins besta 2007 með nýtt baby og allt.
Klem og knús Sigrún.
Sigrún Friðriksdóttir, 1.1.2007 kl. 23:19
Gleðilegt ár Villi !! Já tennurnar komast í samt lag aftur og ef ekki, þá má alltaf fá sér gervi....
Ester Júlía, 2.1.2007 kl. 11:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.